• 17.6.2022, 20:00, Tónlistarskóli Garðabæjar

Katrín Halldóra og tríó - hátíðartónleikar á 17. júní

Katrín Halldóra syngur fyrir Garðbæinga á þjóðhátíðardaginn ásamt tríói sínu sem skipað er Ásgeiri Ásgeirssyni á gítar, kontrabassaleikaranum Birgi Steini og Hirti Jóhannessyni sem leikur á píanó. Í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund kl. 20.

Katrín Halldóra hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna frá því hún lék og söng Ellý Vilhjálms í Borgarleikhúsinu. Katrín Halldóra syngur fyrir Garðbæinga á þjóðhátíðardaginn ásamt tríói sínu sem skipað er Ásgeiri Ásgeirssyni á gítar, kontrabassaleikaranum Birgi Steini og Hirti Jóhannessyni sem leikur á píanó. Flutt verður fjölbreytt dagskrá laga sem allir ættu að þekkja svo sem lög sem Ellý Vilhjálms gerði ódauðleg, lög Jóns Múla og eftir erlenda meistara.
Aðgangur er ókeypis en sætafjöldi takmarkaður

Sjá viðburð á facebook síðu Garðabæjar.