Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
13. (835). fundur
04.10.2018 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir aðalmaður. Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður. Sigurður Guðmundsson 1. varaforseti. Guðfinnur Sigurvinsson varamaður. Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður. Almar Guðmundsson aðalmaður. Björg Fenger aðalmaður. Gunnar Einarsson aðalmaður. Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður. Valborg Ösp Á. Warén varamaður. Harpa Þorsteinsdóttir aðalmaður.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Fundurinn er hljóðritaður.

Sigurður Guðmundsson, fyrsti varaforseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Fundargerð bæjarstjórnar frá 20. september 2018 er lögð fram.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1809028F - Fundargerð bæjarráðs frá 25/9 ´18.
Sigurður Guðmundsson, ræddi 3. tl., og 4. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar um skipulagslýsingu vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi Ása og Grunda á svæði við Ægisgrund og Lyngás og Stórás.

Sara Dögg Svanhildardóttir, 3. tl., og 4. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar um skipulagslýsingu vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi Ása og Grunda á svæði við Ægisgrund og Lyngás og Stórás.

Gunnar Einarsson, ræddi 3. tl., og 4. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar um skipulagslýsingu vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi Ása og Grunda á svæði við Ægisgrund og Lyngás og Stórás.

Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 3. tl., og 4. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar um skipulagslýsingu vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi Ása og Grunda á svæði við Ægisgrund og Lyngás og Stórás.

Sigurður Guðmundsson, ræddi að nýju 3. tl., og 4. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar um skipulagslýsingu vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi Ása og Grunda á svæði við Ægisgrund og Lyngás og Stórás.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi að nýju 3. tl., og 4. tl., afgreiðslu skipulagsnefndar um skipulagslýsingu vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi Ása og Grunda á svæði við Ægisgrund og Lyngás og Stórás.

 
1710083 - Afgreiðsla skipulagsnefndar um skipulagslýsingu vegna breytinga á deiliskipulagi Ása og Grunda fyrir svæði við Lyngás og Stórás.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um skipulagslýsingu vegna breytinga á deiliskipulagi Ása og Grunda fyrir svæði við Lyngás og Stórás, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin skal kynnt almenningi, Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum.

 
 
1710090 - Afgreiðsla skipulagsnefndar um skipulagslýsingu vegna breytinga á deiliskipulagi Grunda og Ása fyrir svæði við Ægisgrund.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um skipulagslýsingu vegna breytinga á deiliskipulagi Ása og Grunda fyrir svæði við Ægisgrund, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin skal kynnt almenningi, Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum.
 
 
1809192 - Afgreiðsla skipulagsnefndar um skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi samhliða breytingum á deiliskipulagi Ása og Grunda.
 
Bæjarstjórn að samþykkir tillögu skipulagsnefndar um skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Garðabæjar samhliða breytingum á deiliskipulagi Ása og Grunda sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin skal kynnt almenningi, Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum.
 
 
1709142 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um skilti við Kauptún 1.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um óverulega breytingu á deiliskipulagi Kauptúns vegna uppsetningu á skilti á lóðinni að Kauptúni 1, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga, sbr. 2. mgr. 43. gr. sömu laga.
 
 
1501085 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn lóðarhafa að Gilsbúð 9 um aukið byggingarmagn á lóðinni.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að hafna umsókn lóðarhafa að Gilsbúð 9 um aukið byggingarmagn og stækkun byggingareits á lóðinni.
 
 
1809189 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi uppfærðan deiliskipulagsuppdrátt fyrir Molduhraun.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa til kynningar nýjan og uppfærðan uppdrátt deiliskipulags fyrir Molduhraun.

Fundargerðin sem er 27 tl. er samþykkt samhljóða.
 
2. 1809042F - Fundargerð bæjarráðs frá 2/10 ´18.
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 9. tl., tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi innleiðingu á NPA samningum og fjallaði sérstaklega um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi 9. tl., tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi innleiðingu á NPA samningum og fjallaði sérstaklega um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi að nýju 9. tl. og lagði fram eftirfarandi bókun.

„Garðabæjarlistinn hvetur bæjarstjórn til þess að láta taka út ferðaþjónustu fatlaðs fólks með það að leiðarljósi að gera lífsnauðsynlega þjónustu fatlaðs fólks enn betri.“

Fundargerðin sem er 9 tl. er samþykkt samhljóða.
3. 1809032F - Fundargerð fjölskylduráðs frá 26/9 ´18.
Almar Guðmundsson, ræddi 3. tl., framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar og 4. tl., tillögu um félagslegt húsnæði og stefnumótunarvinnu.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 4. tl., tillögu um félagslegt húsnæði og stefnumótunarvinnu.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi reglur um lögheimili barna.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi reglur um lögheimili barna.

Almar Guðmundsson, ræddi reglur um lögheimili barna Þá ræddi Almar að nýju 4. tl., tillögu um félagslegt húsnæði og stefnumótunarvinnu.

Gunnar Einarsson, ræddi 4. tl., tillögu um félagslegt húsnæði og stefnumótunarvinnu.

Fundargerðin lögð fram.
4. 1809021F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 18/9 ´18.
Björg Fenger, gerði grein fyrir kynningu sem fram fór á fundinum á vegum félagasamtaka á Álftanesi en fundurinn var haldinn í Íþróttamiðstöðinna á Álftanesi. Þá ræddi Björg 6. tl., aðgerðaráætlun gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi og 8. tl., tillögu um hinsegin fræðslu og heilsueflandi samfélag.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 8. tl., tillögu um hinsegin fræðslu og heilsueflandi samfélag og óskaði eftir upplýsingum um stöðu verkefnisins.

Björg Fenger, ræddi 8. tl., tillögu um hinsegin fræðslu og heilsueflandi samfélag og svaraði fyrirspurn.

Harpa Þorseinsdóttir, ræddi að nýju tillögu um hinsegin fræðslu og heilsueflandi samfélag.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 8. tl., tillögu um hinsegin fræðslu og heilsueflandi samfélag.

Björg Fenger, ræddi að nýju 8. tl., tillögu um hinsegin fræðslu og heilsueflandi samfélag.

Fundargerðin lögð fram.
5. 1809024F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 21/9 ´18.
Valborg Ösp Árnadóttir Warén, ræddi afgreiðslur vegna umsókna um styrki og spurði hvort unnið væri samkvæmt ákveðnum reglum við úthlutun styrkja hjá nefndum bæjarins.

Gunnar Einarsson, ræddi sama mál og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.
6. 1808028F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 17/9 ´18.
Fundargerðin lögð fram.
7. 1810002F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 25/9 ´18.
Fundargerðin lögð fram.
8. 1801390 - Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 24/9 ´18.
Fundargerðin lögð fram.
9. 1801146 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21/9 ´18.
Björg Fenger, ræddi 3. tl., vetnisverkefnið á vegum Evrópusambandsins, 4. tl., notkun metans fyrir strætisvagna og 7. tl., önnur mál þar sem til rætt var um auglýsingar á strætisvagna.

Sigurður Guðmundsson, ræddi 4. tl. notkun metans fyrir strætisvagna.

Björg Fenger, ræddi að nýju 4. tl. notkun metans fyrir strætisvagna.

Fundargerðin lögð fram.
10. 1801362 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 21/9 ´18.
Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 2. tl., framleiðslu metans fyrir strætisvagna

Fundargerðin lögð fram.
11. 1805157 - Fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 21/9 ´18.
Gunnar Einarsson, ræddi 3. tl., óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, ræddi 3. tl. óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði.

Fundargerðin lögð fram.
12. 1809225 - Erindi Sorpu bs. um lántöku vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi.
Gunnar Einarsson, kvaddi sér hljóðs og gerði grein fyrir erindi Sorpu bs. um að Garðabær veiti einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veitingu umboðs til að undirrita lánssamning og taka að sér skuldbindingar sem fram koma í lánasamningi vegna láns Sorpu bs. sem tekið er hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Lánssamningur liggur frammi á fundinum.

Gunnar lagði fram eftirfarandi tillögu.

"Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Sorpu bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 750.000.000,- með lánstíma allt að 15 ár, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu á gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Sorpu bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta SORPU bs. sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Garðabær selji eignarhlut í Sorpu bs til annarra opinberra aðila, skuldbindur Garðabær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Gunnari Einarssyni, kt. 250555-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Garðabæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns."

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu um að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Sorpu bs.
13. 1810028 - Tillaga um eflingu lýðræðislegra vinnubragða í tengslum við afgreiðslu á fjárhagsáætlun 2019.
Sigríður Hulda Jónsdóttir, kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu er hún flytur ásamt Almari Guðmundssyni.

"Bæjarstjórn Garðabæjar leggur til að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 verði varið 50 milljónum í verkefni sem verða skilgreind og unnin í samráði við íbúa. Garðabær setji sér vinnureglur um lýðræðisleg vinnubrögð og íbúasamráð undir heitinu ,,Góður Garðabær“. Þar sé meðal annars tiltekið hvernig byggt verður á hugmyndum íbúa varðandi viðhaldsverkefni og/eða nýframkvæmdir og kosningu íbúa á milli skilgreindra verkefna. Áhersla verði lögð á verkefni sem fela í sér aukið öryggi bæjarbúa, efli hreyfi- og leikmöguleika eða hafi jákvæð áhrif á nærumhverfi. Markmiðið er að efla með markvissum hætti lýðræðisleg vinnubrögð í sveitarfélaginu og verja fé til framkvæmda sem byggir á forgangsröðun íbúanna sjálfra."

Greinargerð:
Garðabær var fyrst íslenskra sveitarfélaga til að setja sér lýðræðisstefnu árið 2010. Æ síðan hefur íbúasamráð skipað veigamikinn sess í störfum bæjarins. Má í því sambandi nefna mikla áherslu á opna íbúa-, samráðs- og kynningarfundi um málefni sem eru til umræðu hvað varðar bæjarfélagið í heild eða um það sem snertir einstök hverfi.
Undir heitinu ,,Góður Garðabær“ mun Garðabær með markvissum hætti skilgreina leiðir til að auka enn frekar íbúasamráð, m.a. með því að íbúar skilgreini sjálfir verkefni og kjósi síðan um hvaða verkefni eiga að hljóta framgang. Þannig verði leitað til bæjarbúa varðandi hugmyndir að nýframkvæmdum og/eða viðhaldsverkefnum með áherslu á öryggi bæjarbúa, hreyfi- og leikmöguleika og aukin lífsgæði í nærumhverfi og hverfum. Einnig verði lögð áhersla á að verkefnin efli bæjarbraginn í heild sinni.
Tillagan felur í sér að þegar á næsta ári verði stigið skref í þessa átt með því að verja hæfilegri fjárhæð í málið sem hægt verður að hækka eftir því sem betri reynsla fæst á vinnulag og árangur.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi framlagða tillögu og lýsti yfir stuðningi við tillöguna.

Almar Guðmundsson, ræddi framlagða tillögu.

Sara Dögg Svanhildardóttir ræddi framlagða tillögu og lýsti yfir stuðningi við tillöguna.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi framlagða tillögu.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu.
14. 1809198 - Erindi Miðflokksins um tilnefningu áheyrnarfulltrúa í nefndir og ráð.
Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs og lýsti yfir stuðningi við erindið.

Gunnar Einarsson, kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu um afgreiðslu málsins.

"Bæjarstjórn hafnar erindinu þar sem skýrt er kveðið á um það í 50. gr. sveitarstjórnalaga að heimild til að tilnefna áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum er bundið við framboðsaðila sem fulltrúa á í bæjarstjórn".

Guðfinnur Sigurvinsson, kvaddi sér hljóðs um framkomið erindi.

Sigurður Guðmundsson, kvaddi sér hljóðs um framkomið erindi.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, kvaddi sér hljóðs um framkomið erindi.

Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs að nýju og lagði fram bókun:

"Garðabæjarlistinn styður ósk Miðflokksins um seturétt í þeim nefndum sem óskað er eftir í erindi flokksins. Það er fullkomlega í anda þeirra lýðræðislegu vinnubragða sem Garðabæjarlistinn talar fyrir í stefnu sinni. Það er fullkomlega eðlilegt að fulltrúar flokka sem ekki ná inn kjörnum fulltrúa en ná fylgi sem færir þeim fjármagn til að halda uppi starfsemi hafi þann seturétt."

Guðfinnur Sigurvinsson, kvaddi sér hljóðs að nýju.

Almar Guðmundsson, kvaddi sér hljóðs um framkomið erindi.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu um að hafna erindi Miðflokksins um tilnefningu áheyrnarfulltrúa með átta atkvæðum (SG,ÁHJ,SHJ,JS,AG,BF,GE,GS) gegn þremur (SDS,HÞ,VÖÁW).
15. 1809328 - Tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 773/2013.
Gunnar Einarsson, kvaddi sér hljóðs og gerði grein fyrir tillögu um breytingu á 55. gr. samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 773/2013.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn, sbr. 1. tl., 1. mgr. 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
16. 1810054 - Tillaga um systkinaafslátt í íþrótta- og tómstundastarfi.
Harpa Þorsteinsdóttir, kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu.

"Garðabæjarlistinn leggur til að það verði gert ráð fyrir fjármagni í verkefnið Systkinaafsláttur í íþrótta- og tómstundastarf við fjárhagsáætlunargerðina og styðja þannig frekar við barnafjölskyldur til þess að mæta kostnaði við að innleiða systkinaafslátt."

Greinagerð.
Við leggjum áherslu á mikilvægi þess að sú tillaga sem áður hefur verið lögð fram um systkina- eða fjölgreinaafslátt verði tekin áfram til úrvinnslu. Það er mikilvægt að farið verði í þá vinnu að finna flöt á því með hvaða hætti er hægt að styðja við barnafjölskyldur sem og ekki síður að sýna í verki að Garðabær leggur metnað í að fylgja eftir sáttmála um heilsueflandi samfélag á sem flestum sviðum.
Það er ljóst að til að mynda Stjarnan ein og sér getur ekki staðið undir þeim kostnaði sem hlýst af því að veita systkinaafslátt miðað við núverandi rekstrargrundvöll og því mikilvægt að það sé gert ráð fyrir að leitað verði leiða til þess að mæta barnafjölskyldum sem bera mikinn kostnað af íþrótta- og tómstundaiðkun barna sinna.
Með þessum hætti erum við að styrkja börnin í bænum við að iðka íþróttir, létta undir með barnafjölskyldum og vinna í að efna kosningaloforð sem var lagt fram af báðum þeim framboðum sem sitja hér við borðið. Þannig er ríkuleg ástæða að gera ráð fyrir þeim kostnaði sem það kann að hafa í för með sér.

Björg Fenger, ræddi framlagða tillögu.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi að nýju framlagða tillögu.

Gunnar Einarsson, ræddi framlagða tillögu.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi framlagða tillögu.

Gunnar Einarsson, kvaddi sér hljóð og lagði til að vísa framlagðri tillögu til bæjarráðs og til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa framlagðri tillögu til bæjarráðs og til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
17. 1810055 - Tillaga um að draga úr plastmengun í rekstri Garðabæjar og stofnana á vegum bæjarins.
Guðfinnur Sigurvinsson, kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögur sem hann flytur fyrir hönd allra bæjarfulltrúa.

"Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir að fela umhverfisnefnd og tækni- og umhverfissviði bæjarins að hefja vinnu við undirbúning sem miðar að því að koma í veg fyrir og draga sem mest úr plastmengun í rekstri sveitarfélagsins og stofnana á vegum þess."

Greinargerð:
Plastmengun hafsins er ein alvarlegasta umhverfisvá samtímans og geta sveitarfélög ekki skorast undan þeirri ábyrgð að stuðla að lausn vandans enda möguleikar nærsamfélagsins til þess miklir. Garðabær vill vera leiðandi sveitarfélag á þessu sviði sem og á öðrum sviðum umhverfisverndar og grænni valkosta í rekstri.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi framlagða tillögu.

Jóna Sæmundsdóttir, ræddi framlagða tillögu.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi framlagða tillögu.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).