Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
4. (1913). fundur
28.01.2020 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarráðs í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2001379 - Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar varðandi úttekt á stjórnarháttum/áætlunargerð Sorpu bs. vegna framkvæmda við gas- og jarðgerðarstöð, dags. í desember 2019. (kynning á fundi)
Á fund bæjarráðs mættu frá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar Anna Margrét Jónsdóttir, Þórunn Þórðardóttir, Sigrún Jóhannesdóttir og Jenný Jensdóttir og frá stjórn Sorpu bs. Birkir Jón Jónsson, formaður og Líf Magneudóttir, varaformaður. Gerðu þau nánari grein fyrir skýrslu um úttekt á stjórnarháttum/áætlunargerð Sorpu bs. vegna framkvæmda við gas- og jarðgerðarstöð. Skýrslan var gerð að beiðni stjórnar Sorpu bs. í framhaldi af upplýsingum um frávik frá samþykktri fjárhagsáætlun að fjárhæð 1.356 mkr.

Björg Fenger, bæjarfulltrúi, sat fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, vék af fundi kl. 08:50 og tók Gunnar Einarsson, sæti sem bæjarráðsfulltrúi í hennar stað.

Sara Dögg Svanhildardóttir, lagði fram eftifarandi bókun.

„Bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans tekur undir með niðurstöðu Innri endurskoðunar um að lög um skipan opinberra framkvæmda eigi ætíð að vera höfð til hliðsjónar við stórar framkvæmdir á vegum byggðasamlags í eigu sveitarfélaga. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hljóta að þurfa að bregðast við þessari skýrslu með nýjum og bættum vinnubrögðum fyrirtækja í þeirra eigu sem byggja á gagnsæi og tryggja almannahagsmuni íbúanna.
Því kallar undirrituð eftir aðgerðaráætlun annars vegar frá SSH og hins vegar frá Sorpu um þær úrbætur sem á að ráðast í.“

Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir dagskrárliðum 1 og 2
IE19090002 SORPA stjórnarhættir áætlunargerð og GAJA.pdf
2. 1904109 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2020 - lántaka.
Fjármálastjóri kynnti tillögu um samþykkt á lántöku á árinu 2020 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 1.000 mkr. samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. Lagður fram lánssamningur. Um er að ræða jafngreiðslulán, verðtryggt til 15 ára með 1,67% föstum vöxtum

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3. 1910158 - Kinnargata 24 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vesturhlíð ehf., kt. 630115-0350, leyfi til að byggja einbýlishús að Kinnargötu 26.
4. 1911051 - Kinnargata 26 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Bergþóri Ásgeirssyni, kt. 051187-2539, leyfi til að byggja einbýlishús að Kinnargötu 26.
5. 2001345 - Bréf Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa varðandi niðurfellingu fasteignagjalda af golfskála, dags. 25.01.20.
Bæjarráð samþykkir að veita Styrktar- og líknarsjóði Oddfellowa styrk að fjárhæð kr. 2.001.780 til greiðslu fasteignagjalda af golfskála árið 2020.
6. 2001342 - Bréf UMF Stjörnunnar varðandi niðurfellingu fasteignagjalda, dags. 17.01.20.
Bæjarráð samþykkir að veita UMF Stjörnunni styrk að fjárhæð kr. 1.918.980 til greiðslu fasteignagjalda árið 2019.
7. 2001319 - Bréf Sambands ísl. sveitarfélaga varðandi boðun landsþings, dags. 20.01.20.
Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um boðun landsþings 26. mars 2020.
8. 2001299 - Bréf Umhverfisstofnunar varðandi endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í sveitarfélaginu, dags. 10.01.20.
Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar tækni- og umhverfissviðs.
Endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í sveitarfélaginu.pdf
9. 2001278 - Tilkynning frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu varðandi mótun menntastefnu til 2030, dags. 17.01.20.
Lögð fram og vísað til kynningar í skólanefnd grunnskóla og leikskólanefnd.
10. 2001206 - Tilkynning frá forsætisráðuneytinu varðandi skýrslu um sjálfstæðar stjórnsýslunefndir, dags. 14.01.20.
Lögð fram.
11. 1606034 - Samningur við Vegagerðina um endurbætur og framkvæmdir við Hafnarfjarðarveg.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

12. 2001383 - Bréf HMS varðandi uppfærslu á húsnæðisáætlun Garðabæjar, dags. 20.01.20.
Bæjarráð vísar bréfinu til vinnslu hjá fjölskyldusviði og til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).