• 23.12.2018, 11:00 - 20:00, Íþróttahúsið Álftanesi

Skötuveisla í hátíðarsal íþróttahússins á Álftanesi

Lionsklúbburinn á Álftanesi hefur undanfarin tuttugu ár, selt skötu og saltfisk í hátíðasal íþrótthússins á Þorláksmessu. Í ár verður engin breyting á.

Lionsklúbburinn á Álftanesi hefur undanfarin tuttugu ár, selt skötu og saltfisk í hátíðasal íþrótthússins á Þorláksmessu. Í ár verður engin breyting á. Þeir sem vilja ekki elda skötu heima hjá sér þetta árið geta því gætt sér á skötu í árlegri skötuveislu Lionsklúbbs Álftaness sem er haldin á Þorláksmessu frá kl. 11:00 til 20 um kvöldið. Skötuveislan fer fram í hátíðarsal íþróttamiðstöðvarinnar á Álftanes, einnig er boðið upp á tindabikkju og saltfisk. Verð er 3500 kr. en allur ágóði rennur til líknarmála.

Um er að ræða stærstu fjáröflun Lionsklúbbsins og verða um 40 sprækir félagar að þjóna til borðs. Gera má ráð fyrir 500-600 manns í skötuveisluna í ár.