Fundargerðir

Til baka Prenta
Leikskólanefnd Garðabæjar
28. fundur
23.11.2021 kl. 08:30 kom leikskólanefnd Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Kristjana F Sigursteinsdóttir aðalmaður, María Guðjónsdóttir aðalmaður, Torfi Geir Símonarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Valborg Ösp Á. Warén aðalmaður, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Halldóra Pétursdóttir leikskólafulltrúi, Hjördís Guðrún Ólafsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Aðalheiður Eva Viktorsdóttir fulltrúi starfsmanna.

Fundargerð ritaði: Halldóra Pétursdóttir leikskólafulltrúi.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2111242 - Fjárhagsáætlun leikskóla 2022
Lúðvík Hjalti Jónsson kynnti fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2022.
2. 2109472 - Starfsáætlanir leikskóla 2021 - 2022
Starfs- og matsáætlanir lagðar fram til kynningar. Leikskólanefnd vill koma á framfæri að góð þróun og framfarir hafa átt sér stað við gerð áætlananna.
3. 2109208 - Innritun í leikskóla haust 2021.
Upplýst var um stöðu innritunar og vinnu að gerð auglýsingaherferðar sem hófst á mánudaginn 22. nóvember.
4. 1911163 - Lýðræðisstefna Garðabæjar- endurskoðun
Hulda Hauksdóttir kynnti vinnu við endurskoðun á lýðræðisstefnu Garðabæjar.
5. 2111198 - Sérverkefnasjóður leikskóla
Sérverkefnasjóðurinn hefur aftur verið settur á fót, reglur verða settar um notkun hans.
6. 2110298 - Umsóknir um ytra mat í leikskólum
Beiðni Garðabæjar um ytra mat á leikskóladeild Urriðaholtsskóla var hafnað sökum þess hve stutt er síðan leikskóli var tekin út sveitarfélaginu.
7. 2111240 - Tilfærsla á skipulagsdegi
Beiðni á tilfærslu á starfsdegi Akra frá 11. janúar til 25. maí 2022 samþykkt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).