Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
7. fundur
10.08.2022 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Hlynur Elías Bæringsson aðalmaður, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Anna María Guðmundsdóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2208190 - Samgöngu-og þróunarás í Garðabæ. Rammahluti aðalskipulags
Jóhanna Helgadóttir arkitekt og skipulagsfræðingur hjá Nordic kynnti helstu forsendur fyrir vinnu við mótun skipulags á Þróunarsvæði A og Hafnarfjarðarvegi milli bæjarmarka sem hún leiðir fyrir hönd ráðgjafateymis. Auk Jóhönnu voru Helgi Mar Hallgrímsson hjá Nordic og Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og Berglind Hallgrímsdóttir hjá Eflu viðstödd fundinn undir þessum lið.
Heiti verkefnisins verður "Samgöngu-og þróunarás í Garðabæ. Rammahluti aðalskipulags."
Rammahlutinn verður settur fram sem breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030.
Skipulagsnefnd felur ráðgjafateymi að vinna verkefnislýsingu í samráði við tækni-og umhverfissvið Garðabæjar.
2. 2202488 - Deiliskipulag Vetrarmýrar og Smalaholts. Golfvöllur og útivistarskógur.
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu deiliskipulagsferlis vegna Vetrarmýrar og Smalaholts. Þráinn Hauksson og Halldóra Narfadóttir hjá Landslagi ehf gerðu grein fyrir innihaldi tillögunnar.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sem verkefnislýsingu deiliskipulagsgerðar viðkomandi svæðis í samræmi við 1.mgr.40.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
3. 2207039 - Garðatorg - skipulagsbreyting - Útisvæði veitingahúsa og verslana
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Vífilsstaðavegar og Bæjarbrautar sem gerir ráð fyrir útisvæðum veitingastaða sunnan húsa við Garðatorg 4 og 6 meðfram Vífilsstaðavegi. Rekstraraðilar veitingastaða og kaffihúsa í umræddum húsum hafa óskað eftir því að hafa heimild til þess að útbúa útisvæði þar sem hægt verður að bera fram veitingar á sólríkum dögum. Nú þegar hafa stéttir utan lóðar við hús númer 6 verið notaðar í þessum tilgangi. Tillögunni er ætlað að skapa stoð í deiliskipulagi fyrir rekstri útisvæða veitingastaða og verslana.

Tillagan er í samræmi við markmið deiliskipulags Vífilsstaðavegar og Bæjarbrautar og deiliskipulags miðbæjar Garðabæjar sem eru m.a. að styrkja ímynd Garðatorgs sem miðbæjar Garðabæjar.

Í greinargerð á uppdrætti deiliskipulags Vífilsstaðavegar og Bæjarbrautar bætist við grein:

2.6 Útisvæði við verslunar-og þjónustuhús
Meðfram suðurhlið húsanna Garðatorg 4 og Garðatorg 6 er heimilt að útbúa útisvæði fyrir veitingahús og verslanir utan lóðar í allt að 2 m fjarlægð frá húsvegg enda liggi fyrir leyfi sýslumanns til útiveitinga og landeiganda (Garðabæjar). Stjórn viðkomandi húsfélags skal gefinn kostur á veita umsögn um veitingu leyfis og er landeiganda heimilt að setja skilyrði fyrir starfseminni. Yfirborð verði hellulagt og heimilt verður að gróðursetja lágreistan runnagróður milli gangstéttar og útisvæðis. Heimilt er að gera skjólveggi í kringum útisvæði sem að hámarki geta verið 1 m háir og skulu þeir hannaðir af arkitekt viðkomandi húss.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi Vífilsstaðavegar og Bæjarbrautar í samræmi við 2.mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga. Grenndarkynna skal eigendum, íbúum og húsfélögum að Garðatorgi 4 og Garðatorgi 6.


4. 2206032 - Lambhagi 20 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir 24 m2 sólstofu við norðvestur gafl íbúðarhússins að Lambhaga 20.
Þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu og tillagan er í samræmi við landnotkun aðalskipulags, byggðarmynstur og þéttleika vísar skipulagsnefnd umsókninni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
Grenndarkynna skal eigendum og íbúum að Lambhaga 5,6,7,8,9,10 og 19.
Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
5. 2204125 - Einilundur 2 - Umsókn um byggingarleyfi
Skipulagsstjóri gerði grein fyrir fundi með lóðarhafa vegna útfærslu skjólveggja á lóð og girðinga við lóðarmörk. Málinu frestað til næsta fundar.
6. 2206452 - Gilsbúð 5 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um það hvort heimilað verði að stækka byggingarreit atvinnuhúsnæðis að lóðarmörkum að norðan og vestanverðu og að auka nýtingarhlutfall sem stækkuninni nemur.
Skipulagsnefnd bendir á að 5 metra breið kvöð um holræsi er á lóð meðfram vesturmörkum og því verður ekki unnt að láta byggingarreit ná yfir svæðið sem kvöðin nær til.
Athafnalóðir við Gilsbúð eru innan skipulags Bæjargils sem samþykkt var í bæjarstjórn árið 1984. Þar sem að á þeim tíma hafði Aðalskipulag Garðabæjar ekki verið staðfest telst deiliskipulag Bæjargils ekki vera í gildi sbr.úrskurð um deiliskipulag Arnarness nr.23/2010.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugsemd við að skipulagsstjóri vísi byggingarleyfisumsókn fyrir viðbyggingu á baklóð sem taki tillit til kvaðar um holræsi til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.Skipulagslaga.
7. 2206420 - Bæjargil 51 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa að Bæjargili 51 um það hvort heimilað verði að stækka lóðina til austurs að opnu svæði milli íbúðarhúsa og stofnstígs meðfram Arnarneslæk.
Deiliskipulag Bæjargils var samþykkt í bæjarstjórn árið 1984. Þar sem að á þeim tíma hafði Aðalskipulag Garðabæjar ekki verið staðfest telst deiliskipulag Bæjargils ekki vera í gildi sbr.úrskurð um deiliskipulag Arnarness nr.23/2010.
Byggingarleyfi fyrir bílageymslu var veitt fyrir bílageymslu af sömu stærð árið 1996 en ekki kom til framkvæmda.
Skiplagsnefnd gerir ekki athugasemd við að skipulagsstjóri vísi byggingarleyfisumsókn sem gerir ráð fyrir stækkun lóðar og staðsetningu bílageymslu til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.Skipulagslaga nr.123/2010. Eysteinn Haraldsson vék af fundi undir þessum lið.
8. 2205204 - Víkurgata 1-7 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa um það hvort heimilað verði að skipta raðhúseiningunni Víkurgata 7 upp í tvær íbúðir. Einnig er spurt hvort heimilað verði að koma fyrir bílastæðum á lóð með beint aðgengi frá Víkurgötu og í sömu akstursstefnu. Vísað er til þess að í eldri útfærslu deiliskipulags hafi verið gert ráð fyrir tveimur íbúðum í raðhúseiningunni.
Skipulagsnefnd telur að lega bílastæðis meðfram Víkurgötu sé óæskileg enda hefði hún áhrif á ofanvatnsrás sem skipulag og gatnahönnun gerir ráð fyrir á þessum stað og hefur þegar verið gengið frá.
Skipulagsnefnd telur að það væri fordæmisgefandi fyrir sérbýliseiningar í Urriðaholti og víðar í Garðabæ að skipta raðhúseiningunni upp í tvær eignir.
Umsögn deiliskipulagsráðgjafa og Urriðaholts dags. 17.nóvember 2020 mælti ekki með þeirri ráðstöfun.
Svar skipulagsnefndar er því neikvætt.
9. 2203574 - Leiksvæði í Urriðaholti. Deiliskipulagsbreyting. Urriðaholt vesturrhluti.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Urriðaholts vesturhluta og Urriðaholts austurhluta að lokinni auglýsingu. Tillagan gerir ráð fyrir tilfærslu og stækkun á leiksvæði á opnu svæði milli Kinnargötu 16 og 18 og ofan við húsin að Dýjagötu 13 og 15.
Athugsemd barst innan tilskilins frests.
Tillögu og athugasemd vísað til skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði.
10. 2107195 - Kauptún 1 - Ósk um stækkun - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Kauptúns sem nær til lóðarinnar Kauptún 1 að lokinni auglýsingu.
Fjögur erindi með athugasemdum bárust innan tilskilins frests.
Skipulagsnefnd vísar tilögu og athugasemdum til skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).