Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd Garðabæjar
44. fundur
11.05.2022 kl. 15:30 kom umhverfisnefnd Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður, Guðfinnur Sigurvinsson aðalmaður, Hrönn K. Sch. Hallgrímsdóttir aðalmaður, Páll Magnús Pálsson aðalmaður, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Linda Björk Jóhannsdóttir garðyrkjufræðingur, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.

Fundargerð ritaði: Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2204379 - Áherslur sveitarfélaga um íslenskunotkun
Umhverfisnefnd fagnar erindinu og leggur áherslu á að skilti og merkingar skulu fyrst vera á íslensku og enska eða önnur tungumál skuli koma þar fyrir neðan.
2. 1810055 - Garðabær gegn sóun - Innkaupa- og úrgangsstefna Garðabæjar - Tillaga um að draga úr plastmengun
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við drög af lokaskýrslu og fagnar því að innleiðing sé komin á fullt skrið.
3. 2201558 - Hreinsunarátak 2022
Linda Björk sagði frá árlegu hreinsunarátaki Garðabæjar sem var haldið dagana 25.apríl ? 9.maí síðastliðinn. Þrjátíu og átta hópar fengu úthlutuð svæði til að hreinsa í nærumhverfi sínu, þar af níu hópar á Álftanesi. Umhverfisnefnd vill koma fram þökkum til allra þeirra sem tóku þátt.
4. 2204441 - Fuglaflensa á Íslandi
Undanfarið hefur skæð fuglaflensa greinst í fuglum á landinu og hafa dauðir eða alvarlega veikir fuglar fundist í landi Garðabæjar. Linda Björk upplýsti umhverfisnefnd um að starfsfólk Þjónustumiðstöðvar vinnur samkvæmt þeim leiðbeiningum sem MAST sendi út til sveitarfélaga.
5. 2205187 - Fuglaskitli við Urriðavatn
Jóna Sæmundsdóttir sagði frá samstarfsverkefni Garðabæjar og Toyota um uppsetningu á þrettán fræðsluskiltum um fugla sem sett hafa verið upp umhverfis Urriðavatn. Á skiltunum kemur fram fróðleikur um þá fugla sem halda til við vatnið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).