Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
2. (917). fundur
02.02.2023 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Harpa Rós Gísladóttir varabæjarfulltrúi. Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi. Margrét Bjarnadóttir bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi. Ingvar Arnarson bæjarfulltrúi. Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi. Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Fundargerð fundar bæjarstjórnar frá 19. janúar er lögð fram.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2301034F - Fundargerð bæjarráðs frá 24/1 ´23.
Fundargerðin sem er 10. tl., er samþykkt samhljóða.
2. 2301041F - Fundargerð bæjarráðs frá 31/1 ´23.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi 8. tl., drög að samningi við Lækjarkór um uppbyggingu íbúðarbyggðar við Víðiholt á Álftanesi.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 8. tl., drög að samningi við Lækjarkór um uppbyggingu íbúðarbyggðar við Víðiholt á Álftanesi. Sara Dögg lagði fram eftirfarandi bókun.

„Viðreisn fagnar því sérstaklega að nú sé í fyrsta skipti kveðið á um forkaupsrétt Garðabæjar á íbúðum af verktaka á kostnaðarverði og Garðabær taki nú af skarið og horfi til fjölbreyttari leiða til að tryggja félagslegt húsnæði. Hér er hafin vegferð sem Viðreisn talar fyrir og hefur ítrekað lagt til.“

Almar Guðmundsson, ræddi 8. tl., drög að samningi við Lækjarkór um uppbyggingu íbúðarbyggðar við Víðiholt á Álftanesi.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi að nýju 8. tl., drög að samningi við Lækjarkór um uppbyggingu íbúðarbyggðar við Víðiholt á Álftanesi. Þorbjörg lagði fram eftirfarandi bókun.

„Garðabæjarlistinn fagnar því að í samningi Garðabæjar og Lækjarkórs sé gert ráð fyrir forkaupsrétti Garðabæjar á tveimur íbúðum til félagslegrar leigu. Mikilvægt er að slíkir samningar verði markvisst gerðir áfram, svo fjölga megi félagslegu húsnæði samhliða uppbyggingu í bænum. Einnig er brýnt að auka enn frekar framboð á hagkvæmu húsnæði sem fellur undir lög um almennar íbúðir. Garðabæjarlistinn leggur áherslu á að Garðabær undirriti samning við innviðaráðherra um uppbyggingu á grundvelli rammasamnings ríkis og sveitarfélaga hið fyrsta.“

Fundargerðin sem er 10. tl., er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála.
 
2204292 - Drög að samningi við Lækjarkór um uppbyggingu íbúðarbyggðar við Víðiholt á Álftanesi.
 
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða samning við Lækjarkór ehf. um uppbyggingu íbúðarbyggðar á Álftanesi.

Um er að ræða byggingu tveggja fjölbýlishúsa með samtals 50 íbúðum og 20 raðhús.
 
3. 2301026F - Fundargerð fjölskylduráðs frá 18/1 ´23.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 4. tl., viljayfirlýsingu ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk og 5. tl., tilkynningu félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um stöðu aðgerða í framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 5. tl., tilkynningu félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um stöðu aðgerða í framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021.

Fundargerðin er lögð fram.
4. 2301024F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 18/1 ´23.
Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 1. tl., verkferla varðandi aðgerðir í tengslum við rakaskemmdir í skólahúsnæði, 2. tl., skóladagatal leik- og grunnskóla skólaárið 2023-2024, 3. tl., tillögu um úttekt á stöðu frístunda- og tómstundastarfs fyrir börn á grunnskólaaldri og 4. tl., þróunarsjóð grunnskóla.

Fundargerðin er lögð fram.
5. 2301664 - Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 30/1 ´23.
Fundargerðin er lögð fram.
6. 2301453 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 6/1 og 20/1 ´23.
Hrannar Bragi Eyjólfsson, ræddi 1. tl., fg frá 6/1, þjónusta næturstrætó, 1. tl., fg. frá 20/1, fjárhagsstöðu Strætó, 2. tl., fg. 20/1, stöðu á vagnaflota Strætó og 3. tl., fg 20/1, útboð á akstri Strætó.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 1. tl., fg. frá 20/1, fjárhagsstöðu Strætó.

Fundargerðirnar lagðar fram.
7. 2301673 - Fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 20/1 ´23.
Ingvar Arnarson, ræddi 1. tl., markmið og áherslur svæðisskipulags 2022-2026, 2. tl., fjölgun á íbúðum í Hamranesi í Hafnarfirði, 3. tl., græni stígurinn og 4. tl. heimsókn nefndarinnar til sveitarfélaganna.

Fundargerðin er lögð fram.
8. 2301458 - Fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsv. frá 17/1 ´23.
Fundargerðin er lögð fram.
9. 2301333 - Samþykkt um breytingu á stjórn Garðabæjar vegna barnaverndarþjónustu (síðari umræða).
Almar Guðmundsson fór yfir tillögur að breytingum á viðauka III við samþykktir um stjórn Garðabæjar er varðar fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Garðabæjar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framkomnar breytingartillögur.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 1182/2022 ásamt viðauka III með áorðnum breytingartillögum.

Samþykkt að breytingum á samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 1182/2022 skal send innviðaráðuneytinu til staðfestingar.
10. 2301672 - Tillaga Viðreisnar um að tryggja frumkvæðisskyldu sveitarfélagsins.
Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu.

„Bæjarstjórn samþykkir að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að rýna og taka út framkvæmd sviðsins á frumkvæðisskyldu sveitarfélagsins með það að markmiði að tryggja að frumkvæðisskyldu sé ávallt sinnt sem skyldi. Ásamt því að koma með tillögur að úrbótum á verkferlum ef slíkt eigi við í tilviki Garðabæjar.
Samkvæmt 32. gr laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 segir: “Sveitarfélög skulu hafa frumkvæði að því að kynna sér aðstæður fatlaðs fólks og gera því grein fyrir rétti sínum samkvæmt lögum þessum og stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli þeirra. Sveitarfélag skal kynna umsækjanda þá þjónustu sem hann á rétt á og leiðbeina um réttarstöðu hans, m.a. ef hann á rétt á annarri þjónustu í stað þeirrar sem sótt er um eða til viðbótar henni.“

Greinargerð.
Í aðdraganda kosninga héldu Öryrkjabandalagið og Landssamtökin Þroskahjálp fundi um allt land í þeim tilgangi að fara yfir þær skyldur sem liggja á sveitarfélögum þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk. Frumkvæðisskyldan var sérstaklega ávörpuð á þeim fundum. Reynslan sýnir að sveitarfélög standa sig almennt illa og jafnvel afar illa við að uppfylla frumkvæðisskylduna.
Á sveitarfélögum liggur sú frumkvæðisskylda að kynna réttindi og þjónustu fyrir fötluðu fólki ásamt því að aðstoða einstaklinga að sækja um þá þjónustu. Gríðarlega mikilvægt er að frumkvæðisskyldan sé alltaf virt en sérstaklega þegar fólk með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir eiga í hlut. Staða þeirra er ekki sú sama og annars fatlaðs fólks og því líklegra en ella að þau fari á mis við þau réttindi og þjónustu sem þau eiga rétt á. Getur það því leitt til mismununar á grundvelli fötlunar þegar frumkvæðisskyldu er ekki sinnt. Sömuleiðis gæti sú staða myndast þegar ný þjónustuúrræði taka gildi.
Í nýsamþykktri stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga er kveðið á um að leita leiða til þess að efla og styrkja sveitarfélög um allt land til þess að sinna frumkvæðisskyldunni í samræmi við lög. Rétti tíminn er því núna hjá Garðabæ að taka út framkvæmdina á frumkvæðisskyldunni í Garðabæ.
Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar.

Gunnar Valur Gíslason, tók til máls og lagði til að tillögunni verði vísað til fjölskylduráðs. Gunnar Valur lagði fram eftirfarandi bókun.

„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja eðlilegt að umræða um frumkvæðisskyldu sveitarfélagsins fari fram á vettvangi fjölskylduráðs. Við teljum að almennt sé staða mála góð í Garðabæ hvað þetta varðar en að sjálfsögðu er mikilvægt að leita leiða til að bæta verklag frekar. Aðgengi að upplýsingum þarf að vera fyrir alla, verklag samræmt milli aðila sem veita þjónustu á ólíkum sviðum en um leið verður að gæta að persónuverndarsjónarmiðum.
Enginn vafi er á því að vinna við innleiðingu laga um farsæld barna og sú mikla áhersla sem lögð er á hana í fjárhagsáætlun og forgangsröðun verkefna á yfirstandandi ári mun tryggja framkvæmd frumkvæðisskyldunnar hjá sveitarfélaginu frekar í sessi.“

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, tók til máls. Þorbjörg lagði fram eftirfarandi bókun.
„Garðabæjarlistinn tekur heilshugar undir tillögu Viðreisnar og leggur til að bæjarstjórn samþykki hana. Frumkvæðisskylda sveitarfélaga spilar lykilhlutverk í þjónustu við fatlað fólk og mikilvægt er að vera sívakandi fyrir tækifærum til umbóta.“

Almar Guðmundsson, tók til máls.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, tók til máls að nýju.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögunni til fjölskylduráðs.
11. 2201384 - Tillaga að loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið.
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu að loftlagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið. Loftlagsstefnan hefur verið kynnt í skipulagsnefnd og umhverfisnefnd. Fyrir liggur jákvæð afstaða umhverfisnefndar.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, tók til máls um tillögu að loftlagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið.

Gunnar Valur Gíslason, tók til máls um tillögu að loftlagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið.

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög loftlagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið.

Við samþykkt stefnunnar verða aðgerðir sem þar eru kynntar hafðar að leiðarljósi við mótun á aðgerðaráætlun Garðabæjar í loftslagsmálum.
12. 2206112 - Lántaka samkvæmt fjárhagsáætlun Garðabæjar 2023.
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögu um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga samtals að fjárhæð kr. 600.000.000 samkvæmt lánssamningi nr. 2302_04G. Um er að ræða jafngreiðslulán til 17 ára, verðtryggt með 3,05% föstum vöxtum og án uppgreiðsluheimildar.

„Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 600.000.000, með lokagjalddaga þann 23. mars 2040, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér. Þá hefur bæjarstjórnin kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni. Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu Svansvottaðs leikskóla sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra, kt. 030572-2979, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Garðabæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.“

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu um lántöku.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).