Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
9. fundur
06.06.2019 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Kjartan Örn Sigurðsson varamaður, Stella Stefánsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Anna María Guðmundsdóttir þjónustufulltrúi.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1804300 - Álftanes sjóvarnir
Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gerð sjóvarna við bakka Lambhúsatjarnar neðan við túnið á Bessastöðum í samræmi við tillögu Vegagerðarinnar. Umsagnir umhverfisnefndar og Umhverfisstofnunar laðgar fram. Í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að kemur fram að leggja eigi áherslu á að sjóvarnir séu staðsettar efst í fjörukambi þannig að mögulegt verði að ganga fjörur neðan varnargarðsins. Skipulagsnefnd tekur undir þá sýn Umhverfisstofnunar.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis í samræmi við 13.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.
2. 1710301 - Haukanes 15-Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Arnarness sem gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits fyrir viðbyggingu við neðri hæð. Athugasemdir sem bárust við grenndarkynningu lagðar fram. Vísað til frekari úrvinnslu á tækni-og umhverfissviði.
3. 1810087 - Hvannakur 7, dsk br
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Akra sem gerir ráð fyrir því að ytri byggingarreitur á suðurhlið sé nýttur um 3/4 í stað 1/2 eins og skilmálar heimila.
Skipulagsnefnd metur tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Akra í samræmi við 2.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar. Grenndarkynna skal eigendum Hvannakurs 5 og 9 og Kaldakurs 6 og 8.
4. 1904344 - Smáraflöt 35 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Flata sem gerir ráð fyrir því að í stað 7,5 m langs brunagafls bílgeymslu á lóðarmörkum sé 18 m langur brunagafl.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til frekari skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði.
5. 1709349 - Reynilundur 11 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um bygggingarleyfi fyrir viðbyggingu að lokinni grenndarkynningu. Lögð fram athugasemd eigenda raðhúseiningar í sömu raðhússamstæðu. Skipulagsnefnd mælist til þess að niðurstaða húsakönnunar Lundahverfis liggi fyrir áður en málið verður lagt fyrir nefndina að nýju. Vísað til frekari skoðunar hjá tækni og umhverfissviði.
6. 1906043 - Víðilundur 1 -Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn um breytingar á einbýlishúsinu Víðilundur 1. Tillagan er í samræmi við deiliskipulag Lunda sem býður staðfestingar.
Þar sem deiliskipulag hefur enn ekki hlotið staðfestingu er byggingarleyfisumsókninni vísað til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.Skipulagslaga nr.123/2010. Granndarkynna skal eigendum Víðilundar 2, 3 og 4 og Hvannalundar 2.
7. 1706258 - Hraungata 8 (áður 10) - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram öðru sinni tillaga að gerð sólskála á svölum efri hæðar.
Skipulagsnefnd metur tillöguna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi og vísar henni til grenndarkynningar. Grenndarkynna skal eigenum Hraun götu 2, 4, 6 og 10 sem og Kinnnargötu 3 og Bæjargötu 11-19.
8. 1905257 - Dýjagata 8 - svalir -frávik deiliskipulag - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags sem gerir ráð fyrir því að undir verönd austan íbúðarhússins verði heimilst að loka af rými. Kallar það á stækkun byggingarreits fyrir neðri hæð. Skipulagsnefnd metur tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Urriðaholts vesturhluta þar sem að grenndaráhrif breytingarinnar eru hverfandi. Breytingartillögu vísað til grenndarkynningar. Grenndarkynna skal eigendum Dýjagötu 2, 5 og 10.
9. 1808017 - Dýjagata 15 - Umsókn um byggingarleyfi
Frestað þar sem að umsögn deiliskipulagshöfunda liggur enn ekki fyrir.
10. 1905363 - Lynggata 2 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn sem gerir ráð fyrir sjálfberandi gustlokun yfir heitum potti á þaki byggingar. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verði vikið frá kröfu 2.mgr.43.gr.Skipulagslaga um deiliskipulagsbreytingu vegna umræddrara gustlokunar.
11. 1902376 - Urriðah Austurhl 1, Maríugata 1 - 3, deiliskipulagsbreyting
Lögð fram umsókn lóðarhafa um deiliskipulagsbreytingu fjölbýlishúsalóðanna Maríugata 1 og Maríugata 3 sem gerir ráð fyrir fjölgun íbúða um 4 í hvoru húsi, alls 8.
Tillögu vísað til umsagnar deiliskipulagshöfunda.
Baldur Ó.Svavarsson vék af fundi undir þessum lið.
12. 1905199 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun/breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag sama svæðis. Traðarreitur -austur. Lýsing á skipulagsverkefni
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd.
13. 1906023 - Vífilsstaðavegur 123 stækkun Hnoðrakots -Fyrirspurn til skipulagsstjóra
Lögð fram byggingarleyfisumsókn fyrir stækkun byggingar barnaskóla Hjallastefnunnar. Byggingin er sömu gerðar og aðrar skólabyggingar sem hafa verið byggðar til bráðabirgða þar sem framtíðaráform svæðisins hefur enn ekki verið mótuð í aðalskipulagi og deiliskipulagi. Skipulagsnefnd vísar byggingarleyfisumsókninni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr. Skipualgslaga. Einnig er óskað eftir umsögn skipulagsráðgjafa rammahluta aðalskipulags vegna umsóknarinnar. Grenndarkynna skal lóðahöfum á aðliggjandi lóðum.
14. 1804367 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030-Breyting 1-Vífilstaðaland-rammahluti.
Aðal og deiliskipulagsráðgjafarnir Þráinn Hauksson, Jóhanna Helgadóttir og Bergþóra Kristinsdóttir gera grein fyrir stöðu vinnu við mótun tillagna að rammahluta aðalskipulags Vífilsstaðalands og deiliskipulagstillögu að nyrsta hluta Hnoðraholts og Rjúpnadal.
Vísað til áframhaldandi mótunar hjá tækni-og umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).