• 13.2.2021, 12:00 - 17:00, Hönnunarsafn Íslands

OPNUNARDAGUR - Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930 - 1970

OPNUNARDAGUR - Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930 - 1970 verður í Hönnunarsafni Íslands, laugardaginn 13. febrúar frá kl. 12-17. Á sýningunni verður þetta frjóa tímabili í leirlistarsögunni rifjað upp.

OPNUNARDAGUR - Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930 - 1970  verður í Hönnunarsafni Íslands, laugardaginn 13. febrúar frá kl. 12-17. Á sýningunni verður þetta frjóa tímabili í leirlistarsögunni rifjað upp.

Brautryðjandinn, Guðmundur Einarsson frá Miðdal, stofnaði Listvinahúsið árið 1927. Listvinahúsið var fyrsta leirmunaverkstæðið, sem starfrækt var á Íslandi og með stofnun þess var brotið blað í sögu listiðnaðar landsins.

Á árunum 1946 til 1957 voru stofnuð fimm leirmunaverkstæði í Reykjavík: Leirbrennsla Benedikts Guðmundssonar, Funi, Laugarnesleir, Roði og Glit. Öll áttu þau það sameiginlegt að nota íslenskan leir, fram til um 1970.

Á sýningunni eru valin verk frá ofangreindum verkstæðum. Leitast er við að gefa innsýn í framleiðslu þeirra og draga fram sérstöðu hvers og eins.

Sýningarstjórar eru Inga S. Ragnarsdóttir leirlistamaður og Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur. Þær eru höfundar bókarinnar Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930-1970, sem kemur út samtímis sýningunni. Bókin byggir á rannsóknum Ingu á sögu íslenskrar leirlistar. Í henni er fjallað um aðdraganda, upphaf og þróun íslenskrar leirlistar frá um 1930 í máli og myndum, auk þess sem saga leirnýtingar á Íslandi er rakin.