Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
4. (1865). fundur
29.01.2019 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Gunnar Valur Gíslason varamaður, Björg Fenger varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1901326 - Íbúakönnun - þjónusta sveitarfélaga 2018 - kynning.
Á fund bæjarráðs mætti Matthías Þorvaldsson, starfsmaður GI rannsókna ehf. og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum þjónustukönnunar meðal íbúa á árinu 2018 sem í öllum meginatriðum er jákvæð í helstu málaflokkum. Bæjarráð samþykkir að vísa þjónustukönnuninni til umfjöllunar nefnda.
2. 1901218 - Kinnargata 14 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Emil Hallfreðssyni, kt. 290684-2189 leyfi til að stækka núverandi einbýlishús að Kinnargötu 14.
3. 1706130 - Mávanes 21 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Byco Assert Ltd, kt. 560810-9700 leyfi til að stækka núverandi einbýlishús að Mávanesi 21.
4. 1901303 - Bréf Skátafélagsins Vífils og Hjálparsveitar skáta varðandi lækkun fasteignagjalda árið 2019, dags. 18.01.19.
Bæjarráð samþykkir að veita skátafélögunum styrk að fjárhæð kr. 3.638.150 til greiðslu fasteignagjalda 2019.
Fasteignagjöld bréf.pdf
5. 1901331 - Bréf Sorpu bs varðandi hugsanlega sameiningu Sorpu og Kölku, dags. 18.01.19.
Bæjarráð óskar eftir að fulltrúar Sorpu bs. og fulltrúar Capacent komi á fund bæjarráðs og kynni málið nánar.
Bréf framkvæmdastjóra Sorpu
6. 1901332 - Bréf frá ungu fólki úr Garðabæ um úthlutun lóða, dags. 16.01.18.
Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar bæjarstjóra.
Ungt fólk og lóðaúthlutanir í Garðabæ, bréf og undirskriftarlisti
7. 1711130 - Bréf Þjóðskjalasafns Íslands varðandi skýrslu um skjalavörslu og skjalastjórn sveitarfélaga, dags. 15.01.19.
Lagt fram.

Bæjarráð áréttar að í starfsemi Garðabæjar er unnið samkvæmt skjalastefnu þar sem fram kemur að meðferð og varsla skjala skuli ávallt vera í samræmi við lög og reglugerðir.
Skýrsla um niðurstöðu eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands.
skyrsla_sveitarfelog_2018_lokautgafa.pdf
8. 1901349 - Bréf UMF Álftaness varðandi ósk um aukið fjárframlag til uppbyggingar aðstöðu og íþróttastarfs, dsgs. 20.01.19.
Forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir viðræðum við forsvarsmenn UMFÁ þar sem meðal annars var rætt um uppbyggingu og endurbætur á íþróttaaðstöðu á Álftanesi.

Bæjarráð vísar bréfinu til fræðslu- menningarsviðs og til meðferðar við undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020. Bæjarstjóra falið að svara bréfinu.
Bréf til bæjarstjórnar frá stjórn UMF Álftanes.pdf
9. 1810375 - Afgreiðsla umhverfisnefndar varðandi friðlýsingu á náttúruvættinu Búrfelli, Búrfellsgjá og eystri hluta Selgjár.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu umhverfisnefndar um að leitað verði eftir því við Umhverfisstofnun að hafinn verði undirbúningur að því að friðlýsa Búrfell, Búrfellsgjá og eystri hluta Selgjár sem náttúrvætti en fyrri ákvörðun um friðlýsingu var felld niður með auglýsingu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins nr. 380 frá 25. apríl 2016.
10. 1901384 - Tölvupóstur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis varðandi frumvarp til laga um ráðstafanir til uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, dags. 23.01.19.
Lagður fram.
11. 1811339 - Afgreiðsla skólanefndar varðandi tillögu að breytingu á Þróunarsjóði grunnskóla.
Bæjarráð samþykkir tillögu skólanefndar nýjan málslið við 6. gr. sem verður 4 ml. og hljóðar svo:

„Verkefni sem fá styrk úr þróunarsjóði geta verið tilnefnd til viðurkenningar eða verðlauna á Menntadegi Garðabæjar.“
Reglur um þróunarsjóð grunnskóla.docx
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).