Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
1. (1862). fundur
08.01.2019 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Jóna Sæmundsdóttir varamaður, Björg Fenger varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Katrín Friðriksdóttir forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1808017 - Dýjagata 15 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Höskuldi Erni Arnarsyni, kt. 040380-5749 leyfi til að byggja einbýlishús að Dýjagötu 15.
2. 1901022 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi fyrir gististað að Blikastíg 18.
Afgreiðslu frestað.
3. 1811002 - Umsagnarbeiðni um umsókn um leyfi fyrir gististað að Blikastíg 19
Með bréfi, dags. 5. desember sl. var íbúum við Blikastíg 13, 15 og 17 gefinn kostur á að tjá sig um umsóknina. Engar athugasemdir hafa verið gerðar. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að umbeðið leyfi verði veitt.
4. 1812002 - Tilkynning frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi nýja reglugerð um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins um málefni sveitarfélaga, dags. 03.01.18.
Lögð fram.
5. 1812062 - Samkomulag um að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga kjarasamningsumboð.
Bæjarráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir sína hönd við eftirfarandi stéttarfélög.

Félag grunnskólakennara, Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Skólastjórafélag Íslands, Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Fræðagarður, Iðjuþjálfafélag Íslands, Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarf. bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélag lögfræðinga, Þroskaþjálfafélag Íslands, Starfsmannafélag Garðabæjar, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Verkalýðsfélagið Hlíf, SFR stéttarfélag í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélag Íslands.
6. 1812226 - Bréf Umhverfisstofnunar varðandi tilnefningu fulltrúa umhverfis- og náttúrverndarnefndar í vatnasvæðanefnd, dags. 14.12.18.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Jónu Sæmundsdóttur eða Guðfinn Sigurvinsson sem fulltrúa Garðabæjar í vatnasvæðanefnd en forstjóri umhverfistofnunar mun skipa annaðhvort þeirra sem fulltrúa í nefndina með vísan til 15. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu karla og kvenna.
Óskað er eftir að sveitafélagið Garðabær tilnefni fulltrúa umhverfis-eða náttúrverndarnefndar í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerðar 935/2011 um stjórn vatnamála.pdf
7. 1812242 - Bréf Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins um styrk, dags. 20.12.18.
Bæjarráð vísar bréfinu til úthlutunar styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.
Beiðni um styrk.pdf
8. 1811105 - Ákvörðun kærunefndar útboðsmála vegna kæru Sporthallarinnar á niðurstöðu útboðs á aðstöðu fyrir líkamsrækt í Ásgarði, dags. 20.12.18.
Lögð fram ákvörðun kærunefndar útboðsmála þar sem fram kemur í ákvörðunarorði að útboð Garðabæjar varðandi aðstöðu fyrir líkamsrækt í Ásgarði er stöðvað um stundarsakir.
Ákv.201218.pdf
9. 1812265 - Tilkynning úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um kæra vegna breytinga á deiliskipulagi Bæjargarðs, dags. 28.12.18.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gæta hagsuma bæjarins í málinu.
Tilkynning um stjórnsýslukæru 149/2018.pdf
10. 1812264 - Tilkynning úrskurðarnefndar umhverfis- og útboðsmála um kæra á byggingarleyfi vegna ljósamastra á gervigrasvelli í Bæjargarði, dags. 28.12.18.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gæta hagsuma bæjarins í málinu.
11. 1812263 - Tilkynning úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um kæru á byggingarleyfi fyrir uppsetningu girðingar við gervigrasvöll í Bæjargarði, dags. 28.12.18.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gæta hagsuma bæjarins í málinu.
Tilkynning um stjórnsýslukæru 151/2018 - fyrirspurn, upplýsingar um verktaka.pdf
12. 1806461 - Tillaga um viðmiðunarfjárhæðir vegna niðurfellingar eða lækkunar fasteignasktts og holræsagjalds elli- og örorkulífeyrisþega.
Eftirfarandi tillaga samþykkt.

Einstaklingar með tekjur árið 2017 allt að kr. 5.200.000 greiða ekki fasteignaskatt og holræsagjald.
Afsláttur lækkar um 1% við hækkun tekna um kr. 5.000 og fellur niður ef tekjur fara yfir kr. 5.700.000.

Hjón með tekjur árið 2017 allt að kr. 6.650.000 greiða ekki fasteignaskatt og holræsagjald. Afsláttur lækkar um 1% við hækkun tekna um 13.000 og fellur niður ef tekjur fara yfir kr. 7.950.000.

13. 1812275 - Erindisbréf fyrir neyðarstjórn Garðabæjar.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf fyrir neyðarstjórn Garðabæjar.
ERINDISBRÉF - 2018-2022 (i).pdf
14. 1707104 - Drög að húsnæðisáætlun Garðabæjar 2018-2025.
Lögð fram tillaga Garðabæjarlistans sem fram kom að fundi bæjarstjórnar 20. desember sl.

Bæjarráð vísar húsnæðisáætlun Garðabæjar ásamt tillögu Garðabæjarlistans til umfjöllunar fjölskylduráðs.
15. 1901036 - Bréf hestamannafélagsins Spretts varðandi uppbyggingu hesthúsabyggðar á Kjóavöllum, 20.12.2018.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir vinnu við undirbúning að úthlutun hesthúsalóða á Kjóavöllum en verið er að vinna við hönnun gatna o.fl.

Bæjarráð telur eðlilegt að úthlutun lóða og framkvæmdir við gatnagerð verði á vegum bæjarins.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri ræði við fulltrúa stjórnar Spretts um samráð varðandi uppbyggingu hesthúsabyggðar á Kjóavöllum.
Gatnagerð Kjóavöllum 2018.pdf
16. 1901027 - Bréf starfshóps á vegum Alþingis um endurskoðun kosningalaga, dags. 19.12.18.
Lagt fram.
Bréf starfshóps á vegum Alþingis um endurskoðun kosningarlaga - óskað athugasemda.pdf
17. 1808350 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, dags. 04.01.19
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu svæðisskipulagsnefndar um að auglýst verði tillaga að breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 er varðar legu vaxtarmarka á milli þéttbýlis og dreifbýlis á Álfsnesi. Með breytingunni verður rými fyrir uppbyggingu og þróun efnisvinnslusvæðis sem staðsett yrði við jaðar núverandi iðnaðarsvæðis á Álfsnesi. Tillagan verður auglýst ásamt umhverfisskýrslu, breytingartillögum og umsögn við innkomnum athugasemdum í samræmi við 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Samþykkt tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðinsins til auglýsingar -Gb.pdf
18. 1810191 - Afgreiðsla íþrótta- og tómstundaráðs um styrk til rafíþróttaklúbbs Garðalundar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu íþrótta- og tómstundaráðs um að veita rafíþróttaklúbbi Garðalundar styrk að fjárhæð kr. 250.000.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).