Fundargerðir

Til baka Prenta
Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar
33. fundur
14.09.2021 kl. 16:15 kom Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger aðalmaður, Þorri Geir Rúnarsson aðalmaður, Stefanía Magnúsdóttir aðalmaður, Guðrún Jónsdóttir aðalmaður, Hannes Ingi Geirsson aðalmaður, Kári Jónsson íþrótta-,tómstunda- og forvarnarfulltrúi, Gunnar Richardson tómstundafulltrúi.

Fundargerð ritaði: Kári Jónsson íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúi.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2109069 - Íþróttamenning/ómenning - viðbrögð við ofbeldismálum
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, stjórnarmaður í ÍSÍ og sú sem leiðir vinnuna fyrir KSÍ kom á fundinn og ræddi næstu skref og hvað við sem sveitarfélag getum gert til að styðja við breytingar á kúltúr o.fl. Lagði hún m.a. áherslu á að kallað sé eftir samantekt á aðgerðum félaga í jafnréttismálum út frá stefnu þeirra og að öllum iðkendum og foreldrum séu kynntar leiðir til að tilkynna óæskilega hegðun.
Framkvæmdastjóri Stjörnunnar Ása Inga Þorsteinsdóttir kom á fundinn á eftir Kolbrúnu til að fara yfir verkferla og næstu skref hjá félaginu.
2. 2108631 - Sumarfrístund í Garðabæ
Rætt um sumarfrístundastarf fyrir börn 6 - 8 ára. Málinu beint til fræðslu- og menningarsviðs til skoðunar.
3. 2109256 - Sumarfjör námskeið fyrir 8-12 ára 2021
Kynnt var atvinnuátak í samvinnu við VMST fyrir ungt fólk sl. sumar. Alls störfuðu 17 ungmenni við námskeið sem kallað var "Sumarfjör" og var fyrir börn 8-12 ára.
4. 2107310 - Tillaga um hugmyndasamkeppni að nafni fyrir fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri.
Upplýst var um að bæjarráð hafi samþykkt á fundi sínum 20. júlí sl. að efna til nafnasamkeppni á nýja fjölnota íþróttahúsið í Vetrarmýri sem tekið verður í notkun í byrjun árs 2022. Stefnt er að því að auglýsa samkeppnina fljótlega.
5. 2108387 - Barnaþing í Hörpu 18.-19. nóvember 2021
Kynnt var fyrirhugað Barnaþing í Hörpu dagana 18.-19. nóvember 2021. Fullorðnir tengiliðir bæjarins verða tilnefndir.
6. 2109081 - íþróttavika Evrópu
Hreyfivika Evrópu #BeActive 23.-30. september 2021
Rætt um að hvetja almenning til þátttöku í því sem er í boði í sveitarfélaginu. En markmið vikunnar er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingaleysi meðal almennings.
7. 2106343 - Húsnæðismál
Rædd ábending frá FEBG varðandi húsnæðismál Jónshúss. Málið er í skoðun hjá bænum.
Sagt var frá samningi sem FEBG hefur gert við Janus heilsurækt þar sem 160 manns byrja nú í haust.
8. 2107320 - Íþróttafélag eldri borgara á 50 2021
Ósk um styrk vegna þátttöku íþróttaliðs eldri borgara á landsmóti UMFÍ 50 í Borgarnesi.
Mótið féll niður vegna Covid 19 og fjöldatakmarkana stjórnvalda. Beiðni félagsins var því afturkölluð.
Styrkumsókn Boccia eldri á 50 2021.pdf
9. 2107229 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000,-
Dúi Þór Jónsson kt. 1450013280 vegna NM U20 í körfubolta í Eistlandi 19.-24. júlí 2021.
10. 2107020 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000,-
Aron Snær Júlíusson kt. 2911962259 vegna landsliðsferðar á British Amateur mótið í Skotlandi 10. júní 2021.
11. 2107019 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000,-
Aron Snær Júlíusson kt 2911962259 vegna EM einstaklinga í golfi í Frakklandi 20. júní 2021.
12. 2107018 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000,-
Elín Björg Björnsdóttir kt 2003852259 sækir um ferðastyrk vegna PostNord U6 hjólreiðakeppni, í Svíþjóð 12-17. júlí 2021.
13. 2106455 - Sigurður Arnar Garðarsson - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000,-
Sigurður Arnar Garðarsson kt. 2602022430 sækir um ferðastyrk vegna The Amateur Championshipí golfi í Skotlandi 10.júlí 2021
14. 2109176 - Elín Björg Björnsdóttirmsókn - um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000,-
Elín Björg Björnsdóttir kt. 2003852259, vegna HM í götuhjólreiðum í Flæmingjalandi í Belgíu 16. september 2021.
Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar.pdf
15. 2108217 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000,-
Ásthildur Berta Bjarkadóttir kt. 0404022090 vegna EM U19 í handbolta kvenna 8. júlí 2021.
16. 2108216 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000,-
Draupnir Dan Balddvinsson kt. 0811032080 vegna NM U18 í körfubolta, Kisakillio Finlandi 15.08.2021
17. 2107448 - Kristján Fannar Ingólfsson - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000,-
Kristján Fannar Ingólfsson kt.1702052940 vegna NM U16 í körfubolta í Kisakillio Finnlandi 30.07.2021
18. 2107447 - Sigurður Rúnar Sigurðsson -Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000,-
Sigurður Rúnar Sigurðsson kt. 1912052510 vegna NM U16 í Kisakillio Finnlandi 30.07.2021
19. 2107386 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000,-
Katrín Tinna Jensdóttir kt. 3107022180 vegna EM U19 í N-Makedoníu 08.07.2021
20. 2108088 - Orri Gunnarsson - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar
ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000,-
Orri Gunnarsson kt.2108032970 vegna NM U18 í körfubolta í Kisakillio Finnlandi 15.08.2021
21. 2101428 - Skýrsla starfshóps varðandi tillögur að heilsueflingu eldri borgara.
Skýrsla starfshópsins rædd og þau markmið sem þar koma fram.
ÍTG fagnar samningum Garðabæjar við félög eldri borgara í Garðabæ sem uppfyllir öll þau markmið sem stefnt er að í aðgerðaráætlun um heilsueflingu aldraðra og Heilsueflandi samfélag í Garðabæ.
22. 2107050 - Skíni Stjarnan - bókagjöf til skólanna í Garðabæ
ÍTG þakkar Stjörnunni þessa höfðinglegu gjöf til skólanna og óskar félaginu til hamingju með glæsilegt rit.
23. 2105101 - Tónlistarhátíð í Garðabæ - Secret Solstice
Íþrótta-, tómstunda og forvarnafulltrúi gerði grein fyrir fundi sem hann og menningarfulltrúi ásamt sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs áttu um málið með forsvarsmanni hátíðarinnar. Þar sem fyrir liggja mikil áform um framkvæmdir á Vífilsstaðatúni og nærumhverfi telur ÍTG ekki heppilegt að halda árlegu tónlistarhátíðina Secret Solstice þar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).