• 26.7.2018, 16:00 - 19:00, Garðatorg - miðbær

Uppskeruhátíð Skapandi sumarstarfa

  • Uppskeruhátíð skapandi sumarstarfa í Garðabæ

Uppskeruhátíð skapandi sumarstarfa í Garðabæ verður haldin fimmtudaginn 26. júlí, milli kl. 16-19 á Garðatorgi 1. Inngangur í sýningarsalinn er við hliðina á Hönnunarsafni Íslands.


Í sumar hafa 14 einstaklingar tekið þátt í skapandi sumarstörfum í Garðabæ. 
 Á uppskeruhátíðinni má sjá verk eftir þau öll: teikningar, myndbönd, ljósmyndir, málverk, ritlistarverk og fleira. Lifandi tónlist verður á svæðinu og léttar veitingar.
Aðgangur er ókeypis og  bæjarbúar sem og aðrir eru velkomnir á hátíðina.

Viðburður á fésbókinni. 

Upplýsingar um starfið má sjá á fésbókarsíðu Skapandi sumarstarfa.