Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
21. (1882). fundur
04.06.2019 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigurður Guðmundsson aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Björg Fenger varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1905087 - Erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um starfsáætlun almannavarna, dags. 08.05.19.
Á fund bæjarráðs mætti Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins.

Jón Viðar gerði grein fyrir starfsáætlun almannavarna og rýmingaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið.

Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi, sat fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.

Einnig sátu fundinn undir þessum dagskrárlið, Lúðvík Hjalti Jónsson, Inga Þóra Þórisdóttir, Katrín Friðriksdóttir, Guðbjörg Brá Gísladóttir, Sunna Stefánsdóttir og Anna Guðrún Gylfadóttir, fulltrúar í neyðarstjórn Garðabæjar.
2019 starfsáætlun og rýming.pdf
2. BN040084 - Brekkuás 1 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Eddu Björg Einarsdóttur, kt. 221154-4289, leyfi til að nýta rými sem áður var fyllt upp í núverandi einbýlishúsi að Brekkuási 1.
3. 1812177 - Víkurgata 8 -Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Parketlausnum ehf., kt. 591214-0200, leyfi fyrir byggingu einbýlishúss að Víkurgötu 8.
4. 1903060 - Kirkjulundur 1 -Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita eignasjóði Garðabæjar leyfi fyrir viðbyggingu og innri breytingum við leikskólann Kirkjuból.
5. 1903246 - Smiðsbúð 6 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Smiðsbúð 6 ehf., kt. 640412-1350, leyfi fyrir viðbyggingu við núverandi atvinnuhúsnæði að Smiðsbúð 6.
6. 1810085 - Erindi íbúa við Unnargrund um samstarf við að reisa girðingu við lóðarmörk, dags. 01.10.18.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið hvað varðar að heimila eigendum fasteigna við Unnargrund 1, 3, 5, 7 og 9 að reisa vegg á lóðarmörkum við götu sem fari lítillega út fyrir lóðarmörk og myndi horn við gangstéttarbrún. Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu skipulagsstjóra.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Afstöðumynd með málsetningum.pdf
7. 1905347 - Bréf körfuknattleiksdeildar Ungmennafélags Álftaness varðandi stuðning á leiktímabilinu 2019 - 2020, dags. 27.05.19.
Bæjarráð vísar bréfinu til umfjöllunar aðalstjórnar Ungmennafélagsins Álftaness og íþrótta- og tómstundaráðs. Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
Erindi(gbr2019).pdf
8. 1905355 - Bréf hóps í Félagi eldri borgara í Garðabæ um stuðning vegna þátttöku í Bocciakeppni á Landsmóti UMFÍ 2019, dags. 27.05.19.
Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu íþrótta- og tómstundaráðs.
Beiðni um fjárstuðning vegna keppni á landsmóti UMFÍ Neskaupstað.pdf
9. 1904143 - Tilkynning Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis fyrir Sorpu bs. Álfsnesi, dags. 29.05.19.
Lögð fram.
Starfsleyfi - Copy (1).pdf
Starfsleyfi.pdf
10. 1901022 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi fyrir gististað að Blikastíg 18.
Umsagnarbeiðnin er tekin fyrir að nýju en umsækjandi hefur gert breytingar á umsókn þar sem fram kemur að um er að ræða minni gististað en ekki stærri gististað eins og kom fram í upphaflegri umsókn.

Þá liggur fyrir greinargerð umsækjanda þar sem fram kemur að einungis er um minni gististað að ræða með tveimur gistiherbergjum og er gestafjöldi takmarkaður.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að umbeðið leyfi verði veitt.
11. 1702124 - Tölvupóstur Höfuðborgarstofu varðandi drög að samantekt og aðgerðaáætlun áfangastaðaráætlunar Höfuðborgarsvæðisins (DMP), dags. 21.05.19.
Upplýsingastjóri gerði grein fyrir málinu og sagði frá vinnu að gerð draga að samantekt og aðgerðaráætlun áfangastaðaráætlunar höfuðborgarsvæðissins.

Drögin lögð fram án athugasemda.
Áfangastaðaráætlun Höfuðborgarsvæðisins Drög V2 AEB.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:50. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).