Fundargerðir

Til baka Prenta
Leikskólanefnd Garðabæjar
13. fundur
12.02.2020 kl. 08:30 kom leikskólanefnd Garðabæjar saman til fundar í Seylunni í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Kristjana F Sigursteinsdóttir aðalmaður, María Guðjónsdóttir aðalmaður, Torfi Geir Símonarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Valborg Ösp Á. Warén aðalmaður, Halldóra Pétursdóttir verkefnastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Sigurborg K Kristjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, María Jónsdóttir fulltrúi foreldra, Elín Ósk Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna.

Fundargerð ritaði: Halldóra Pétursdóttir leikskólafulltrúi.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2001449 - Upplýsingar um viðveru barna í leikskólum Garðabæjar
Lagðar fram upplýsingar um viðveru barna í leikskólum sveitarfélagsins.
2. 1703076 - Heilsueflandi samfélag Landlæknir
Kynning á verkefninu Velsæld í Garðabæ hvernig framkvæmd þess er háttað og hver staða þess er í dag.
3. 2001275 - Íbúakönnun þjónustukönnun Gallup 2019
Íbúakönnun/ þjónustukönnun Gallup lögð fram til kynninar. Nefndin fagnar niðurstöðum könnunarinnar og þakkar starfsfólki leikskóla fyrir góð störf.
4. 2002027 - Skóladagatal leik- og grunnskóla 2020-2021
Skóladagatal leik- og grunnskóla 2020- 2021 samþykkt.
5. 2002117 - Áhersluþættir þróunarsjóðs leikskóla
Tillögur að áhersluþáttum Þróunarsjóðs leikskóla lagðar fram og samþykktar. Áhersluþættirnir eiga sér samsvörun í heimsmarkmiðin og áhersluþáttum Þróunarsjóðs grunnskóla.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).