• 4.2.2021 - 7.2.2021, Garðabær

Neyðarkallasala Hjálparsveita skáta í Garðabæ

  • Neyðarkall hjálparsveitarinnar

Dagana 4-7. febrúar standa félagar í Hjálparsveit skáta Garðabæ í Neyðarkallasölu.

Dagana 4-7. febrúar standa félagar í Hjálparsveit skáta Garðabæ í Neyðarkallasölu. Að þessu sinni er ekki gengið í hús vegna covid takmarkana, í staðinn er hægt að kaupa neyðarkall á vefsíðu hjálparsveitarinnar,  www.hjalparsveit.is, og hjálparsveitin sendir neyðarkallinn heim. 

Félagar úr Hjálparsveit skáta í Garðabæ verða við helstu verslanir í bænum næstu daga og selja þar Neyðarkallinn.
Allur hagnaður af sölu Neyðarkallsins rennur til sveitarinnar, sem nýtur hann til endurnýjunar á tækjum, menntunar björgunarmanna og til útkalla.

Á vef Hjálparsveitarinnar er hægt að sjá ýmsan fróðleik um starfsemi sveitarinnar og einnig heldur félagið úti síðu á facebook.