• 28.7.2018, 14:00, Garðatorg - miðbær

G♭Jazz í Ásgarðslaug

  • Gb Jazz

G♭Jazz er djasshljómsveit sem samanstendur af nemendum á fjölbreyttum aldri úr Tónlistarskóla Garðabæjar.  Hljómsveitin spilar 

í Ásgarði laugardaginn 28. júlí kl. 14 (sunnudagur til vara ef veðrið setur strik í reikninginn). 

G♭Jazz er djasshljómsveit sem samanstendur af nemendum á fjölbreyttum aldri úr Tónlistarskóla Garðabæjar.  Í sumar hefur hljómsveitin spilað ljúfa tóna víðsvegar um Garðabæinn.  Það sem af er sumri hefur hljómsveitin komið saman og spilað fyrir gesti og gangandi m.a. á Jónsmessugleði Grósku, í Bókasafni Garðabæjar, á Ísafold og í félagsmiðstöðinni Jónshúsi.  

Framundan er spilamennska á fatamarkaði á vegum Skapandi sumarstarfs á Garðatorgi föstudaginn 27. júlí kl. 15:30 og spilamennska í sundlauginni í Ásgarði laugardaginn 28. júlí kl. 14 (sunnudagur til vara ef veðrið setur strik í reikninginn). 

Alls eru hljómsveitarmeðlimir 7 talsins en hana skipa:  Gabríel Einarsson á trommur, Guðmundur Ásgeir Guðmundsson á hljómborð, Jón Gunnar Hannesson á hljómborð, Jón Hörður Jónsson á kontrabassa, Jón Pétur Jóelsson á trompet, Ragnar Björgvin Tómasson á gítar og Ragnar Hermannsson á gítar. 

Hljómsveitin vill með spilamennskunni lífga upp á bæjarbraginn í bænum og í leiðinni fá meiri spilareynslu.