Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd Garðabæjar
28. fundur
13.01.2021 kl. 08:00 kom umhverfisnefnd Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður, Guðfinnur Sigurvinsson aðalmaður, Hrönn K. Sch. Hallgrímsdóttir aðalmaður, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Linda Björk Jóhannsdóttir garðyrkjufræðingur, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.

Fundargerð ritaði: Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1911372 - Umhverfisuppgjör Garðabæjar 2019
Aron Friðrik Georgsson frá Klöppum kynnir niðurstöður umhverfisuppgjörs Garðabæjar fyrir árið 2019. Umhverfisnefnd samþykkir uppgjörið.
2. 1902106 - Friðlýsingar
Umhverfisnefnd samþykkir kort umhverfisstofnunar er varða nýtt svæði til friðlýsingar í Vatnsmýrar og Garðahrauni efra.
3. 2012029 - Tillaga um að útfæra leiðir til að innleiða fjárhagslega hvata fyrir íbúa sveitarfélagsins sem að stuðla að betri flokkun og úrgangsstjórnun.
Vinna er varðar samræmingu á sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu er langt komin og mun tækni- og umhverfissvið skoða leiðir til að innleiða fjárhagslega hvata til flokkunar og úrgangsstjórnunar í framhaldi af þeirri vinnu.
4. 2012092 - Rannsóknarskýrsla um losun svifryks á gatnakerfinu á höfuðborgarsvæðinu
Lagt fram. Umhverfisnefnd leggur áherslu á samstarf milli sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu og umhverfisstofnunar varðandi loftgæðamælinga.
5. 2012205 - Vatnaáætlun fyrir Ísland-drög til kynningar
Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).