Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
2. fundur
13.02.2019 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Kjartan Örn Sigurðsson varamaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Anna María Guðmundsdóttir þjónustufulltrúi, Sólveig Helga Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1709351 - Álftanes-Miðsvæði. Deiliskipulag
Lagðar fram tillögur að deiliskipulagi 5 svæða sem teljast til miðsvæðis á Álftanesi að lokinni auglýsingu en fresti til að skila inn athugasemdum lauk 7.febrúar. Svæðin eru: Breiðamýri, Krókur, Helguvík,Kumlamýri og Skógtjörn(fundarliðir 2-6).
Lagðar fram þær athugasemdir sem borist hafa. Erindin eru 24 talsins og hefur vel á fimmta hundrað manns undirritað erindin.
Athugasemdir eru gerðar við allar tillögurnar.
Ennfremur lagðar fram umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti og HS-Veitum.
Athugasemdum og umsögnum vísað til úrvinnslu hjá tækni-og umhverfissviði. Öllum athugasemdum verður svarað formlega á síðari stigum málsins.
2. 1811131 - Skipulag - Breiðamýri Álftanesi, deiliskipulag.
Sjá bókun við fundarlið nr. 1.
3. 1811132 - Skipulag - Krókur Álftanesi, deiliskipulag
Sjá bókun við fundarlið nr. 1.
4. 1811133 - Skipulag - Helguvík Álftanesi, deiliskipulag
Sjá bókun við fundarlið nr. 1.
5. 1811135 - Skipulag - Kumlamýri Álftanesi, deiliskipulag
Sjá bókun við fundarlið nr. 1.
6. 1811134 - Skipulag - Skógtjörn Álftanesi, deiliskipulag
Sjá bókun við fundarlið nr. 1.
7. 1606034 - Hafnarfjarðarv/Vífilsstaðav. Endurbætur gatnamóta.
Lagðar fram tillögur að bráðabirgðaendurbótum Hafnarfjarðarvegar sem unnar hafa verið af Vegagerðinni í samráði við Garðabæ. Einnig lagðar fram tillögur að breytingum 5 deiliskipulagsáætlana sem ráðist er í vegna tillagna að endurbótum(Sjá fundarliði 10-15). Tillögurnar hafa verið forkynntar og haldinn var íbúafundur í Flataskóla þann 9. janúar sem var vel sóttur. Fundargerð fundarins lögð fram. Frestur til að skila inn ábendingum var til 28. janúar og alls bárust 10 erindi sem hafa verið send til ráðgjafa og Vegagerðarinnar til úrvinnslu. Á fundi skipulagsstjóra og annarra starfsmanna tækni-og umhverfissviðs með Skipulagsstofnun þann 16.janúar sl. þá mælti stofnunin með því að unnið verði deiliskipulag fyrir Hafnarfjarðarveg sem gerir ráð fyrir ofangreindum tillögum að bráðabirgðaendurbótum jafnvel þó að hún væri ekki samræmi við markmið aðalskipulags um mislæg gatnamót og vegstokk. Því er nú lögð fram tillaga að deiliskipulagi Hafnarfjarðarvegar sem gerir ráð fyrir bráðabirgðaendurbótum. Um afgreiðslu málsins vísast til bókana við fundarliði 10-15.
8. 1902117 - Hafnarfjarðarvegur, stofnbraut, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Hafnarfjarðarvegar frá gatnamótum við Vífilsstaðaveg og að gatnamótum við Lyngás/Lækjarfit. Tillagan gerir ráð fyrir umferðarskipulagi í samræmi við tillögur að bráðabirgðaendurbótum Hafnarfjarðarvegar sem unnar hafa verið af Vegagerðinni í samráði við Garðabæ. Einnig lagðar fram tillögur að breytingum 5 deiliskipulagsáætlana sem ráðist er í vegna tillagna að endurbótunum(Sjá fundarliði 11-15). Tillögurnar hafa verið forkynntar og haldinn var íbúafundur í Flataskóla þann 9. janúar sem var vel sóttur. Frestur til að skila inn ábendingum var til 28. janúar og alls bárust 10 erindi sem hafa verið send til ráðgjafa og Vegagerðarinnar til úrvinnslu. Á fundi skipulagsstjóra og annarra starfsmanna tækni-og umhverfissviðs með Skipulagsstofnun þann 16. janúar sl. þá mælti stofnunin með því að unnið verði deiliskipulag fyrir Hafnarfjarðarveg sem gerði ráð fyrir ofangreindum tillögum að bráðabirgðaendurbótum jafnvel þó að hún væri ekki samræmi við markmið aðalskipulags um mislæg gatnamót og vegstokk. Því er nú lögð fram tillaga að deiliskipulagi Hafnarfjarðarvegar sem gerir ráð fyrir bráðabirgðaendurbótunum. Þar sem að tillagan er að öllu leyti í samræmi við þær tillögur að endurbótum sem forkynntar hafa verið þá lítur skipulagsnefnd svo á að deiliskipulagstillaga þessi hafi hlotið forkynningu sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um leið er lögð fram tillaga þess efnis að hafinn verði undirbúningur aðalskipulagsbreytingar sem verði sett fram sem rammahluti aðalskipulags og nái til Hafnarfjarðarvegar og Lyngáss. Sú aðalskipulagsbreyting verði til grundvallar þegar deiliskipulag Hafnarfjarðarvegar verður fullunnið í samræmi við aðalskipulag.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
9. 1902118 - Hafnarfjarðarvegur-Lyngás- Rammahluti aðalskipulags
Skipulagsnefnd leggur til að hafinn verði undirbúningur að mótun tillögu að breytingu aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem sett verði fram sem rammahluti aðalskipulags og byggir á því rammaskipulagi sem samþykkt var í bæjarstjórn árið 2017. Sú breyting verði til grundvallar þegar breytingartillaga að deiliskipulagi Hafnarfjarðarvegar verður mótuð. Sjá enfremur bókun við fundarlið 8.
10. 1305618 - Vífilsstaðavegur og Bæjarbraut, deiliskipulag.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Vífilsstaðavegar og Bæjarbrautar að lokinni forkynningu. Frestur til að skila inn ábendingum var til 28. janúar. Ein ábending barst sem snýr að útfærslu á hringtorgi við Litlatún/Flataskóla.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skoða skal sérstaklega útfærslu á hringtorginu á auglýsingartíma og skoða hvort aðrir valkostir komi til greina.
11. 1711133 - Ásgarður, dsk breyting vegna hringtorgs
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Ágarðs sem gerir ráð fyrir breytingu við gatnamót Vífilsstaðavegar og aðkomu að Flataskóla. Tillagan er til samræmis við tillögu að deiliskipulagi Vífilsttaðavegar og Bæjarbrautar sem er nú vísað í auglýsingu samhliða. Forkynning tillögunnar hefur farið fram og kynningarfundur var haldinn þann 9. janúar sl sem var vel sóttur. Vísast til bókunar við fundarlið nr. 10 varðandi ábendingu sem borist hefur.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12. 1711135 - Miðbær, neðsta svæði (svæði III), dsk br minnkun svæðis
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Miðbæjar, neðstasvæðis (svæði III). Tillagan er til samræmis við tillögu að deiliskipulagi Hafnarfjarðarvegar sem er nú vísað í auglýsingu samhliða. Deiliskipulagssvæðið minnkar sem nemur því svæði sem sú deiliskipulagstillaga nær til. Forkynning tillögunnar hefur farið fram og kynningarfundur var haldinn þann 9. janúar sl sem var vel sóttur. Frestur til að skila inn ábendingum var til 28. janúar og alls bárust 10 erindi sem lögð eru fram á fundinum. Hafa verið send til ráðgjafa og Vegagerðarinnar til úrvinnslu. Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
13. 1711132 - Hörgatún 2, dsk breyting vegna hringtorgs
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Hörgatúns 2 að lokinni forkynningu. Frestur til að skila inn ábendingum var til 28. janúar. Ein ábending barst sem snýr að útfærslu á hringtorgi við Litlatún/Flataskóla og framtíðarsýn skipulagsyfirvalda um uppbyggingu á svæðinu milli miðbæjar við Garðatorg og Hafnarfjarðarvegar.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Skoða skal sérstaklega útfærslu á hringtorginu á auglýsingartíma og skoða hvort aðrir valkostir komi til greina. Móta skal tillögur að breytingum á lóðinni Hörgatún 2 í samráði við lóðarhafa.
14. 1711137 - Ásar og Grundir, dsk br., minnkun svæðis.
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Ása og Grunda. Tillagan er til samræmis við tillögu að deiliskipulagi Hafnarfjarðarvegar sem er nú vísað í auglýsingu samhliða. Forkynning tillögunnar hefur farið fram og kynningarfundur var haldinn þann 9. janúar sl sem var vel sóttur. Frestur til að skila inn ábendingum var til 28. janúar og alls bárust 10 erindi sem lögð eru fram á fundinum. Hafa þau verið send til ráðgjafa og Vegagerðarinnar til úrvinnslu. Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15. 1711136 - Hraunsholt eystra, dsk br, minnkun svæðis.
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hraunsholts eystra. Tillagan er til samræmis við tillögu að deiliskipulagi Hafnarfjarðarvegar sem er nú vísað í auglýsingu samhliða. Forkynning tillögunnar hefur farið fram og kynningarfundur var haldinn þann 9. janúar sl sem var vel sóttur. Frestur til að skila inn ábendingum var til 28. janúar og alls bárust 10 erindi sem lögð eru fram á fundinum. Hafa þau verið send til ráðgjafa og Vegagerðarinnar til úrvinnslu. Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
16. 1710083 - Lyngássvæði, deiliskipulag L1 og L2
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Lyngássvæðis L1 og L2 sem nær til svæðis sem afmarkast að Ásabraut, Lyngási og Stórási. Forkynning tillögunnar hefur farið fram og kynningarfundur var haldinn þann 9. janúar sl sem var vel sóttur. Frestur til að skila inn ábendingum var til 28. janúar og alls bárust 8 erindi sem lögð eru fram á fundinum.
Ábendingum vísað til úrvinnslu hjá deiliskipulaghöfundum og tækni-og umhverfissviði. Þar sem hér er um forkynningu að ræða í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þá verður ábendingum ekki svarað með formlegum hætti en þær verða liður í mótun tillögunnar.
17. 1805161 - Haukanes 10 -Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um breytingu deiliskipulags Arnarness sem nær til lóðarinnar Haukanes 10. Núverandi svalir ná 2,7 m út fyrir byggingarreit. Svalir samkvæmt tillögu ná 3,8 m út fyrir byggingarreit. Fjarlægð byggingarreits frá lóðarmörkum er 8 m.
Þar sem að tillagan gerir ráð fyrir því að gengið verði inn á það rými sem gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir að sé óbyggt er tillögu að stækkun svala hafnað. Tillaga að útitröppum út fyrir byggingareit metin sem óveruleg breyting á deiliskipulagi og er henni vísað til grenndarkynningar eigenda Haukaness 8 og 12.
Lúðvík Steinarsson vék af fundi undir þessum lið.
18. 1810071 - Hljóðvist
Bæjarverkfræðingur gerir grein fyrir endurskoðun Aðgerðaráætlunar um hljóðvist í Garðabæ.
19. 1901326 - Íbúakönnun - þjónustukönnun 2018
Lögð fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).