Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
37. (1995). fundur
28.09.2021 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2109397 - Svar við fyrirspurn Garðabæjarlistans um almenningssamgöngur í Urriðaholti.
Á fundi bæjarráð mætti Guðbjörg Brá Gísladóttir, deildarstjóri umhverfis og framkvæmda og gerði nánari grein fyrir svari við fyrirspurn varðandi almenningssamgöngur í Urriðaholti. Fram komu upplýsingar um nýtingu á leið 22 og pöntunarþjónustu í Urriðaholti.

Lögð fram eftirfarandi tillaga um bætta þjónustu almenningssamgangna í Urriðaholti með tíðari strætóferðum frá og með 1. október 2021. Samkvæmt tillögunni verður aukin tíðni á leið 22 Ásgarður-Urriðaholt-Ásgarður sem hér segir:

- Virka daga mun vagninn aka allan daginn á 30 mín tíðni frá kl. 07:00-20:00 og pöntunarþjónusta á 30 mín tíðni frá kl. 20:00-23:30.
- Á laugardögum mun vagninn aka allan daginn á 30 mín tíðni frá kl. 8:00-19:00 og pöntunarþjónusta á 30 mín tíðni frá kl. 19:00-23:30
- Á sunnudögum mun vagninn aka allan daginn á 30 mín tíðni frá kl. 10:00-19:00 og pöntunarþjónusta á 30 mín tíðni frá kl.19:00-23:30.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um bætta þjónustu almenningssamgangna í Urriðaholti.

Sara Dögg Svanhildardóttir lagði fram eftirfarandi bókun

„Garðabæjarlistinn fagnar þeirri ákvörðun að stórauka skuli þjónustu við íbúa Urriðaholts með aukinni tíðni strætóferða til og frá hverfi líkt og við í Garðabæjarlistanum höfum ítrekað talað fyrir og lagt til. Aukin þjónusta mun ekki síst hafa mikil áhrif á þjónustu við börn og ungmenni sem við fögnum mjög.“

Fyirspurn Garðabæjarlistans varðandi erindi íbúa Urriðaholts um bættar almenningssamgöngur.pdf
Svar við fyrirspurn, dags. 28.09.2021.pdf
2. 1907227 - Viðhald og endurnýjun götulýsingar í Garðabæ.
Guðbjörg Brá Gísladóttir, deildarstjóri umhverfis og framkvæmda gerði grein fyrir áætlun um viðhald og endurnýjun götulýsingar. Fram kom að unnið er að undirbúningi útboðs vegna viðhaldsþjónustu og Ledvæðingar götulýsingar.

Bæjarráð vísar málinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

3. 2108455 - Furulundur 9 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Sigurbirni K. Haraldssyni, kt. 291053-4409, leyfi fyrir viðbyggingu við núverandi einbýlishús að Furulundi 9.

Eysteinn Haraldsson, bæjarverkfræðingur vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
4. 2105710 - Smáraflöt 42 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa um endurnýjun á leyfi til handa Heiðrúnu Perlu Heiðarsdóttur, kt. 141170-5629 fyrir viðbyggingu við núverandi einbýlishúss að Smáraflöt 42.
5. 2107321 - Tilboð í byggingarrétt lóðar við Þorraholt 2.
Bæjarráð samþykkir tilboð Sentor ehf., kt. 480506-0810, að fjárhæð kr. 101.255.000 í byggingarrétt lóðarinnar við Þorraholt 2.

Tilboðsgjafa skal tilkynnt um um samþykkt tilboðs og um skil á gögnum um fjárhagsstöðu, fjármögnun lóðar og byggingarframkvæmda.
6. 2109455 - Bréf UMF- Stjörnunnar um úthlutun lóðar fyrir auglýsingaskilti í Molduhrauni, dags. 22.09.21.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi og vísar því til afgreiðslu bæjarstjóra.
Beiðni - lóðabeiðni Molduhraun.pdf
Fylgiskjal 1.pdf
Auglýsingarskilti í Molduhrauni.pdf
7. 2103060 - Tillaga um val á ráðgjöfum vegna skipulagsvinnu á þróunarsvæði A og Hafnarfjarðarvegar.
Bæjarráð samþykkir tillögu um að auglýsa eftir ráðgjöfum til að vinna að gerð rammahluta aðalskipulags og deiliskipulagsáætlana fyrir þróunarsvæði A ásamt Hafnarfjarðarvegi milli bæjarmarka.
8. 2109328 - Tölvureglur fyrir starfsmenn Garðabæjar.
Lagðar fram til kynningar tölvureglur Garðabæjar en um er að ræða vinnureglur og leiðbeiningar um tölvubúnað og kerfi til notkunar fyrir starfsmenn Garðabæjar.
Tölvureglur Garðabæjar lokaskjal 13092021.pdf
9. 2109454 - Bréf Hestamannafélagsins Spretts um niðurfellingu fasteignagjalda 2021.
Bæjarráð samþykkir að veita Hestamannafélaginu Spretti styrk að fjárhæð kr. 2.210.451 til greiðslu fasteignagjalda árið 2021.
10. 2109445 - Erindi K.Á varðandi geymslusvæði fyrir ferðavagna, dags. 18.09.21.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
FS: Bréf til allra bæjarfulltrúa.pdf
11. 2105101 - Afgreiðsla menningar- og safnanefndar og íþrótta- og tómstundaráðs varðandi erindi Secret Solstice um tónlistarhátíð í Garðabæ.
Í umsögn bæði menningar- og safnanefndar og íþrótta- og tómstundaráðs kemur fram að vegna áforma um framkvæmdir svæðinu m.a. byggingu nýs leikskóla er það niðurstaða beggja nefnda að Vífilsstaðatún sé ekki heppilegur vettvangur fyrir hina árlegu tónlistarhátíð Secret Soltice

Bæjarráð tekur undir umsögn nefndanna um að Vífilsstaðatún sé ekki heppilegur vettvangur fyrir hina árlegu tónlistarhátíð Secret Soltice. Bæjarstjóra falið að tilkynna forsvarsmönnum hátíðarinnar um niðurstöðu málsins.
12. 2109431 - Tilkynning Jafnréttisstofu og Sambands ísl. sveitarfélaga um landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga 14. október 2021.
Lögð fram.
13. 1906094 - Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í íslenskum sveitarfélögum, dags. 17.09.21.
Bæjarráð samþykkir að Garðabær sæki um þátttöku í verkefninu og tilnefnir Björgu Fenger, forseta bæjarstjórnar og Sunnu G. Sigurðardóttur, verkefnastjóra fulltrúa Garðabæjar til að taka ábyrgð á innleiðingu verkefnisins hjá Garðabæ.
Stuðningsverkefni fyrir sveitarfélög á grundvelli Verfærakistu um heimsmarkmiðin AGB (002).pdf
Lokaútgáfa-Bréf til sveitarfélaga.pdf
FW: Stuðningsverkefn vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum.pdf
14. 2109504 - Ósk Garðabæjarlistans um minnisblað um stöðu innleiðingar innkaupa og úrgangsstefnu Garðabæjar.
Bæjaráð felur bæjarstjóra að láta vinna minnisblað um stöðu innleiðingar innkaupa- og úrgangstefnu Garðabæjar.

Sara Dögg Svanhildardóttir leggur fram eftirfarandi tillögu.
„Garðabæjarlistinn leggur til að settur verði á laggirnar starfshópur um innleiðingu loftslagsstefnu Garðabæjar. Verkefnið er brýnt og sveitarfélögum ber lögum samkvæmt að setja sér loftslagsstefnu fyrir lok ársins 2021.“

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umfjöllunar umhverfisnefndar.
Ósk Garðabæjarlistans um minnisblað um stöðu innleiðingar innkaupa og úrgangsstefnu Garðabæjar.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).