• 22.1.2021, 12:00 - 17:00, Hönnunarsafn Íslands

Opið hús - Vinnustofudvöl Ýrúrarí í Hönnunarsafninu

Ýrúrarí í vinnustofudvöl í Hönnunarsafni Íslands hefst föstudaginn 22. janúar í anddyri Hönnunarsafns Íslands við Garðatorg.

Opið frá 12-17 í safninu og ókeypis aðgangur á sýninguna 100% ull í tilefni dagsins. 

Munið eftir grímum og fjarlægðarmörkum!

Hönnunarsafn Íslands
Viðburður á fésbókarsíðu Hönnunarsafnsins.

PEYSA MEÐ ÖLLU FYRIR ALLA
Ýr Jóhannsdóttir er textílhönnuður og listakona sem starfar undir nafninu Ýrúrarí. Verk hennar eru að mestu unnin í prjóni og í þeim mætast húmor, handverk og hreyfing.
Ýr stundaði nám í textílhönnun við Myndlistarskólann í Reykjavík og lauk BA gráðu í faginu í Glasgow School of Art árið 2017 og stundar nú nám í listkennsludeild LHÍ.
Á vinnustofu Ýrúrarí á Hönnunarsafni Íslands mun fara fram vinna að framhaldi verkefnisins "Peysa með öllu" sem hún vann í samstarfi við fatasöfnun Rauða Krossins fyrir HönnunarMars 2020. Í "Peysu með öllu" vann Ýrúrarí með peysur sem lent höfðu í óhöppum í fyrra lífi og voru því ekki boðlegar til sölu í verslunum Rauða Krossins.
Enn safnast upp töluvert magn af ósöluhæfum peysum til fatasöfnunarinnar og þörf er á fleiri hugum og höndum í verkið. Framhald verkefnisins er því Peysa með öllu fyrir alla. Hér verður unnið áfram með aðgengilegar og skapandi fataviðgerðir með miðlunarleiðum sem gera fataviðgerðirnar persónulegar og skemmtilegar.
Markmið verkefnisins er að stuðla að lengri samverutíma okkar með þeim fötum sem við eigum nú þegar og koma í veg fyrir að þeim sé hent um leið og örlítið er farið að sjá á þeim. Gestum og gangandi er boðið að kynna sér ferlið og jafnvel prufa sjálf fataviðgerðir sem vekja áhuga þeirra.
Fólki verður boðið að taka að sér peysu, koma á námskeið í fataviðgerðum og fleira skemmtilegt sem auglýst verður síðar.
Verkefnið er hluti af lokaverkefni Ýrar í listkennsludeild Listaháskóla Íslands.

JUMPER WITH EVERYTHING FOR EVERYBODY
Ýr Jóhannsdóttir is a textile designer and artist who works under the name Ýrúrarí. In her work she adventurously knits together humour, movement and craft.
During the residency at the Museum of Design and Applied Art Ýr will continue a project she started last year with The Red Cross in Iceland called Jumper with everything. The title is a reference to one of Iceland's most famous take away “hot dog with everything”. In this project Ýr worked with jumpers that had been classified as ruined and not fit for sale.
There is always a good pile of jumpers that goes into this category at the Red Cross so this time Ýr´s aim is to get more people involved in the mission to save them. Continuing to use creative mending methods and sharing them with others will make the mending process and result more personal, more fun and more powerful.
The aim is to prolong the lives of our clothes. Not to throw them away when they start to fade or we have small accidents such as stains. Visitors can have a peak into the process and even try out some mending methods themselves.
People will be offered to “care for a jumper” and attend workshops in creative mending. These events will be advertised later.
The project is part of Ýr´s final project in arts education at Iceland University of the Arts.