Fundargerðir

Til baka Prenta
Leikskólanefnd Garðabæjar
14. fundur
27.05.2020 kl. 08:30 kom leikskólanefnd Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Kristjana F Sigursteinsdóttir aðalmaður, María Guðjónsdóttir aðalmaður, Torfi Geir Símonarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Valborg Ösp Á. Warén aðalmaður, Halldóra Pétursdóttir leikskólafulltrúi, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Sigurborg K Kristjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, María Jónsdóttir fulltrúi foreldra, Elín Ósk Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna.

Fundargerð ritaði: Halldóra Pétursdóttir leikskólafulltrúi.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1804367 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030-Breyting 1-Vífilstaðaland-rammahluti.
Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri kynnti aðalskipulag Garðabæjar 2016 til 2030.
 
Gestir
Arinbjörn Vilhjálmsson -
2. 1911304 - Tillaga um skipun starfshóps til að vinna að framgangi stafrænnar framþróunar og þjónustu hjá Garðabæ.
Sunna Guðrún Sigurðardóttir verkefnastjóri kynnti vinnu að framgangi stafrænnar þróunar fyrir íbúa og viðskiptavini sveitafélagisns. Greint var frá fyrirhuguðum breytingum á leikskólaumsóknum.
 
Gestir
Sunna Guðrún Sigurðardóttir - 09:00
3. 2005226 - Þróunarsjóður leikskóla
Upplýst var um breytingar á úthlutun úr Þróunarsjóði leikskóla en úthlutað verður upphæð að kr. 3.600.000 eða 40% af ráðstöfunarfé sjóðsins. Umsóknarfrestur verður fluttur til 15 september 2020.
4. 2005227 - Innritun í leikskóla 2020
Lagðar fram upplýsingar um innritun í leikskólana. Innritun á 2019 árgangi er nánast lokið.
5. 2005228 - Framkvæmdir í leikskólum
Forstöðumaður fræðslusviðs fór yfir helstu framkvæmdir í leikskólum bæði varðandi lóðir og húsnæði.
6. 2005229 - Leikskólastarf í COVID
Fjallað um framkvæmd leikskólastarfs í COVID 19.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).