• 28.7.2018, 11:00 - 16:00, Garðatorg - miðbær

Sterkasti fatlaði maður Íslands - sterkasta kona Íslands 2018

Sterkasti fatlaði maður Íslands 2018 - The Viking disabled strength challenge - Sterkasta kona Íslands 2018 - aflraunakeppnir laugardaginn 28. júlí á Garðatorgi.  


Laugardaginn 28 júlí 2018 verður  haldið opið Íslandsmeistaramót  í aflraunum fatlaðra. Einnig taka nokkrir erlendir keppendur þátt.
Keppt verður í tveimur flokkum, þ.e. flokki hjólastóla og flokki standandi.
Keppt verður í fimm keppnisgreinum í báðum flokkum: draga Hönd yfir Hönd, drumbalyftu, handlóðapressur, réttstöðulyftu, Herkulesarhaldi og Atlas steinatökum.
Í ár mun keppnin um sterkasta fatlaða mann heims eiga sér stað í Noregi og munu þeir Íslendingar sem standa sig best á mótinu hér heima etja kappi um titilinn  ‘’Sterkasti fatlaði maður heims’’.
Viðburður á facebook

Laugardaginn 28. júlí 2018 verður einnig haldin keppnin Sterkasta kona Íslands þar sem keppt verður í tveimur þyngdarflokkum -82kg og +82kg. 
Viðburður á facebook

Keppnirnar verða haldnar á Garðatorgi 7,  á torginu fyrir framan Bókasafn Garðabæjar.