Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
6. (1867). fundur
12.02.2019 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Sigurður Guðmundsson aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Hildigunnur Árnadóttir félagsráðgjafi, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1901331 - Bréf Sorpu bs. varðandi hugsanlega sameiningu Sorpu bs. og Kölku, dags. 18.01.19.
Á fund bæjarráðs mættu Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu bs. og Snædís Helgadóttir og Þröstur Sigurðsson, ráðgjafar hjá Capacent. Gerðu þau grein fyrir skýrslu sem liggur fyrir um hugsanlega sameiningu Sorpu bs. og Kölku.

Bæjarfulltrúarnir Jóna Sæmundsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir sátu fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið
Bréf framkvæmdastjóra Sorpu.pdf
2. 1808155 - Hæðarbyggð 22 -Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Lovísu Ólafsdóttur, kt. 300875-4169 leyfi til að breyta innra skipulagi núverandi einbýlishúss að Hæðarbyggð 22.
3. 1902092 - Bréf Íbúðalánasjóðs varðandi húsnæðisáætlanir sveitarfélaga, ódags.
Lagt fram bréf Íbúðalánasjóðs þar sem vakin er athygli á ákvæði reglugerðar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga þar sem fram kemur að sveitarfélögum beri að skila húsnæðisáætlunum til Íbúðalánasjóðs fyrir 1. mars 2019.
Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga.pdf
4. 1901467 - Bréf Skógræktarfélags Reykjavíkur varðandi öryggis- og upplýsingamál í Heiðmörk, dags. 29.01.19.
Bæjarráð tekur jákvætt í verkefnið og vísar því á þessu stigi til umfjöllunar umhverfisnefndar.
Heiðmörk - skiltagerð- áætlun - 2018-02-12.pdf
Bæjarráð Garðabæjar - öryggi.pdf
5. 1902089 - Bréf Hestamannafélagsins Spretts varðandi niðurfellingu fasteignagjalda 2019, dags. 07.02.19.
Bæjarráð samþykkir að veita Hestamannafélaginu Spretti styrk að fjárhæð kr. 2.054.773 til greiðslu fasteignagjalda af reiðskemmu árið 2019.
Umsókn til Garðabæjar vegna styrks fyrir fasteignagjöldum 2019 - undirritað.pdf
6. 1902040 - Bréf Bessastaðasóknar varðandi niðurfellingu fasteignagjalda 2019, dags. 29.01.19.
Bæjarráð samþykkir að veita Bessastaðasókn styrk að fjárhæð kr. 255.215 til greiðslu fasteignagjalda af safnaðarheimili árið 2019.
Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda 2019.pdf
7. 1902044 - Bréf Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa varðandi niðurfellingu fasteignagjalda 2019, dags. 04.02.19.
Bæjarráð samþykkir að veita Styrktar- og líknarsjóði Oddfellowa styrk að fjárhæð kr. 1.866.519 til greiðslu fasteignagjalda af golfskála árið 2019.
2019 Garðabær v. fasteingagjalda Urriðavatns.pdf
8. 1902037 - Bréf Hagstofu Íslands varðandi skráningu á lausum störfum o.fl., dags. 30.01.19.
Lagt fram.
Starfaskráning.pdf
9. 1812139 - Endurnýjun samnings við Hjálparsveit skáta í Garðabæ.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að nýjum samstarfsamningi við Hjálparsveit skáta í Garðabæ.
Hjálparsveit skáta, dags. jan 2019 - drög (i).pdf
10. 1902074 - Bréf Nordjobb um sumarstörf 2019, dags. 01.02.19.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjóra.
Bréf Nordjobb um sumarstörf 2019, dags. 01.02.19..pdf
12. 1902093 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga 495. mál., dags. 06.02.19.
Lagt fram.
13. 1902094 - Bréf Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál., dags. 07.02.19.
Lagt fram.
Tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál. .pdf
14. 1902050 - Svar við fyrirspurn um niðurgreiðslur á fæði fyrir eldri borgara.
Lagt fram svar við fyrirspurn um niðurgreiðslur á fæði fyrir eldri borgara.
Svar við fyrirspurn, dags. 11.02.2019.pdf
15. 1902049 - Svar við fyrirspurn um vöru- og þjónustukaup 2018.
Lagður fram listi yfir 100 stærstu viðskiptamenn bæjarins árið 2018 eða sem nemur 85% af öllum greiðslum vegna vöru- og þjónustukaupa árið 2018.
100 veltumestu lánadrottnar 2018 (i).pdf
16. 1902069 - Úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjárhag Garðabæjar.
Bæjarstjóri kynnti drög að samningi við HLH ehf. vegna úttektar á stjórnsýslu, rekstri og fjárhag bæjarins.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum (ÁHJ,SHJ,SG,AG) að ganga til samninga við HLH ehf. um úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjárhag bæjarins. Í samningnum kemur fram að gert er ráð fyrir að drög að skýrslu liggi fyrir í byrjun júní 2019.

Ingvar Arnarson greiðir atkvæði gegn samþykkt samnings við HLH ehf. um úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjárhag bæjarins
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).