• 27.8.2018 - 28.9.2018, Jónshús

Myndlistarsýning - Kristín Jónína Halldórsdóttir

  • Myndlistarsyning_jonshus_kristinjoninahalldorsdottir_adsendmynd

Myndlistarsýning Kristínar Jónínu Halldórsdóttur stendur yfir í Jónshúsi

Myndlistarsýning Kristínar Jónínu Halldórsdóttur stendur yfir í félagsmiðstöðinni Jónshúsi út september.  Félagsmiðstöðin Jónshús er opin virka daga frá kl. 09:30-16 og er til húsa að Strikinu 6 í Sjálandshverfi í Garðabæ.  Allir eru velkomnir að líta við á sýninguna. 

Kristín Jónína Halldórsdóttir fæddist á Steinsstöðum í Öxnadal þann 14. ágúst 1948. Kristín sótti námskeið í listmálun hjá Erni Inga Gíslasyni listmálara á Akureyri. Eftir að hún flutti suður sótti hún námskeið í listmálun hjá Derek Mundell kennara við Myndlistarskóla Kópavogs. Þá sótti hún námskeið í teikningu hjá Guðrúnu Sigurðardóttur, kennara við Myndlistarskóla Kópavogs. Einnig sótti hún námskeið í listmálun með olíu og akrýl hjá Erlu Friðriksdóttur kennara hjá Félagi eldri borgara í Garðabæ.  Kristín hefur haft sérstakan áhuga á vatnslitamálun, þá einkanlega málun blómamynda,  auk þess sem hún hefur málað með olíu og akrýl.

Kristín heldur nú sína fyrstu einkasýningu, í salnum í Jónshúsi, Strikinu 6 , Garðabæ. Á sýningunni sýnir Kristín um 50 verk af ýmsum toga, blóm, fugla, landslag auk smá daðurs við abstrakt.