Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
5. (1866). fundur
05.02.2019 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Björg Fenger varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Sunna Stefánsdóttir samskipta- og kynningarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1806461 - Fjárhagsáætlun 2019 - lántaka.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu um lántöku, hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 500.000.000, verðtryggt með 2,45% föstum vöxtum. Lánið er jafngreiðslulán til 15 ára. Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2. 1811129 - Ársreikningur Garðabæjar 2018 - afskriftir viðskiptakrafna.
Bæjarráð samþykkir tillögu um afskriftir viðskiptakrafna samkvæmt framlögðum lista samtals að fjárhæð kr. 3.905.722.
3. 1703267 - Endurgreiðsla á framlögum til Brúar - lífeyrissjóðs.
Bæjarstjóri kynnti samkomulag við Brú lífeyrissjóð um endurgreiðslu á framlagi Garðabæjar að fjárhæð kr. 10.000.000, sem greitt var sjóðnum á árinu 2018 vegna Ísafoldar
Garðabær 31012019.pdf
4. 1901394 - Tilkynning frá félagsmálaráðuneytinu varðandi skýrsla um kjör aldraðra, dags. 24.01.19.
Lögð fram.
Skyrsla-kjor-aldradra-desember2018.pdf
Tilkynning frá félagsmálaráðuneytinu um sérstakan viðbótarstuðning fyrir aldraða, dags. 24.01.2019.pdf
5. 1812081 - Niðurstöður átakshóps um húsnæðismál, dags. 19.01.19.
Lagðar fram.
A_taksho_pur - tillo_gur.pdf
6. 1901343 - Tilkynning frá félagsmálaráðuneytinu varðandi skýrslu velferðarvaktarinnar, dags. 22.01.19.
Lögð fram.
Stoduskyrsla_velferdarvaktar_2017-2018_22012019 (1).pdf
Tilk frá félagsmálaráðuneytinu um skýrslu Velferðarvaktarinnar, dags. 22.01.2019.pdf
7. 1807047 - Bréf forsætisráðherra varðandi kynningu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, dags. 28.01.19.
Lagt fram bréf forsætisráðherra með hvatningu um að sveitarfélög innleiði heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sinni og nýti þau sem leiðarljós í stefnumótun.
Bréf forsætisráðuneytis, dags. 28.01.19..pdf
8. 1901419 - Bréf Sambands ísl. sveitarfélaga um boðun XXXIII. landsþings sambandsins, dags. 29.01.19.
Í bréfinu boðar Samband íslenskra sveitarfélaga til XXXIII. landsþings sambandsins föstudaginn 29. mars nk.
Boðun XXXIII. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.pdf
9. 1902009 - Bréf Alþingis varðandi tillögu að þingsályktun um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna í íslensku samfélagi, dags. 31.01.19.
Lagt fram
Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum upprunar til þátttöku í íslensku samfélagi.pdf
10. 1902010 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdasjóður aldraðra), dags. 31.01.19.
Lagt fram.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra.pdf
11. 1902011 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), dags. 31.01.19.
Lagt fram.
Frumvarp til aga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórnar..pdf
Frétt Sambandsins 04.02.2019.pdf
12. 1902014 - Bréf Garðaálfa um styrk til kórs eldri borgara á Álftanesi, dags. 31.01.19.
Bæjarráð vísar bréfinu til úthlutunar styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2019 sem fram fer í mars/apríl.
Umsókn v. kórs Garðálfa.pdf
13. 1901462 - Bréf Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar varðandi niðurfellingu fasteignagjalda 2019, dags. 31.01.19.
Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar styrk að fjárhæð kr. 8.457.051 til greiðslu fasteignagjalda árið 2019.
Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda - 2018.pdf
14. 1901397 - Bréf UMF Stjörnunnar um niðurfellingu fasteignagjalda 2019, dags. 28.01.19.
Bæjarráð samþykkir að veita UMF Stjörnunni styrk að fjárhæð kr. 1.843.225 til greiðslu fasteignagjalda árið 2019.
beiðni um greiðslu fasteignagjalda19.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:15. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).