Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
25. (1983). fundur
06.07.2021 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Ingvar Arnarson varamaður, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2103572 - Kinnargata 36 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita, Hestahofi ehf., kt. 500197-2269, leyfi fyrir byggingu raðhúss að Kinnargötu 36.
2. 2103569 - Kinnargata 38 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita, Steinvöru Almy Haraldsdóttur, kt. 230869-3599, leyfi fyrir byggingu raðhúss að Kinnargötu 38.
3. 2103571 - Kinnargata 40 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita, Súsönnu Viderö, kt. 200868-2189, leyfi fyrir byggingu raðhúss að Kinnargötu 40.
4. 2103570 - Kinnargata 42 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita, Sverri Sigurgeirssyni, kt. 290991-2699, leyfi fyrir byggingu raðhúss að Kinnargötu 42.
5. 1906243 - Sunnakur 3 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Inga Sturlu Þórissyni, kt. 060782-5989, leyfi fyrir stækkun kjallara í núverandi húsi að Sunnakri 3.
6. 2008103 - Þórsgrund 2 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Alþjóðaskólanum Íslandi, kt. 510407-0160, leyfi til að byggja skólahúsnæði að Þórsgrund 2.
7. 2103137 - Úthlutun hesthúsalóða við Kjóavelli.
Á fund bæjarráð mættu Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri og Sólveig Helga Jóhannsdóttir, skipulagsfræðingur vegna útdráttar á umsóknum um lóðir fyrir hesthús.

Dregið var úr umsóknum eftir tegundum lóða og umsækjandi skráður á lóð viðkomandi tegundar í eftirfarandi röð, Sunnuvellir, Æsuvellir Stjörnuvellir, Tinnuvellir og Orravellir

Eftirfarandi aðilum var úthlutað hesthúsalóð við Kjóavelli.

Lóð Teg. Lengd Úthlutunarhafi
byggingareits
Sunnuvellir 1A P 10 Benjamín Markússon
Sunnuvellir 1B P 10 Viðvík ehf
Sunnuvellir 2 E 30 Erla Guðný Gylfadóttir
Sunnuvellir 3 E 30 Þórunn Hannesdóttir
Sunnuvellir 4 E 30 Ingibjörg Guðrún Jafetsdóttir
Sunnuvellir 5 E 30 Svanheiður Lóa Rafnsdóttir
Sunnuvellir 6 E 30 Ævar Valgeirsson
Sunnuvellir 7 E 30 Viggó Sigursteinsson
Sunnuvellir 8A P 12,5 Elma Rún Benediktsdóttir
Sunnuvellir 8B P 12,5 Hlynur Ingi Grétarsson
Sunnuvellir 9 E 25 Sigurður Jóhann Tyrfingsson

Æsuvellir 1A P 15 Valdimar Grímsson
Æsuvellir 1B P 15 Ragnar Stefánsson
Æsuvellir 2A P 10 Birkir Fannar Bragason
Æsuvellir 2B P 10 Birkir Fannar Bragason
Æsuvellir 3 E 25 Nýhöfn 1-5 ehf / Halldór M Ólafsson
Æsuvellir 4 E 25 Magnús Þór Jóhannsson
Æsuvellir 5 E 20 Sigrún Valdimarsdóttir
Æsuvellir 6 E 20 Bergur Sandholt
Æsuvellir 7 E 20 Jónas Már Gunnarsson
Æsuvellir 8 E 20 Þórunn Björk Jónsdóttir
Æsuvellir 9A P 15 Albert Þór Magnússon
Æsuvellir 9B P 15 Ari Edwald
Æsuvellir 10 E 30 Guðlaugur B Ásgeirsson
Æsuvellir 11 E 30 Sveinbjörn Sveinbjörnsson
Æsuvellir 12 E 30 Guðlaugur B Ásgeirsson

Stjörnuvellir 1A P 15 Jarðval sf / Árni Geir
Stjörnuvellir 1B P 15 Skoðun ehf
Stjörnuvellir 2A P 12,5 Baldur Þór Halldórsson
Stjörnuvellir 2B P 12,5 Magnús Kristinsson
Stjörnuvellir 3 E 30 Hannes Sigurjónsson
Stjörnuvellir 4 E 30 Sigurður Örn Ágústsson
Stjörnuvellir 5 E 20 Gunnar Sverrisson
Stjörnuvellir 6 E 20 Kristbjörg Stella Hjaltadóttir
Stjörnuvellir 7A P 12,5 Lárus Bjarni Guttormsson
Stjörnuvellir 7B P 12,5 Guðný Katla Guðmundsdóttir
Stjörnuvellir 8A P 12,5 Óskar Jósefsson
Stjörnuvellir 8B P 12,5 Sverrir Þór Karlsson
Stjörnuvellir 9 E 30 Bohus ehf / Hólmsteinn Brekkan
Stjörnuvellir 10 E 30 Bryndís Mjöll Gunnarsdóttir

Tinnuvellir 1 E 20 Hanna Heiður Bjarnadóttir
Tinnuvellir 2 E 40 Ríkharður Flemming Jensen
Tinnuvellir 3 E 25 Fastbygg ehf / Sigurður Tyrfingsson
Tinnuvellir 4 E 30 Hermann Ingason
Tinnuvellir 5 E 30 Petra Björk Mogensen
Tinnuvellir 6 E 30 Guðrún Randalín Lárusdóttir
Tinnuvellir 7 E 30 Védís Sigurjónsdóttir
Tinnuvellir 8 E 20 Tómas Bragason
Tinnuvellir 9 E 20 Ólafur Þórisson
Tinnuvellir 10 E 30 Hermann Arason
Tinnuvellir 11 E 30 Inga Cristina Campos

Orravellir 2 E 25 Sveinn Ingvi Valgeirsson
Orravellir 4 E 25 Jón Gunnar Stefánsson
Orravellir 6 E 20 Guðjón Jónasson
Orravellir 8 E 20 Björn Flygenring
Orravellir 10 E 20 Ágúst Bjarnason
Orravellir 12A P 12,5 Elín Sigríður Gísladóttir

Garðabær áskilur sér rétt, komi til þess að úthlutunarhafar falli frá úthlutun, að færa úthlutunarrétt milli lóða til að tryggja samfellu í uppbyggingu svæðisins.

8. 2006130 - Gjaldskrá skólamálsverða í grunnskólum skólárið 2021-2022.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir forsendum breytinga á gjaldskrá skólamálsverða.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrá skólamálsverða til að gilda fyrir skólaárið 2021-2022.
9. 2105431 - Samningur við Terru um leigu á einingum fyrir leikskóla.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir samningi við Terru um leigu á einingum fyrir leikskóla sem staðsettur verður við hlið leikskólans Sunnuhvols á Vífilsstöðum og hefur verið nefndur Mánahvoll.

Ingvar Arnarson, lagði fram eftirfarandi bókun.

„Við í Garðabæjarlistanum teljum eðlilegt að þegar gengið er til samninga um kaup eða leigu á færanlegu húsnæði sé farið í útboð, enda er fjárhæð þessa samnings langt yfir viðmiðunarfjárhæðum sem kveðið er á um í lögum um opinber innkaup. Í ljósi þess getum við ekki samþykkt að Garðabær gangi til samninga um leigu og forkaupsrétt á gámaleikskóla í eigu Terra. Auk þess teljum við óásættanlegt að gengið sé til samninga án útboðs við fyrirtæki sem er að hluta í eigu forseta bæjarstjórnar. Stefna Garðabæjarlistans er að öll meiriháttar innkaup fari í útboð og tryggja þannig gagnsæi og góða nýtingu á skattfé Garðbæinga.“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði lögðu fram eftirfarandi bókun,

„Garðabær leggur ríka áherslu á þjónustu við foreldra með börn á leikskólaaldri. Fjölgun barna í Garðabæ er mikil um þessar mundir og brýnt að börnum sé útveguð leikskólavist við 12 mánaða aldur eins og Garðabær leggur upp með.
Leiga fasteignar eins og þeirrar sem hér um ræðir er undanskilin gildisviði laga um opinber innkaup nr. 120/2016. Öll tilvísun í viðmiðunarfjárhæðir samkvæmt þeim lögum á ekki við hér.
Varðandi hæfi bæjarfulltrúa vísast til ákvæða sveitarstjórnalaga og samþykktar um stjórn Garðabæjar sem fylgt hefur verið hvívetna í þessu máli eins og öðrum málum sem koma til umfjöllunar og afgreiðslu bæjaryfirvalda“.

Bæjarráð samþykkir samninginn með fjórum atkvæðum (ÁHJ,SHJ,AG,GVG) gegn einu (IA).

Bæjarráð vísar samningnum til afgreiðslu á fundi bæjastjórnar 19. ágúst nk.

10. 1806404 - Opnun tilboða í framkvæmdir við stíg í Garðahrauni efra sunnan Flata.
Eftirfarandi tilboð bárust í framkvæmdir við lagningu stígs í Garðahrauni.

Stéttarfélagið ehf. kr. 82.830.000
Loftorka ehf. kr. 41.600.000
Ljósþing ehf. kr. 100.100.000
Stálborg ehf. kr. 62.756.500
Dráttarbílar ehf. kr. 79.425.771
Urð og grjót ehf. kr. 35.001.600
Bjössi ehf. kr. 55.500.000

Kostnaðaráætlun kr. 51.938.500

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Urðar og grjóts ehf.. Samþykktin er með fyrirvara um að um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun
11. 2106642 - Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis varðandi innheimtu dráttarvaxta af kröfum vegna fasteignagjalda, dags. 28.06.21.
Bæjarráð vísar málinu til skoðunar hjá bæjarstjóra og felur honum að veita ráðuneytinu umbeðnar upplýsingar.

Til allra sveitarfélaga varðandi innheimtu dráttarvaxta.pdf
12. 1808087 - Framkvæmdir við fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri - áfangaskýrsla.
Deildarstjóri umhverfis og framkvæmda gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við fjölnota íþróttahús.

Lögð fram stöðuskýrsla, dags. 3. júlí 2021.

Almar Guðmundsson, lagði fram eftirfarandi bókun.

„Undirritaður sat í undirbúnings- og dómnefnd fyrir byggingu fjölnota íþróttahúss ásamt Björgu Fenger, sem var formaður, Baldri Svavarssyni, fulltrúa minnihluta bæjarstjórnar, og Sigurði Bjarnasyni og Guðrúnu Dóru Brynjólfsdóttur sem tilnefnd voru af íþróttafélögum í Garðabæ.
Niðurstaðan var að hanna fjölnota íþróttahús með áherslu á æfingaaðstöðu fyrir knattspyrnuiðkendur, sérstaklega þá yngri. Húsið hefur aldrei verið hugsað sem vettvangur fyrir keppni í efstu deildum, nema í undantekningartilvikum, enda fer keppni í meistaraflokkum í knattspyrnu nánast eingöngu fram utandyra. Húsið verður svo sannarlega fjölnota enda verða alls um 4.800 m2 á þremur hæðum til notkunar í ýmislegt tengt líkams- og heilsurækt auk fræðslu og kennslu. Í húsinu verður m.a. að finna styrktar- og lyftingasal, svalir með hlaupaundirlagi og klifurvegg ásamt því að unnt verður að nota húsið fyrir tónleikahald.
Framganga oddvita Garðabæjarlistans í fjölmiðlum í tengslum við málið er ámælisverð enda er málflutningur hennar í öllum meginatriðum byggður á rangfærslum. Rétt er að fram komi að fulltrúar Garðabæjarlistans hafa aldrei greitt atkvæði gegn málinu né setið hjá þegar það hefur komið til afgreiðslu.“

Almar Guðmundsson, bæjarfulltrúi.
13. 2105037 - Skýrsla Byggðastofnunar um samanburð á fasteignamati og fasteignagjöldum árið 2021.
Lögð fram til upplýsingar.
14. 2105420 - Svar við fyrirspurn varðandi áætlun eða mat um endurskoðun á stefnum bæjarins.
Lagt fram.
Stefnur Garðabæjar_svar við fyrirspurn_020721.pdf
Stefnur Garðabæjar_gildistími_endurskoðun_júlí2021.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).