• 12.5.2018, 14:00, Bessastaðakirkja

Bessastaðarannsóknin og Bessastaðaskóli - nýjustu niðurstöður kl. 14 í Bessastaðakirkju

  • Bessastaðarannsóknin og Bessastaðaskóli

Laugardaginn 12. maí nk. kl. 14.00 mun Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur og fræðimaður við Þjóðminjasafn Íslands flytja fyrirlestur í Bessastaðakirkju á vegum Félags áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla.

Laugardaginn 12. maí nk. kl. 14.00 mun Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur og fræðimaður við Þjóðminjasafn Íslands flytja fyrirlestur í Bessastaðakirkju á vegum Félags áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla. Yfirskrift erindis Guðmundar er: Bessastaðarannsóknin og Bessastaðaskóli - nýjustu niðurstöður.

Greint verður frá  nýjustu niðurstöðum sem komið hafa fram við úrvinnslu rannsóknargagna og tengjast m.a. áformum um stækkun á húsnæði Bessastaðaskóla árið 1806. Að erindi loknu verður farið í skoðunarferð um staðinn.