Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
6. (1915). fundur
11.02.2020 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1808087 - Fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri - staða framkvæmda.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum lykilstjórnenda varðandi ágreining um viðbótarkostnað við grundun hússins.

Þá sagði bæjarstjóri frá fundi verkkaupa og verktaka, sem haldinn var 7. febrúar sl. þar sem verktakinn kynnti nýjar tillögur við hönnun á grundun hússins.

Björg Fenger, bæjarfulltrúi, sat fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
2. 1910339 - Dýjagata 12 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Tómasi Jónassyni, kt. 070880-2969, leyfi til að stækka einbýlishús í byggingu að Dýjagötu 12.
3. 1504148 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi nýtt deiliskipulag fyrir Lundahverfi.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um nýtt deiliskipulag fyrir Lundahverfi samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og liggja fyrir tillögur að svörum.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að svörum við innsendum athugasemdum og deiliskipulagið með eftirfarandi áorðnum breytingum frá auglýstri tillögu:

Byggingarreitir raðhúsanna við Reynilund 11, 13, 15 og 17 eru stækkaðir þannig að byggingarreitur við suðurhlið húsanna (baklóð) verður dreginn sem bein lína og getur þá komi til stækkunar bílskúrs um 10 m2.

Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Jafnframt skal senda þeim aðilum sem athugasemdir gerðu umsögn um þær.

Lagður fram tölvupóstur Albínu Tordarson, íbúa að Reynilundi 17 þar sem afgreiðslu skipulagsnefndar er mótmælt, dags. 10.02.2020.
4. 2001378 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um stækkun byggingarreits að Sjávargötu 13.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að hafna umsókn lóðareiganda að Sjávargötu 13 um stækkun byggingarreits.
5. 2001382 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um breytta notkun fasteignar að Breiðabólsstöðum.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að leyfa að hesthúsi að Breiðabólsstöðum verði breytt í íbúðarhúsnæði enda er húsnæðið staðsett á landnotkunarreit íbúðarbyggðar samkvæmt aðalskipulagi.
6. 2001499 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts vestra vegna lóðarinnar að Eikarási 10.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Hraunsholts vestra (Ásahverfi) í tilefni umsóknar um byggingu á garðhýsis á lóðinni við Eikarás 10, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga.
7. 1809192 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna svæðis á Grundum.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga vegna svæðis við Ægisgrund. Tillagan gerir ráð fyrir að afmarkað verði nýtt svæði við Hraunsholtslæk fyrir samfélagsþjónustu.
8. 1710090 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda vegna Ægisgrundar 1-5.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda samkvæmt 1.mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga, þar sem gert verður ráð fyrir að opið svæði við Hraunsholtslæk breytist í svæði fyrir lóð Alþjóðaskólans á Íslandi ásamt því að áfram er gert ráð einbýlishúsalóðum á svæðinu. Tillagan var auglýst og bárust engar athugasemdir.
9. 2001465 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi lóð fyrir búsetukjarna.
Lagt fram minnisblað tækni-og umhverfissviðs þar sem gerð er grein fyrir fimm tillögum að 5 valkostum fyrir staðsetningu búsetukjarna fyrir fatlað fólk.
Bæjarráð vísar minnisblaðinu til kynningar í fjölskylduráði og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.

Eiríkur Björn Björgvinsson, vék af fundi undir þessum dagskrárlið.


10. 1902148 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Flata vegna lóðarinnar að Markarflöt 51.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Flatahverfi í tilefni umsóknar um
stækkun byggingarreits vegna viðbyggingar við einbýlishúsið að Markarflöt 51, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga.
11. 1912164 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi austurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Holtsveg 53.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um óverulega breytingu á deiliskipulagi austurhluta Urriðaholts samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna lóðarinnar við Holtsveg 53.

Grenndarkynning fellur niður samkvæmt heimild í 3. mgr. 44. gr. þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða lóðarhafa.
12. 1805129 - Tillaga um útboð á ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.
Fyrir er tekið bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi akstursþjónustu fatlaðs fólks ásamt fylgigögnum, dags. 10. febrúar 2020.

Björg Fenger, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Strætó bs., sat fund bæjarráðs undir þessum lið. Björg gerði nánari grein fyrir tillögu um að Strætó bs. annist útboð á þjónustunni og fór yfir framlögð gögn.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila Strætó bs. að annast sameiginlegt útboð með Reykjavík, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk á grundvelli fyrirliggjandi draga að samningi, sameiginlegum reglum og þjónustulýsingu.

Bæjarráð vísar drögum að samningi, sameiginlegum reglum og þjónustulýsingu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Akstursþjónusta fatlaðs fólks -bref Garðabær.pdf
13. 2002062 - Bréf Fjölbrautaskólans í Garðabæ varðandi aðgang að landsvæði til útikennslu og ræktunar, dags. 04.02.20.
Bæjarráð tekur jakvætt í erindið og vísar því til umfjöllunar í skipulagsnefnd og umhverfisnefnd.
Til Bæjarráðs Garðabæjar vegna beiðnar um landsvæði.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:40. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).