• 30.9.2018, 11:00, Vídalínskirkja

Tónlistarmessa í Vídalínskirkju

Blásarasveitin Luther Brass Frankfurt frá Þýskalandi kemur í heimsókn í Vídalínskirkju sunnudaginn 30. september og spilar í messu. 

Blásarasveitin Luther Brass Frankfurt frá Þýskalandi kemur í heimsókn í Vídalínskirkju sunnudaginn 30. september og spilar í messu kl. 11.Stjórnandi er Norbert Haas. Luther Brass Frankfurt er skipuð bæði atvinnuhljóðfæraleikurum og áhugafólki og er á leið til Bandaríkjanna en hefur hér stutta viðkomu.
Kór Vídalínskirkju syngur einnig í messunni bæði með sveitinni og einn og sér. Stjórnandi er Jóhann Baldvinsson.
Sunnudagaskólinn verður á sama tíma.
Prestur: sr. Jóna Hrönn Bolladóttir.

Allir velkomnir!
Að lokinni messu býður þýska sendiráðið í Reykjavík kirkjugestum upp á léttar veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar.

Vefsíða Garðasóknar
Viðburður á facebook