Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
30. (1891). fundur
13.08.2019 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Jóna Sæmundsdóttir varamaður, Björg Fenger varamaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Hildigunnur Árnadóttir félagsráðgjafi, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri, Guðbjörg Brá Gísladóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1906334 - Vetrarbraut 18, fjölnota íþróttahús - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Íslenskum aðalverktökum hf., kt. 660169-2379, leyfi til að byggja fjölnota íþróttahús að Vetrarbraut 18.
2. 1907046 - Sunnuflöt 35 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Birni Inga Hafliðasyni, kt. 140668-4519, leyfi til að reisa stoðveggi á lóðinni að Sunnuflöt 35.
3. 1907255 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu um breytingu á svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að gera ekki, fyrir sitt leyti, athugasemdir við tillögu að breytingu á svæðisskipulagi Suðurnesja enda verði tillagan tekin til umfjöllunar hjá samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins þar sem lagt verður mat á tillöguna út frá sameiginlegum hagsmunum höfuðborgarsvæðisins.
4. 1907230 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi fyrirspurn um breytingu á ákvæðum um hámarkshæð vegna byggingar einbýlishúss að Víkurgötu 27.
Lögð fram.
5. 1906192 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsögn vegna tilkynningar til ákörðunar um matsskyldu fyrir tengingu Hnoðraholtsbrautar við Arnarnesveg.
Bæjarráð samþykkir umsögn vegna tilkynningar til ákvörðunar um matsskyldu fyrir tengingu Hnoðraholtsbrautar við Arnarnesveg.
Skipulagsstofnun - ósk um umsögn.pdf
Undirritað erindi.pdf
2424-093-003-SKY- Hnoðraholtsbraut med vidaukum.pdf
Tenging Hnoðraholtsbrautar í Hnoðraholti við Arnarnesveg.pdf
Umsögn vegna tengingu Hnoðraholtsbrautar - tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu - LOKA 12.08.2019.pdf
6. 1710083 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda.
Bæjarráð samþykkir samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda sem nær til svæðis sem afmarkast af Lyngási, Stórási og Ásabraut. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga, sbr 1. mgr. 41. gr. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og liggja fyrir tillögur að svörum.

Skipulagsnefnd samþykkti að leggja til eftirfarandi breytingar við auglýsta tillögu.

Íbúðum er fækkað úr 390 íbúðum í 375 íbúðir. Fjöldi bílastæða verður óbreyttur frá auglýstri tillögu og hækkar úr 1,2 í 1,25 bílastæði á íbúð.

Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Jafnframt skal senda þeim aðilum sem athugasemdir gerðu umsögn um þær.
7. 1907130 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varaðndi umsókn um ljósaskilti á húsinu við Miðhraun 2.
Bæjaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að hafna umsókn lóðarhafa að Miðhrauni 2 um frávik frá skipulagsskilmálum varðandi uppsetningu á ljósaskilti.
8. 1906365 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi fyrirspurn um fjölgun íbúða á lóðinni við Holtsveg 55.
Lögð fram.
9. 1908033 - Tilkynning frá Félagi Sameinuðu þjóðanna varðandi málstofu um innleiðingu sveitarfélaga á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, dags. 05.08.19.
Lögð fram.
Tilkynning frá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi varðandi málstofu um innleiðingu sveitarfélaga á heimsmarkmiðum..pdf
10. 1908055 - Tilkynning frá Ferðamálastofu varðandi umsónarfrest um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála, dags., 06.08.19.
Bæjarráð vísar umsókninni til umfjöllunar umhverfisnefndar og íþrótta- og tómstundaráðs.
Tilkynning um umsóknarfrest.pdf
11. 1907047 - Tilboð í framkvæmdir við gatnagerð á Sveinskotsreit.
Á fundi bæjarráðs 30. júlí sl. var lagt fram eitt tilboð í framkvæmdir við gatnagerð á Sveinskotsreit.

Jarðtækni ehf./JJ pípulagnir kr. 86.950.280.

Kostnaðaráætlun kr. 76.422.860.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarverkfræðingi að leita samninga við bjóðanda á grundvelli tilboðs hans.
12. 1907017 - Bréf Sjafnar Haraldsdóttur varðandi breytta skráningu eignar við Nýhöfn 3, dags. í júlí 2019.
Bæjarráð samþykkir að fela byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu umsókn bréfritara um að breyta skráningu eignar að Nýhöfn 3 í samræmi við heimildir í gildandi deiliskipulagi.

Við afgreiðslu málsins skal þess gætt að samkvæmt skipulagsskilmálum getur stærð atvinnurýmis sem tengist einstaka íbúðum einungis verið 60 fm að stærð og getur ekki talist sérstakur eignarhluti. Þinglýsa skal yfirlýsingu þess efnis ásamt því að taka fram að samkvæmt skilmálum skal atvinnustarfsemi í rýminu flokkast sem smástarfsemi tengd viðkomandi íbúð.

Við lokaúttekt skal fara fram skráning á atvinnurými í fasteignaskrá.

14. 1812061 - Fundargátt nefndarmanna - breytt innskráning.
Upplýsingastjóri gerði grein fyrir innleiðingu nýrra reglna varðandi innskráningu bæjarfulltrúa og nefndarmanna í fundargátt.

Bæjarráð óskar eftir að persónufulltrúi mæti á fund bæjarráðs og geri nánar grein fyrir helstu ástæðum og forsendum fyrir nýjum reglum um innskráningu í fundargátt.
15. 1803127 - Samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu - viðræður SSH og ríkisins um uppbyggingu samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum starfshóps SSH og ríkisins um uppbyggingu samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).