Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
16. fundur
15.11.2019 kl. kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Stella Stefánsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Guðbjörg Brá Gísladóttir verkefnastjóri, Sólveig Helga Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1811125 - Urriðaholt Norðurhluti 4 - deiliskipulag
Skipulagsráðgjafar Alta og Arkís Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og Edda K.Einarsdóttir og framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf Jón Pálmi Guðmundsson kynntu drög að deiliskipulagi Urriðaholts Norðurhluta 4 sem unnið hefur verið að á vegum Urriðaholts í samráði við tækni-og umhverfissvið. Kynnt greining á gróðurfari í norðurhlíð Urriðaholts sem hefur verið lögð til grundvallar í mótunarvinnunni. Vísað til frekari úrvinnslu hjá skipulagsráðgjöfum og tækni-og umhverfissviði og til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
2. 1804367 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030-Breyting 1-Vífilstaðaland-rammahluti.
Lögð fram tillaga að breytingu aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til þróunarsvæðis B, Vífilsstaðalands. Skipulagsteymi Batterísins,Landslags og Eflu hefur unnið að mótun tillögunnar með tækni-og umhverfissviði. Jóhanna Helgadóttir hjá Eflu gerði grein fyrir tillögunni. Snorri Vilhjálmsson golfvallarhönnuður gerði grein fyrir drögum að fyrirkomulagi golfvallar GKG sem er lögð til grundvallar landnotkunarreita. Skipulagsstjóri gerði grein fyrir fundum með fulltrúm GKG og Skógræktarfélags Garðabæjar sem hafa haft áhrif á þróun tillögunnar.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 2.mgr.30.gr.Skipulagslaga nr.123/2010. Tillagan skal forkynnt samhliða tillögum að deiliskipulagi Vetrarmýrar, Hnoðraholts norður og Rjúpnadals. Boða skal til almenns kynningarfundar á meðan á forkynningu stendur. Tillögunni vísað til kynningar og umfjöllunar í umhverfisnefnd og íþrótta-og tómstundaráði.
3. 1910293 - Vetrarmýri, dsk blandaðrar byggðar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi blandaðar byggðar í Vetrarmýri sem skipulagsteymi Batterísins, Landslags og Eflu hafa unnið að í samstarfið við þróunarfélagið Spildu. Sigurður Einarsson gerði grein fyrir tillögunni.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 3.mgr.40.gr.Skipulagslaga nr.123/2010. Tillagan skal forkynnt samhliða tillögum að deiliskipulagi, Hnoðraholts norður og Rjúpnadals og tillögu að breytingu aðalskipulags sem nær til Vífilsstaðalands. Boða skal til almenns kynningarfundar á meðan á forkynningu stendur. Tillögunni vísað til kynningar og umfjöllunar í umhverfisnefnd og íþrótta-og tómstundaráði.
4. 1906192 - Hnoðraholt norður deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í norðurhluta Hnoðraholts sem skipulagsteymi Batterísins, Landslags og Eflu hafa unnið að. Einnig gert ráð fyrir byggingum ætluðum verslun og þjónustu í norðvesturhorn svæðisins. Sigurður Einarsson gerði grein fyrir tillögunni.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 3.mgr.40.gr.Skipulagslaga nr.123/2010. Tillagan skal forkynnt samhliða tillögum að deiliskipulagi, Vetrarmýrar og Rjúpnadals og tillögu að breytingu aðalskipulags sem nær til Vífilsstaðalands. Boða skal til almenns kynningarfundar á meðan á forkynningu stendur.Tillögunni vísað til kynningar og umfjöllunar í umhverfisnefnd og íþrótta-og tómstundaráði.
5. 1910294 - Rjúpnadalur, dsk kirkjugarðs og meðferðarstofnunar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi kirkjugarðs og meðferðarstofnunar í Rjúpnadal/Vífilsstaðaháls sem skipulagsteymi Batterísins, Landslags og Eflu hafa unnið að. Sigurður Einarsson gerði grein fyrir tillögunni.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 3.mgr.40.gr.Skipulagslaga nr.123/2010. Tillagan skal forkynnt samhliða tillögum að deiliskipulagi, Vetrarmýrar og Hnoðraholts norður og tillögu að breytingu aðalskipulags sem nær til Vífilsstaðalands. Boða skal til almenns kynningarfundar á meðan á forkynningu stendur. Tillögunni vísað til kynningar og umfjöllunar í umhverfisnefnd og íþrótta-og tómstundaráði.
6. 1709351 - Álftanes-Miðsvæði. Deiliskipulag
Lagðar fram tillögur að deiliskipulagi Miðsvæðis á Álftanesi sem er alls 5 talsins: Breiðamýri, Krókur, Helguvík, Kumlamýri og Skógtjörn. Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. ágúst sl.
Tillögur að deiliskipulagsáætlunum fyrir Breiðumýri, Krók, Helguvík og Kumlamýri hafa verið lagfærðar í samræmi við erindi Skipulagsstofnunar og í kjölfar funda með fulltrúum stofnunarinnar. Lagt er til að tillaga að deiliskipulagi Skógtjarnar verði endurskoðuð og auglýst að nýju.
7. 1811131 - Skipulag - Breiðamýri Álftanesi, deiliskipulag.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi blandaðrar byggðar í Breiðumýri sem hefur verið lagfærð í kjölfar ábendinga Skipulagsstofnunar. Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags.16.ágúst sl. Skipulagsnefnd telur að lagfæringarnar varði ekki efnislegt innihald tillögunanr og því ekki ástæða til þess að auglýsa tillöguna að nýju. Skipulagsnefnd gerir ekki athugsemdir við lagfæringar og telur þær bæta framsetningu tillögunnar verulega.
8. 1811132 - Skipulag - Krókur Álftanesi, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi raðhúsabyggðar sunnan og austan Sviðholts sem hafa verið lagfærðar í kjölfar ábendinga Skipulagsstofnunar. Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags.16.ágúst sl. Skipulagsnefnd telur að lagfæringarnar varði ekki efnislegt innihald tillögunanr og því ekki ástæða til þess að auglýsa tillöguna að nýju. Skipulagsnefnd gerir ekki athugsemdir við lagfæringar og telur þær bæta framsetningu tillögunnar verulega.
9. 1811133 - Skipulag - Helguvík Álftanesi, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi einbýlishúsabyggðar á opnu svæði vestan Suðurnesvegar sem hafa verið lagfærðar í kjölfar ábendinga Skipulagsstofnunar. Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags.16.ágúst sl. Skipulagsnefnd telur að lagfæringarnar varði ekki efnislegt innihald tillögunnar og því ekki ástæða til þess að auglýsa tillöguna að nýju. Skipulagsnefnd gerir ekki athugsemdir við lagfæringar og telur þær bæta framsetningu tillögunnar verulega.
10. 1811135 - Skipulag - Kumlamýri Álftanesi, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi parhúsabyggðar í Kumlamýri sem hafa verið lagfærðar í kjölfar ábendinga Skipulagsstofnunar. Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags.16.ágúst sl Skipulagsnefnd telur að lagfæringarnar varði ekki efnislegt innihald tillögunanr og því ekki ástæða til þess að auglýsa tillöguna að nýju. Skipulagsnefnd gerir ekki athugsemdir við lagfæringar og telur þær bæta framsetningu tillögunnar verulega.
11. 1811134 - Skipulag - Skógtjörn Álftanesi, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar sunnan Suðurnesvegar. Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags.16.ágúst sl. Skipulagsnefnd telur athugasemdir Skipulagsstofnunar þess eðlis að nauðsynlegt sé að endurskoða tillöguna og auglýsa hana að nýju.
TIllögu vísað til úrvinnslu hjá skipulagsráðgjafa og tækni-og umhverfissviði.
12. 1702322 - Bessastaðir. Dsk breyting vegna aðkomu.
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Bessastaða að lokinni auglýsingu. Engar almennar athugasemdir bárust. Lögð fram umsögn Minjastofnunar dags.12.nóvember 2019 þar sem hvatt er til þess að forkönnun verði gerð á svæðinu áður en jarðvegsvinna hefst og að ráðist verði í fullnaðarskráningu fornminja innan deiliskipulassvæðisins. Skipulagsnefnd tekur undir umsögn Minjastofnunar og leggur til að bætt verði við ákvæði þess efnis í greingargerð deiliskipulagsbreytingarinnar að forkönnun fornleifa verði unnin áður en jarðvegsvinna hefst.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með ofangreindri breytingu í samræmi við 3.mgr.41.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
13. 1804199 - Blikanes 14 - DSK breyting - stækkun á byggingarreit
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Arnarness að lokinni grenndarkynningu vegna umsóknar lóðareiganda að Blikanesi 14 um byggingu utan byggingareits. Tillagan gerði ráð fyrir stækkun byggingareits til vesturs og fyrir viðbyggingu við bílageymslu á neðri hæð hússins ásamt svölum ofan á bílskúr. Lagðar fram athugasemdir sem bárust ásamt umsögn deiliskipulagsráðgjafa. Umsækjanda hefur verið kynntar athugasemdir sem bárust í grenndarkynningu og þá hefur verið fundað með umsækjanda og hönnuði. Í framhaldi af þeim fundi lagði hönnuður fram nýja tillögu þar sem felldar eru niður svalir á þaki bílskúrs til að koma til móts við innsendar athugasemdir en áfram er gert ráð fyrir breikkun á bílskúr um 85 cm eða 3,15 m frá lóðarmörkum lóðarinnar nr. 12 við Blikanes, miðað við áður kynnt gögn frá 2016. Lagt er fram minnisblað tækni- og umhverfissviðs. Það er mat skipulagsnefndar að breytingin sé fordæmisgefandi og hafi áhrif á heildargötumynd svæðisins eins og bent er á í athugasemdum sem bárust í grenndarkynningu sem og í umsögn deiliskipulagsráðgjafa. Með vísan til þess leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að umsókninni verði hafnað. Tækni-og umhverfissviði falið að skoða hvort æskilegt sé að skoða mögulegar stækkanir á byggingarreitum fyrir lóðir við Blikanes og Mávanes að ofanverðu með deiliskipulagsbreytingu. Skipulagsstjóri vék af fundi undir þessum lið.
14. 1910311 - Kjóavellir-Garðabæjarhluti, dsk breytingar
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi hesthúsabyggðar að Kjóavöllum sem er sameignleg með Kópavogsbæ. Breytingin felst í 9 atriðum sem eru þau helst að byggingarreitir hesthúsa sem standa norðan við götur í Rjúpnahæðarhverfi færast ofar í lóðirnar og hámarkshæð húsa verði 1 ½ hæð í stað 1 hæðar, gert verði ráð fyrir umferðartengingum á milli botnlanga og heygeymslusvæðum á tveim stöðum. Aðrar breytingar eru minniháttar og hafa verið mótaðar í samráði við hestamannafélagið Sprett. Skipulagsnefnd vísar breytingartillögunni til auglýsingar í samræmi við 1.mgr.43.gr.og 1.mgr. 41.gr. Skipulagslaga nr.123/2010. Fallið er frá forkynningu tillögunnar þar sem að megininntak hennar hefur m.a. verið kynnt á almennum félagsfundi hjá Hestamannafélaginu Spretti á síðasta ári.
15. 1907083 - Víkurgata 19 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn sem gerir ráð fyrir svölum á efri hæð hússins sem ná út fyrir byggingarreit. Skipulagsnefnd vísar tillögunni til umsagnar deiliskipulagshöfundar og Urriðaholts ehf.
16. 1706258 - Hraungata 8 (áður 10) - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram ný gögn varðandi tillöguna sem ekki lágu fyrir við umfjöllun skipulagsnefndar þegar málið var tekið fyrir núverið. Vísað til skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði.
17. 1911109 - Hraungata 15, 17 og 19. Deiliskipulagsbreyting. Urriðaholt, austurhluti 1.
Vísað til frekari skoðunar hjá tækni og umhverfissviði.
18. 1910322 - Styrkumsókn vegna hleðslubúnaðar fyrir rafbíla
Lagt fram. Vísað til skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði.
19. 1910423 - Bláfjöll skíðasvæði, skipulags- og matslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags
Skipulagsnefnd gerir ekki athugsemd við matslýsinguna.
20. 1911165 - Tillaga að nýju deiliskipulagi við Krýsuvíkurbeg í Krýsuvík
Skipulagsnefnd gerir ekki athugsemd við tillöguna.
21. 1911082 - Drög að breytingum á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi.
Vísað til skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði.
22. 1911024F - afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 11
Lagt fram.
 
1908136 - Hörgslundur 5 - Umsókn um byggingarleyfi
Grenndarkynningu lýkur 8. nóvember 2019
 
 
 
1911057 - Víkurgata 2 - Fyrirspurn til skipulags og byggingarfulltrúa
 
 
 
1908042 - Vesturtún 55a - Umsókn um byggingarleyfi
Grenndarkynningu lýkur 12. nóvember 2019
 
 
23. 1910058F - afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 10
Lagt fram.
 
1810317 - Víkurgata 10 - Umsókn um byggingarleyfi
Grenndarkynningu lokið
 
 
 
1910310 - Sveinskotsvör 4 - dsk breyting
 
 
 
1711017 - Sjónarvegur 1 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
1711101 - Sjónarvegur 3 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
1910415 - Arnarnes deiliskipulagsbreyting vegna aðkomutákns
 
 
 
1609127 - Hraungata 11 -Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
1501399 - Hraungata 5 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
1605194 - Hraungata 9 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. . 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).