• 1.11.2018, 20:00, Vídalínskirkja

Kvöldstund með bæjarlistamanni Garðabæjar

  • María Magnúsdóttir

Fimmtudagskvöldið 1. nóvember kl. 20:00 er bæjarbúum boðið á sérstaka tónleika í Vídalínskirkju. Þar mun núverandi bæjarlistamaður okkar Garðbæinga, söng- og tónlistarkonan María Magnúsdóttir koma fram ásamt tveimur af fyrrverandi bæjarlistamönnum okkar innan jazztónlistarsenunnar, þeim Sigurði Flosasyni saxófónleikara og Agnari Má Magnússyni píanista.

Fimmtudagskvöldið 1. nóvember kl. 20:00 er bæjarbúum boðið á sérstaka tónleika í Vídalínskirkju. Þar mun núverandi bæjarlistamaður okkar Garðbæinga, söng- og tónlistarkonan María Magnúsdóttir koma fram ásamt tveimur af fyrrverandi bæjarlistamönnum okkar innan jazztónlistarsenunnar, þeim Sigurði Flosasyni saxófónleikara og Agnari Má Magnússyni píanista. María, Sigurður og Agnar munu reiða fram dýrindis tónleikaprógram eins og þeim einum er lagið. Munu þau spila sín uppáhaldslög, eigið efni í bland við góðkunn jazzlög.

María Magnúsdóttir er jazzsöngkona með meiru. Hún hefur verið starfandi í tónlist í mörg ár, gefið út tvær plötur undir eigin nafni, sem og listamannsheiti sínu MIMRA. Hún nam söng við Tónlistarskóla FÍH og Konunglega Listaháskólann í Haag og tónsmíðar og upptökutækni við Goldsmiths University of London. Utan þess að koma reglulega fram með eigið efni og annarra starfar María nú við kennslu í Menntaskóla í Tónlist og Tónlistarskóla FÍH. Einnig situr hún í stjórn KÍTÓN og FÍH.

SIgurð Flosason þarf vart að kynna en hann er með afkastamestu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Hann hefur gefið út á hátt í þriðja tug platna sem spanna vítt tónlistarsvið og sjö sinnum hlotið Íslensku tónlistarverðaunin og tvisvar verið tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Hann hefur einnig hlotið tilnefningar til Dönsku tónlistarverðlaunanna. Sigurður stundaði framhaldsnám á saxófón og í jazzfræðum við Indiana University í Bandaríkjunum sem og í New York. Hann er yfirmaður rytmískrar deildar Menntaskóla í tónlist og formaður stjórnar Stórsveitar Reykjavíkur.

Agnar Már Magnússon píanisti nam við Tónlistarskóla FÍH og Conservatorium van Amsterdam, hélt svo til New York í einkanám hjá djasspíanistanum Larry Goldings. píanóleikari hefur margoft verið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna og tvisvar hlotið þau. Agnar hefur starfað með heimsklassa djasstónlistarmönnum, starfað með Stórsveit Reykjavíkur í mörg ár, leikið á tónleikum hérlendis sem erlendis, verið píanóleikari og annast tónlistarstjórn í leikhúsi.

Tónleikarnir verða í Vídalínskirkju fimmtudagskvöldið 1. nóvember kl. 20.00 og standa í rúma klukkustund. Allir eru hjartanlega velkomnir á þessa notalegu kvöldstund og verður aðgangur ókeypis í boði menningar- og safnanefndar Garðabæjar. 

Viðburðurinn á Facebook.