Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd Garðabæjar
10. fundur
13.03.2019 kl. 08:00 kom umhverfisnefnd Garðabæjar saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður, Guðfinnur Sigurvinsson aðalmaður, Hrönn K. Sch. Hallgrímsdóttir aðalmaður, Páll Magnús Pálsson aðalmaður, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Linda Björk Jóhannsdóttir garðyrkjufræðingur, Guðbjörg Brá Gísladóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðbjörg Brá Gísladóttir verkefnastjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1902106 - Friðlýsingar - samstarf við Umhverfisstofnun
Halldóra Hreggviðsdóttir og Þóra Kjarval frá Alta og Hlöðver Kjartansson lögræðilegur ráðgjafi landnýtingarnefndar styrktar- og lýknarsjóðs Oddfellowa kynntu tillögur að nýtingu og friðlýsingu Urriðakotshrauns sem fólkvang. Umhverfisnefnd leggur áherslu á að fyrirhugaður fólkvangur nýtist öllum og að ekki verði óafturkræft rask á svæðinu.
2. 1903105 - Húsasorpsrannsókn orkutunna og gámur66 2018
Bjarni Gnýr Hjarðar frá Sorpu kynnti húsasorprannsókn orkutunnu og gáms66 2018.
2018 Húsasorpsrannsókn_SV.pdf
3. 1903081 - Endurheimt votlendis á Álftanesi
Ábending sem barst við gerð fjárhagsáætlunar varðandi votlendi við Kasthúsatjörn. Landið sem ekki er búið að endurheimta við Kasthúsatjörn er í einkaeigu.
Endurheimt votlendis við Kasthúsatjörn, Álftanesi.pdf
Ábending við gerð fjárhagsáætlunar - votlendi á Álftanesi.pdf
4. 1901467 - Endurskipulagning öryggis- og upplýsingamála í Heiðmörk.
Umhverfisnefnd samþykkir að fara í þetta verkefni og óskar eftir því að fá verkáætlun fyrir framkvæmdina. Verkefnið þarf að rúmast innan fjárhagsáætlunar.
5. 1902185 - Spillivagninn
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í verkefnið og felur umhverfis- og tæknisviði að kanna kostnað og útfærslu.
6. 1902220 - Fræðslu- og sögugöngur 2019
Farið var yfir hvernig fræðslu- og sögugöngur undanfarinna ára hafa verið í samstarfi menningar- og sagnanefndar, umhverisnefndar og Bókasafns Garðabæjar. Einnig hafa göngurnar verið tengdar lýðheilsu verkefni og göngum Ferðafélags Ísland síðustu tvö ár í september mánuði. Ræddar voru fyrstu hugmyndir af göngum og dagsetningum í vor og haust.
7. 1811108 - Fundargerðir 2018 - 2022 - Reykjanesfólkvangur
Lagt fram.
Fundur 6. feb.2019.pdf
8. 1902218 - Tillaga um innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Farið yfir ákvörðun bæjarstjórnar um að Garðabær muni hefja innleiðingu á heimsmarkmiðum.
Sveitarfelogin-og-heimsmarkmidin_end.pdf
Rosa-Heilsueflandi-samfelag.pdf
Pall-Magnusson.pdf
Ottar-Graen-skuldabref.pdf
Olof-Orvarsdottir.pdf
Kjartan-Mar-Kjartansson.pdf
Haraldur-Sverrisson.pdf
Fanney-Karlsdottir.pdf
Bjorg-Agustsdottir.pdf
9. 1811057 - Umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2019
Umhverisnefnd fagnar styrknum.
Ákvörðun um styrk.pdf
10. 1903186 - Tillaga frá Garðabæjarlistanum um endurbættan strandstíg á sunnanverðu Álftanesi
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í tillögu Garðabæjarlistans um að strandstígurinn á sunnanverðu Álftanesi verði gerður þannig að hann henti fyrir bæði gangandi og ríðandi umferð og vísar málinu á umhverfis- og tæknisviðs.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).