Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
41. (1949). fundur
20.10.2020 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Björg Fenger aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði samkvæmt heimild í VI. bráðarbirgðarákvæði við sveitarstjórnarlög nr. 138/2011, sbr. lög nr. 18/2020, sbr. auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nr. 780/2020 og samþykkt bæjarstjórnar frá 20. ágúst 2020.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2001444 - COVID-19 - neyðarstig almannavarna.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi almannavarna sem haldinn var sl. föstudag en þar voru kynnt áform um breytingar á sóttvarnarráðstöfunum sem tóku gildi í dag. Áfram er kveðið á um strangar takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjóri sagði frá sameiginlegri tilkynningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um lokun íþróttamannvirkja og sundlauga.

Neyðarstjórn Garðabæjar kom saman til fundar sl. föstudag og var farið yfir stöðuna í stofnunum Garðabæjar og almennt áhrif farsóttarinnar á starfsemi bæjarins. Smit hafa komið upp í stofnunum bæjarins og starfsmenn og nemendur farið í einangrun og sóttkví.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálastjóri fóru yfir stöðu mála á sínum sviðum.

Bæjarfulltrúarnir, Sara Dögg Svanhildardóttir, Gunnar Valur Gíslason og Harpa Þorsteinsdóttir voru á fundi bæjarráðs undir dagskrárliðum 1-3.

Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri var á fundi bæjarráðs undir dagskrárliðum 1-3.
2. 1904109 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2020 - Viðaukar nr. 8, 9 og 10.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir viðaukum nr. nr. 8, 9 og 10 við fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2020.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi viðauka nr. 8, 9 og 10 við fjárhagsáætlun 2020 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Viðauki 8
Sumarstörf
Í byrjun sl. sumars var gerður viðauki vegna atvinnuátaks ungs fólks vegna áhrifa af Covid-19. Viðaukinn sem var gerður var byggður á áætlun miðað við umsóknir sem þá lágu fyrir. Nokkuð frávik urðu á þessari áætlun, sem skýra má vegna þess að það skiluðu sér ekki allir í vinnu og sumir unnu styttra en áætlað var. Einnig tókst ekki að ná þeim fjölda sem til stóð í atvinnuátak með endurgreiðslu Vinnumálastofnunar vegna þeirra takmarkana sem þær reglur gerðu ráð fyrir.
Miklu fleiri ungmenni sóttu vinnuskólann en áætlun gerði ráð fyrir, vegna slæmrar stöðu á vinnuarkaði.

Lagt er til að eftirfarandi breytingar verði gerðar:
Sumarátak ungs fólks -lækkun kostnaðar 56.000.000 11330-
Sumarátak með þátttöku Vinnumálastofnunar
Kostnaður lægri en áætlað var 19.500.000 11340-
Þátttaka Vinnumálastofnunar lægri en áætlað -18.200.000 11340-
Kostnaður umfram áætlun 1.300.000
Samtals lægri kostnaður sumarátaks 57.300.000

Vinnuskóli Garðabæjar viðbótarkostnaður 61.200.000 6271-
Mismunur kostnaðarauki 3.900.000

Kostnaðarauka mætt með hækkun tekna
af fasteignagjöldum vegna nýrra eigna.

Fasteignaskattur -3.900.000 00060-0011

Viðauki 9
Vegna nýrra kjarasamninga á árinu 2020 þarf að leiðrétta launaliði stofnana umfram það sem fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir að launaliðir hækkuðu. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 200 millj. kr. varasjóði sem m.a. átti að nýta til að leiðrétta launaliði mv. niðurstöðu kjarasamninga.

Lagt er til að eftirfarandi fjárhæðir fari til hver sviðs:
Félagsþjónustusvið 16.000.000 02-
Fræðslusvið 216.000.000 04-
Menningarmál 1.000.000 05-
Æskulýðs- og íþróttasvið 15.000.000 06-
Skipulags- og byggingamál 2.000.000 09-
Umhverfismál 4.000.000 11-
Sameiginlegur kostnaður 7.000.000 21-
Þjónustumiðstöð 4.000.000 31-
Samveitur 2.000.000 43-
Samtals 267.000.000

Kostnaðarauka skal mætt með eftirfarandi hætti:

Varasjóður 163.000.000 31916-7179
Útgjaldajöfnunarframlag 29.000.000 00100-0110
Grunnskólaframlag 45.000.000 00100-0141
Seldur byggingarréttur 30.000.000 31400-0397
Samtals 267.000.000


Viðauki 10
Fjölskyldusvið
Á fjölskyldusviði þarf að hækka fjárheimildir vegna þjónustu við fatlað fólk og kostnaðarauka við reksturs búsetukjarna við Unnargrund sem er til kominn vegna næturvakta og hækkunar á launumnýrra kjarasamninga.

Samtals 54.000.000

Kostnaðarauka skal mætt með eftirfarandi hætti.
Seldur byggingarréttur -54.000.000 31400-0397
3. 2006130 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar árið 2021 (2021-2024).
Fjármálastjóri gerði grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun og sagði frá því að stefnt væri að framlagningu fyrstu draga í næstu viku.

Lögð er fram útkomuspá og tekjuáætlun Sambands ísl. sveitarfélaga vegna staðgreiðslu útsvars.

4. 2010248 - Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis varðandi fresti til að leggja fram og afgreiða fjárhagsáætlun, dags. 15.10.20.
Bæjarráð samþykkir að fara þess á leit við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að bæjarráði Garðabæjar verði veittur frestur til 1. desember 2020 til framlagningar fjárhagsáætlunar og frestur til 31. desember 2020 til að afgreiða fjárhagsáætlun.

Frestir vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2021.pdf
5. 2006369 - Drög að viðauka við samning um rekstur hjúkrunarheimilis.
Bæjarstjóri kynnti drög að samkomulagi við Sjómannadagsráð um viðauka við samstarfsamning um rekstur hjúkrunarrýma og dagdvalar á Ísafold. Í samningum er gert ráð fyrir viðbótargreiðslum til að tryggja reksturinn út árið 2021. Samningsaðilar eru sammála um að komi ekki til verulegrar hækkunar daggjalda á fyrri hluta ársins 2021 sé sýnt að heimilið verði rekið með tapi og ekki forsendur fyrir hvorugan aðilann til að annast reksturinn.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarstjóra undirritun þess.

Bæjarráð ítrekar samþykkt bæjarstjórnar frá 3. september sl. um að bæjarstjóri undirbúi að afhenda ríkinu rekstur hjúkrunarheimilisins.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Viðauki - GBR og Sjómannadagsráð, dags. okt. 2020 (002).pdf
6. 1811027 - Drög að samkomulagi varðandi greiðslur fyrir byggingarrétt og heimild til veðsetningar.
Bæjarstjóri kynnti drög að samkomulagi við Miðengi ehf. sem gerir ráð fyrir að greiðsla vegna byggingarréttar lóðar við Lambamýri að fjárhæð kr. 466.666.666 renni óskert til Garðabæjar.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið og veitir heimild til veðsetningar vegna útgáfu á veðskuldabréfi að fjárhæð kr. 280.000.000.
7. 2010225 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, 14. mál., dags. 15.10.20.
Lagt fram.
8. 2010227 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning), 21. mál., dags. 15.10.2020.
Lagt fram.
9. 2010182 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 11. mál., dags. 13.10.2020.
Lagt fram.
10. 2010228 - Bréf Alþings varðandi frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála, 15. mál., dags. 15.10.2020.
Lagt fram.
11. 1911015 - Tilboð Mótáss hf. í byggingarrétt lóðar við Eskiás.
Hæstbjóðandi Mótás hf hefur lagt fram gögn varðandi fjárhagsstöðu sína, fjármögnun lóðar og byggingarframkvæmda.

Bæjarráð samþykkir tilboð Mótáss hf. að fjáræð kr. 154.000.000 í byggingarrétt lóðarinnar við Eskiás 10.

12. 2003434 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi yfirlit yfir staðsetningu gangbrauta, hraðahindrana, biðskyldu, umferðarhraða og stöðvunarskyldu.
Tillaga skipulagsnefndar um staðsetningu gangbrauta, hraðahindrana, biðskyldu, stöðvunarskyldu og hraðamörk hefur verið send lögreglu og liggur fyrir jákvæð umsögn.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna og að auglýsing verði birt í B-deild Stjórnartíðinda varðandi sérákvæði fyrir umferð í Garðabæ í samræmi við framlagða tillögu, sbr. 1. og 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.
13. 2010233 - Bréf HS Veitna hf. varðandi uppsetningu og rekstur gatnalýsingar, dags. 12.10.2020.
Í bréfinu er boðað til viðræðna um breytt verklag varðandi þjónustu, viðhald og uppsetningu gatnalýsingar.

Bæjarráð vísar bréfinu til bæjarstjóra.
Uppsetning og rekstur gatnalýsingar - niðurfelling á.pdf
14. 2006151 - Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á samþykkt bæjarstjórnar um nýtt deiliskipulag fyrir Lundahverfi.
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem fram kemur að kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar bæjarstjórnar Garðabæjar frá 20. febrúar um að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir Lundahverfi er hafnað.
3535_001.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).