Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
18. (2025). fundur
17.05.2022 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Sigurður Guðmundsson varamaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1806394 - Lambhagi 5 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Gunnhildi Manfreðsdóttur, kt. 040761-5789, leyfi til að byggja við núverandi hús að Lambahaga 5.
2. 2108588 - Marargrund 14 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Einar Erni Reynissyni, kt. 080478-4299, leyfi til að byggja við núverandi hús að Marargrund 14.
3. 2205120 - Bréf mennta- og barnamálaráðherra varðandi stuðning við móttöku barna á flótta frá Úkraínu, dags. 06.05.22.
Í bréfinu kemur fram að sveitarfélög geta sótt um fjárhagslega stuðning vegna barna á flótta frá Úkraínu sem búsett eru í sveitarfélaginu. Stuðningurinn getur numið allt að kr. 200.000 á barn og er ætlaður til að styðja við móttöku, undirbúning á skólastarfi og virka þátttöku barnanna.
4. 2205194 - Umsókn Sentia sálfræðistofu um aðstöðu í Heiðmörk fyrir námskeið.
Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar bæjarstjóra.
5. 2106507 - Tilboð í framkvæmdir við byggingu leikskóla í Urriðaholti.
Lögð fram eftirfarandi tilboð í framkvæmdir við byggingu leikskóla í Urriðaholt ? Urriðaból.

Þarfaþing hf. kr. 1.489.083.561
Fortis ehf. kr. 1.448.688.779

Kostnaðaráætlun kr. 1.189.168.816

Lagt fram minnisblað Juris og exa nordic ehf., dags. 16. maí 2022.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Fortis ehf. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
6. 2205212 - Drög að samningi um rekstur leikskóla í Urriðaholti
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir drögum að samningi við Skóla ehf. um rekstur leikskóla í Urriðaholti en starfsemin mun fara fram í húseiningum á þjónustulóð sem staðsett er á deiliskipulagssvæði vesturhluta Urriðaholts með aðkomu frá Kauptúni

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).