• 5.2.2021, 18:00, Vífilsstaðavegur 105

Örvídd, ljóslistaverk á Vífilsstöðum | Vetrarhátíð í Garðabæ

Föstudaginn 5. febrúar frá kl. 18:00 – 23:00 mun ljóslistaverk Hrundar Atladóttur, Örvídd, lifna við á Búshúsinu við Vífilsstaðaveg 105, við Vífilsstaðaspítala.

 

Föstudaginn 5. febrúar frá kl. 18:00 – 23:00 mun ljóslistaverk Hrundar Atladóttur, Örvídd, lifna við á Búshúsinu við Vífilsstaðaveg 105, við Vífilsstaðaspítala. Hægt er að njótið af bílastæði andspænis spítalanum, hljóðverki eftir Geir Helga Birgisson verður varpað samtímis á rás FM 107,5.

Myndlistarverkið „Örvídd“ er vísun í þá heima sem eru ósýnilegir mannsauganu. Þegar þeir eru skoðaðir nánar í gegnum smásjá þá birtist okkur ný vídd sem okkur flestum er ókunnug og gæti tilheyrt annarri plánetu. Þrátt fyrir smæð sína geta þessir örheimar haft risavaxin áhrif á okkur og plánetuna sem við lifum á.

Um listamennina:
Hrund Atladóttir er með BA gráðu í myndlist frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam 2008 og hefur unnið með ólíka miðla í sinni list með áherslu á vídjólist og innsetningar. Náttúrutengingin er fyrirferðamilkil í verkum Hrundar en hún tók yfir ásýnd Kópavogskirkju með mosalandslagi á Safnanótt 2019 og gerði einnig verk á framhlið Hörpu fyrir Alþjóðlega Loftslagsverkfallið 2020.

Geir Helgi Birgisson útskrifaðist frá LHÍ í grafískri hönnun 2009 og hefur skapað raftónlist samhliða sínum verkum. Hann hefur einnig fengist við kvikmyndatónlist og hljóðvinnslu fyrir tölvuleiki.