Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
15. (1876). fundur
16.04.2019 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Jóna Sæmundsdóttir varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Hildigunnur Árnadóttir félagsráðgjafi, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1902222 - Uppbygging í Vetrarmýri - kynning á stöðu verkefnis.
Á fund bæjarráðs mættu Anna Sigríður Arnardóttir og Gísli Reynisson, starfsmenn Spildu ehf. og gerðu grein fyrir stöðumati á þarfa- og kostgæfnigreiningu vegna uppbyggingar byggðar í Vetramýri.

Harpa Þorsteinsdóttir og Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúar sátu fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
2. 1808089 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að veita Veitum ohf. og tækni- og umhverfissviði Garðabæjar framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar lagna og yfirborðs gatna í Norðurtúni og Túngötu.
3. 1903017 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi frávik frá skipulagi vegna lóðarinnar við Urriðaholtsstræti 2.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að heimila útgáfu byggingarleyfis þar sem vikið er óverulega frá bundinni byggingarlínu við byggingu verslunar- og þjónustuhúss við Urriðaholtsstræti 2. Um óverulegt frávik er að ræða sem ekki varðar neina grenndarhagsmuni og þarf því ekki að koma til breytinga á deiliskipulagi sbr. heimild í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. 1904108 - Framlög til stjórnmálasamtaka 2019
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi skiptingu á greiðslu til stjórnmálasamtaka samkvæmt fjárhagsáætlun 2019.

Sjálfstæðisflokkur kr. 2.239.009
Garðabæjarlistinn kr. 1.015.653
Miðflokkur kr. 245.338
Samtals: kr. 3.500.000
5. 1806461 - Úthlutun styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2019.
Bæjarráð samþykkir að úthluta eftirfarandi aðilum styrk af fjárveitingu til styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2019.

Garðálfar , kór eldri borgra á Álftanesi kr. 300.000
Kvennaráðgjöfin kr. 100.000
Bjarkahlíð-miðstöð fyrir þolendur ofbeldis kr. 200.000
Stígamót kr. 150.000
Garðakórinn kr. 350.000
Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi kr. 100.000
Samtök um kvennaathvarf kr. 400.000
Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu kr. 100.000
Félag eldri borgara í Garðabæ kr. 400.000
Sjónarhóll kr. 150.000
6. 1904228 - Tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um vorþing sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins 2019, dags. 12.04.19.
Lögð fram.
Vorthing-Sveitarstjornarthings-Evropuradsins-Baejarstjorar-standa-vord-um-lydraedid (1).pdf
Adopted texts 36th Session_en (1).pdf
Tilkynning frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 12.04.19..pdf
7. 1904205 - Bréf Sorpu bs. varðandi ársreikning 2018, dags. 03.04.19.
Lagt fram.
Ársreikningur Sorpu bs. 2018.pdf
arsreikningur-sorpa-bs.-2018.pdf
8. 1904111 - Ársreikningur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2018.
Lagður fram
SHS 180 1.1 Ársreikningur 2018 samstæða með áritun.pdf
9. 1904110 - Ársreikningur heilbrigðiseftirlits 2018.
Lagður fram.
Heilbr.eftirlit Hfj. og Kóp. undirritaður ársreikn. 2018.pdf
Arsskýrsla 2018.pdf
10. 1904132 - Bréf Brynju Hússjóðs ÖBÍ varðandi umsókn um stofnframlög árið 2019, dags. 27.03.19.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara en samkvæmt fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2019 er ekki gert ráð fyrir fjárveitingum til stofnframlaga vegna kaupa á almennum íbúðum.
SKM_C22719040514220.pdf
11. 1904137 - Bréf Sjónarhóls ráðgjafamiðstöðvar ses. um styrk, dags. 08.04.19.
Sjá afgreiðslu við úthlutun styrkja samkvæmt dagskrárlið 5.
styrkbeidni-gardabaer.pdf
12. 1904143 - Tilkynning frá Umhverfisstofnun varðandi auglýsingu á tillögu um starfsleyfi fyrir Sorpu bs., dags. 08.04.19.
Lögð fram.
Tillaga að starfsleyfi SORPU bs. Álfsnesi, Reykjavík.pdf
FW: Starfsleyfistillaga í auglýsingu.pdf
Yfirlýsing vegna eigendasamkomulags.pdf
Starfsleyfisumsókn.pdf
Tillaga að starfsleyfi.pdf
13. 1710153 - Tilkynning um skýrslu afmælisnefndar sjálfstæðis og fullveldis Íslands, dags. 09.04.19.
Lögð fram.
Fréttatilkynning 9. apríl_ lokaskýrsla.pdf
FW: 287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands.pdf
Fullveldisafmæli sky´rsla vefur 20.3.2019.pdf
14. 1904134 - Bréf Samgöngustofu varðandi beiðni um umsögn vegna staðsetningar ökutækjaleigu (Hegranes 21), dags. 04.04.19.
Afgreiðslu frestað.
15. 1904213 - Bréf Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, dags. 11.04.19.
Lagt fram.
16. 1904230 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um lýðskóla, 798. mál., dags. 12.04.19.
Lagt fram.
17. 1904214 - Tölvupóstur Árna Bjarnsteinssonar varðandi sumarlaun vegna þátttöku í olympíuleikjum í stærðfræði, dags. 11.04.19.
Bæjarráð samþykkir að verða við erindi bréfritara um að greiða honum sumarlaun 2019 vegna undirbúnings fyrir þátttöku í olympíuleikjunum í stærðfræði.
18. 1902217 - Svar við fyrirspurn um fréttastefnu.
Lagt fram svar við fyrirspurn um fréttastefnu.

Fyrirspurn fréttastefna 21.feb.pdf
Svar við fyrirspurn um fréttastefnu_120419 -1.pdf
19. 1904231 - Afgreiðsla leikskólanefndar varðandi úthlutun úr þróunarsjóði leikskóla.
Lögð fram afgreiðsla leikskólanefndar um úthlutun úr þróunarsjóði leikskóla. Leikskólanefnd hefur fjallað um allar umsóknir sem bárust og leggur til að úthlutað verði kr. 8.000.000 úr sjóðnum til 13 verkefna. Bæjarráð staðfestir tillögur leikskólanefndar um úthlutun styrkja, sbr. 4. gr. reglna um þróunarsjóð leikskóla.
20. 1810028 - Lýðræðisverkefnið - reglur um rafrænar kosningar.
Bæjarráð samþykkir leiðbeiningareglur um rafrænar kosningar þar sem íbúar fá tækifæri til að kjósa um fjárveitingar til verkefna sem farið verður í á árunum 2019 og 2020.
Reglur um rafrænar kosningar 12.04.2019 - Lokadrög.pdf
21. 1809050 - Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á útgáfu byggingarleyfis einbýlishúss að Brúnási 12.
Bæjarráð vísar málinu til nýrrar meðferðar byggingarfulltrúa.
Scan_uuaolof_201904120553_001.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).