Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
8. (923). fundur
01.06.2023 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi. Margrét Bjarnadóttir bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi. Harpa Þorsteinsdóttir varabæjarfulltrúi. Baldur Ólafur Svavarsson varabæjarfulltrúi. Guðlaugur Kristmundsson varabæjarfulltrúi. Hlynur Elías Bæringsson varabæjarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Fundargerð fundar bæjarstjórnar frá 4. maí 2023 er lögð fram.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2305579 - Kosning forseta bæjarstjórnar og 1. og 2. varaforseta til eins árs.
Tillaga kom fram um Sigríði Huldu Jónsdóttur, sem forseta bæjarstjórnar til eins árs. Tillagan samþykkt með ellefu samhljóða atkvæðum.

Tillaga kom fram um Guðfinn Sigurvinsson, sem fyrsta varaforseta. Tillagan samþykkt með ellefu samhljóða atkvæðum.

Tillaga kom fram um Ingvar Arnarson, sem 2. varaforseta. Tillagan samþykkt með ellefu samhljóða atkvæðum.
2. 2305580 - Kosning fimm fulltrúa í bæjarráð til eins árs og tilnefning áheyrnarfulltrúa.
Tillaga kom fram um eftirfarandi fulltrúa til setu í bæjarráði til eins árs:

Björg Fenger, formaður, Gunnar Valur Gíslason, varaformaður, Margrét Bjarnadóttir, Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Brynja Dan Gunnarsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi: Sara Dögg Svanhildardóttir.
Varaáheyrnarfulltrúi: Guðlaugur Kristmundsson.

Tillagan samþykkt með ellefu samhljóða atkvæðum
3. 2305581 - Kosning aðal- og varafulltrúa í fulltrúarráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands.
Tillaga kom fram um Sigríði Huldu Jónsdóttur, sem aðalfulltrúa Björg Fenger, sem varafulltrúa.

Tillagan samþykkt með ellefu samhljóða atkvæðum.
4. 2305582 - Kosning fulltrúa í nefndir
Eftirfarandi tillaga var lögð fram um breytingar á skipan fulltrúa Viðreisnar og Framsóknar í fastanefndum bæjarstjórnar

Fjölskylduráð.
Aðalmaður: Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir.
Varamaður: Sara Dögg Svanhildardóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Brynja Dan Gunnarsdóttir.
Varaáheyrnarfulltrúi: Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir.

Skipulagsnefnd.
Aðalmaður: Guðlaugur Kristmundsson.
Varamaður: Sara Dögg Svanhildardóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Hlynur E. Bæringsson.
Varaáheyrnarfulltrúi: Brynja Dan Gunnarsdóttir.

Skólanefnd grunnskóla.
Aðalmaður: Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir.
Varamaður: Brynja Dan Gunnarsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Rakel Steinberg Sölvadóttir.
Varaáheyrnarfulltrúi: Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir.

Skólanefnd Tónlistarskóla Garðabæjar.
Aðalmaður: Hjördís Guðný Guðmundsdóttir.
Varamaður: Tinna Borg Arnfinnsdóttir.

Umhverfisnefnd.
Aðalmaður: Einar Þór Einarson.
Varamaður: Eyþór Eðvarðsson.

Íþrótta- og tómstundaráð.
Aðalmaður: Svanur Þorvaldsson.
Varamaður: Einar Örn Ævarsson.

Menningar- og safnanefnd.
Aðalmaður: Einar Örn Ævarsson.
Varamaður: Svanur Þorvaldsson.

Leikskólanefnd .
Aðalmaður: Benedikt D. Valdez Stefánsson.
Varamaður: Hjördís Guðný Guðmundsdóttir.

Kjörstjórn
Áheyrnarfulltrúi: Ásta Leonhards.

Tillagan samþykkt með ellefu samhljóða atkvæðum.
5. 2305005F - Fundargerð bæjarráðs frá 9/5 ´23.
Fundargerðin sem er 11 tl. er samþykkt samhljóða.
6. 2305015F - Fundargerð bæjarráðs frá 16/5 ´23.
Fundargerðin sem er 12 tl. er samþykkt samhljóða.
7. 2305023F - Fundargerð bæjarráðs frá 23/5 ´23.
Fundargerðin sem er 8 tl. er samþykkt samhljóða.
8. 2305033F - Fundargerð bæjarráðs frá 30/5 ´23.
Almar Guðmundsson, ræddi 6. tl., úthlutun og sölu lóða á Hnoðraholti og 13. tl., stöðu kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Garðabæjar.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 13. tl., stöðu kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Garðabæjar.

Almar Guðmundsson, ræddi að nýju 13. tl., stöðu kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Garðabæjar og svaraði fyrirspurnum.

Fundargerðin sem er 13 tl. er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála.
 
2205229 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi synjun á umsókn lóðarhafa að Miðhrauni 18 um breytta legu byggingarreits.
 
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar um að synja umsókn lóðarhafa að Miðhrauni 18 um breytingu á deiliskipulagi Molduhrauns. Í umsókninni er farið fram á að breyta lögun byggingarreits lóðarinnar að Miðhrauni 18 til að gera mögulegt að stækka húsið með viðbyggingu á lóðinni að götu. Fyrir liggur umsögn deiliskipulagshöfundar þar sem fram kemur að umsókn um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar samrýmist ekki markmiðum deiliskipulags Molduhrauns m.a. um gagnkvæman umferðarrétt milli lóða og þá er einnig um að ræða að þrengt er að bílastæðum meðfram götu. (Mál nr. 2205229)
 
 
2305398 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts varðandi fjölgun íbúða við Þorraholt.
 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts sem gerir ráð fyrir að hámarksfjöldi íbúða við Þorraholt fjölgi úr 220 í 236. (Mál nr. 2305398)
 
9. 2305016F - Fundargerð fjölskylduráðs frá 17/5 ´23.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 1. tl., innleiðingu farsældar barna í Garðabæ og 4. tl., skýrslu um málefni heimilislausra með fjölþættan vanda.

Guðlaugur Kristmundsson, ræddi 1. tl., innleiðingu farsældar barna í Garðabæ 4. tl., skýrslu um málefni heimilislausra með fjölþættan vanda og 3. tl., undirbúning að endurskoðun jafnréttisstefnu Garðabæjar.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 3. tl., undirbúning að endurskoðun jafnréttisstefnu Garðabæjar.

Almar Guðmundsson, ræddi 3. tl., undirbúning að endurskoðun jafnréttisstefnu Garðabæjar og svaraði fyrirspurnum.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi 3. tl., undirbúning að endurskoðun jafnréttisstefnu Garðabæjar.

Fundargerðin lögð fram.
10. 2305025F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 24/5 ´23.
Hrannar Bragi Eyjólfsson, ræddi 1. tl., starfsemi vinnuskólans sumarið 2023 og önnur mál, endurnýjun á gólfi í Mýrinni og uppsetningu myndavéla til eftirlits á leiksvæðum eins og við ærslabelgi.

Fundargerðin lögð fram.
11. 2305007F - Fundargerð leikskólanefndar frá 9/5 ´23.
Margrét Bjarnadóttir ræddi 3. tl. kynningu á þróunarverkefni í Sjálandsskóla er varðar starfsemi leikskóladeildar, 4. tl., bætt starfsumhverfi í leikskólum Garðabæjar og 7. tl., úthlutun á styrkjum úr þróunarsjóði leikskóla. Þá ræddi Margrét stöðu á innritun og úthlutun á leikskólarýmum.

Fundargerðin lögð fram.
12. 2305029F - Fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks, frá 25/5 ´23.
Fundargerðin lögð fram.
13. 2305018F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 22/5 ´23.
Baldur Ó. Svavarsson, ræddi 8. tl., tillögu að deiliskipulagi Arnarlands.

Björg Fenger, ræddi 8. tl., tillögu að deiliskipulagi Arnarlands.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 8. tl., tillögu að deiliskipulagi Arnarlands.

Björg Fenger, ræddi að nýju 8. tl., tillögu að deiliskipulagi Arnarlands.

Baldur Ó. Svavarsson, ræddi að nýju 8. tl., tillögu að deiliskipulagi Arnarlands.

Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi 8. tl., tillögu að deiliskipulagi Arnarlands.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi 8. tl., tillögu að deiliskipulagi Arnarlands.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi að nýju 8. tl., tillögu að deiliskipulagi Arnarlands.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 8. tl., tillögu að deiliskipulagi Arnarlands.

Almar Guðmundsson, ræddi 8. tl., tillögu að deiliskipulagi Arnarlands.

Fundargerðin lögð fram.
14. 2304035F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 3/5 ´23.
Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 1. tl., innleiðingu farsældar barna í Garðabæ og 5. tl., þróunarverkefni í Sjálandsskóla með starfsemi leikskóladeildar.

Fundargerðin lögð fram.
15. 2305010F - Fundargerð öldungaráðs frá 15/5 ´23.
Fundargerðin lögð fram.
16. 2301664 - Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 2/5 ´23.
Fundargerðin lögð fram.
17. 2301673 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar frá 28/4 og 12/5 ´23.
Björg Fenger sagði frá sameiginlegum fundi svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins og svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja. Þá ræddi Björg 1. tl. fg. frá 12/5, varðandi samþykkt nefndarinnar á umsögn svæðisskipulagsstjóra vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar og deiliskipulagi fyrir svæði í upplandi bæjarins.

Fundargerðin lögð fram.
18. 2301318 - Fundargerðir stjórnar SSH frá 15/5 og 22/5 ´23.
Almar Guðmundsson, ræddi 1. tl., fg. frá 15/5, fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks og 5.tl., fg. frá 15/5, hringrásarhagkerfið - borgað þegar hent er og 8. tl., fg. frá 15/5, tilnefningu á fulltrúa í stafrænt ráð sveitarfélaga.

Guðlaugur Kristmundsson, ræddi 5. tl., fg. frá 15/5, hringrásarhagkerfið - borgað þegar hent er. Guðlaugur spurði um stöðu mála varðandi staðsetningu endurvinnslustöðva.

Almar Guðmundsson, svaraði fyrirspurn um stöðu varðandi staðsetningu endurvinnslustöðva.

Fundargerðin lögð fram.

19. 2303053 - Fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 11/4 og 9/5 ´23.
Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi 6. tl., fg. frá 11/4, niðurstöðu forathugunar á nýrri staðsetningu fyrir endurvinnslustöð, 2. tl., 11/4, leit að nýjum urðunarstað, 3. tl., 11/4, stöðu stefnumótunar Sorpu bs. og 4. tl., fg. 9/5, stöðu brennsluverkefnis.

Fundargerðin lögð fram.
20. 2305390 - Fundargerð 41. eigendafundar Sorpu bs. frá 15/5 ´23.
Fundargerðin lögð fram.
21. 2301453 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 19/5 ´23.
Hrannar Bragi Eyjólfsson, ræddi 3. tl., endurskoðun gjaldskrár samkvæmt gjaldskrárstefnu, 4. tl., farþegatölur fyrir aprílmánuð og 7. tl., stöðu vagnaflota Strætó bs.

Fundargerðin lögð fram.
22. 2208428 - Greinargerð íþrótta- og tómstundaráðs varðandi nýtingu á óráðstöfuðu rými í Miðgarði, dags. í maí 2023.
Hrannar Bragi Eyjólfsson, kvaddi sér hljóðs og fylgdi úr hlaði greinargerð með tillögu íþrótta- og tómstundaráðs um nýtingu á óráðstöfuðu rými á 2. og 3. hæð í Miðgarði. Fram kom að við mótun tillögunnar var haft samráð við íbúa, frjáls félög í Garðabæ, ungmennaráð, öldungaráð, félög eldri borgara, Íþróttasamband fatlaðra, Frístundaheimilið Garðahraun og fjölskyldusvið Garðabæjar. Einnig hefur verið rætt við sjálfstætt starfandi aðila á sviði heilsutengdrar starfsemi.

Hrannar Bragi færði öllum þeim aðilum sem komið hafa að mótun tillögunnar þakkir fyrir þeirra hlutdeild að málinu.

Hlynur E. Bæringsson, tók til máls.

Björg Fenger tók til máls. Björg lagði til að greinargerðinni verði vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

Harpa Þorsteinsdóttir, tók til máls.

Guðlaugur Kristmundsson, tók til máls.

Baldur Ó. Svavarsson, tók til máls.

Gunnar Valur Gíslason, tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa greinargerðinni til afgreiðslu fjárhagsáætlunar og nánari skoðunar hjá fræðslu- og menningarsviði.
23. 2211332 - Endurnýjun samninga við Ungmennafélag Álftaness.
Almar Guðmundsson, kvaddi sér hljóðs og gerði nánari grein fyrir endurnýjun samninga við Ungmennafélag Álftaness.

Baldur Ó. Svavarsson, tók til máls.

Guðlaugur Kristmundsson, tók til máls.

Guðfinnur Sigurvinsson, tók til máls.

Hrannar Bragi Eyjólfsson, tók til máls.

Harpa Þorsteinsdóttir, tók til máls.

Guðlaugur Kristmundsson, tók til máls að nýju,

Almar Guðmundsson, tók til máls að nýju.

Bæjarráð samþykkir samhljóða samstarfsamning við Ungmennafélag Álftaness og samning um rekstur og umsjón íþróttasvæðis við Breiðumýri.
24. 2206112 - Lántaka samkvæmt fjárhagsáætlun 2023.
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga samtals að fjárhæð kr. 1.000.000.000 samkvæmt lánssamningi nr. 2306_34. Um er að ræða jafngreiðslulán með lokagjalddaga 20. febrúar 2039, verðtryggt með 3,20% föstum vöxtum og án uppgreiðsluheimildar.


„Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 1.000.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánssamningi sem liggur fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Almar Guðmundsson, kt. 030572-2979, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Garðabæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.“
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).