• 9.1.2022, 13:00 - 15:00, Hönnunarsafn Íslands

Kertasmiðja fyrir alla fjölskylduna-FRESTAÐ

Kertasmiðja fyrir alla fjölskylduna í Hönnunarsafni Íslands sunnudaginn 9. janúar kl. 13-15. ATH. smiðjunni hefur verið frestað.

Kertasmiðja fyrir alla fjölskylduna í  Hönnunarsafni Íslands sunnudaginn 9. janúar kl. 13-15

Kertasmiðja þar sem við veltum fyrir okkur hvernig landnámsmenn lýstu upp skammdegið og af hverju við erum svona kertaóð á Íslandi! Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur verður með stutt og skemmtilegt fræðsluerindi en Ísabella Leifsdóttir aðstoðar gesti við að bræða gamla kertafganga í dalla, krúsir og kirnur sem þátttakendur geta gjarnan tekið með sér. Þátttaka er ókeypis.

Skemmtileg fróðleg og notaleg samverustund sem er liður í verkefninu Við langeldinn/ við eldhúsborðið sem er styrkt af Barnamenningarsjóði.
Í fjölbreyttum smiðjum í Bókasafni Garðbæjar og á Hönnunarsafni Íslands munu börn og fjölskyldur þeirra fá tækifæri til að velta fyrir sér lífinu á landnámsöld í samanburði við líf okkar í dag.