Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
14. (2115). fundur
16.04.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varamaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.

Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2401387 - Eskiás 8 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingafulltrúa að veita Framkvæmdafélaginu Eskiási ehf., kt. 501286-1419, leyfi til að byggja fjölbýlishús á þremur hæðum með 29 íbúðum.
2. 2310097 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Urriðaholts 3. áfanga norðurhluta, sem nær til lóðanna Vinastræti 22-28.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja, samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 11. apríl 2024, um breytingu á deiliskipulagi 3. áfanga norðurhluta Urriðaholts. Tillagan gerir ráð fyrir að reisa félagsheimili Oddfellowreglunnar á lóð nr. 28. Lóð sem fyrir breytingu er lóð nr. 20-26 breytist í lóð nr. 20-24. Vestari hluti þeirrar lóðar verður sérstök lóð sem er ætluð undir bílastæði, en einnig verði heimilt að byggja bílakjallara á lóðinni.

Tillagan var auglýst 11. desember 2023 og var frestur til að gera athugasemdir við tillöguna til 24. janúar 2024. Athugasemdir voru lagðar fram á fundi skipulagsnefndar 8. febrúar 2024. Á fundi skipulagsnefndar 11. apríl 2024 gerði skipulagsstjóri grein fyrir fundi með þeim sem gerðu athugasemdir, skipulagshöfundi og arkitektum, ásamt skuggavarpsteikningum.

Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
3. 2404038 - Afgreiðsla skipulagsnefndar á fyrirspurn vegna reksturs minniháttar atvinnustarfsemi á Breiðabólsstað.
Í fyrirspurninni er innt eftir hvort leyft verði að reka minniháttar atvinnustarfsemi með útleigu tveggja íbúða 9 mánuði á ári.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar, um að ekki sé hægt að fallast á að starfsemi sem sé umfram almenna heimagistingu sem heimiluð eru í íbúðarhverfum, enda kalli slíkt á breytingu aðalskipulags, þar sem Breiðabólstaðareitur verði þá skilgreindur sem svæði fyrir verslun og þjónustu
4. 2306463 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vetrarmýrar.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Vetrarmýrar, á grundvelli þess að gögnum verði breytt til samræmis við athugasemdir Skipulagstofnunar, sbr. bréf, dags. 19. febrúar 2024. Skipulagsnefnd telur ekki að breytingarnar varði grundvallaratriði tillögunnar og kallar því ekki á endurauglýsingu hennar.

Bæjarráð staðfestir samþykki skipulagsnefndar sem breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5. 2402118 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að breytingu deiliskipulags Breiðumýri vegna lóðarinnar að Lambamýri 3.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Breiðumýrar á Álftanesi vegna staðsetningar sorpskýlis í tengslum við matvöruverslun á lóðinni að Lambamýri 3
Grenndarkynna skal lóðarhöfum í Lambamýri og Svanamýri sem og íbúum í Birkiholti 1,3 og 5.
6. 2403271 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vaðandi tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 - Rammahluti Vífilsstaðalands.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að kynna íbúum og öðrum hagsmunaaðilum lýsingu vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna rammahluta Vífilsstaðalands, sbr. samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum
7. 2403504 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norðurs sem nær til lóðarinnar Þorraholt 2-4.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholt norður vegna lóðarinnar við Þorraholt 2-4. Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum.

-Gert er ráð fyrir að lóðirnar Þorraholt 2-4, 2a og 2b (spennustöð og dælustöð) verði sameinaðar þannig að lóðin verði 11.406 m2.
-3.000 m² bætt við bílageymslu í kjallara.
-Nýtingarhlutfall breytist úr 2,2 í 2,4
-Hús nr. 2 er hækkað um 2,5m, verður í sömu hæð og upphaflegt deiliskipulag gerði ráð fyrir sem samþykkt var í desember 2021.
-Breidd byggingarreits húss nr. 2 minnkar úr 25m í 22m.
-Grasþaki breytt í bílastæðaþak á húsi nr. 2.
-Austurhluti 1. hæðar í húsi nr.2 verður atvinnurými í stað bílageymslu á 2 hæðum og byggingarreitur stækkar lítillega.
-Gert er ráð fyrir akstursrömpum innan lóðamarka.
-4 kjallarar í stað 2 - 3 kjallara.
-Kjallari -2 verður atvinnurými.
-Staðsetning spennistöðvar eru inni á lóð Þorraholti 2-4. Lóð dælustöðvar felld út.
-Svalir og skyggni mega fara út fyrir byggingareit um allt að 2,0 metra.

Vekja skal athygli eigenda annarra eigna í Þorraholti og í Útholti 2,4,6,8 og 10 sem og Útholti 1-3, 5-9 og 11-17 á auglýsingunni.
8. 2403225 - Tilboð í framkvæmdir vegna stofnæðar vatnsveitu við Vífilsstaði.
Eftirfarandi tilboð bárust í stofnæð vatnsveitu við Vífilstaði, jarðvinnu, lagnir og frágang.

SS Verktak ehf., kr. 65.995.000
Stjörnugarðar ehf., kr. 44.704.450
Alma verk ehf., kr. 74.756.475
Fagurverk ehf., kr. 57.786.100
Grafa og grjót ehf., kr. 44.887.500.
Óskatak ehf., kr. 71.969.000
Urð og grjót ehf., kr. 44.470.000.
Verktækni ehf., kr. 65.286.000.
Ekran ehf., kr. 82.566.000.
Stéttafélagið ehf., kr. 56.560.000


Kostnaðaráætlun kr. 61.217.000.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Urð og grjót ehf. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86.gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106.gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
9. 2403260 - Beiðni um viðræður við Garðabæ vegna uppbyggingar á nýjum leikskóla.
Erindi óstofnaðs einkahlutafélags sem lýsir áhuga á rekstri leikskóla í bænum sem jafnframt myndi hýsa fyrsta íslenska TEACCH-þekkingasetrið, en um er að ræða rótgróna hugmyndarfræði með alþjóðlega útbreiðslu sem hönnuð var fyrir einhverf börn.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslu- og menningarsviðs.
10. 2402208 - Bréf Óbyggðanefndar varðandi endurskoðun fjármála- og efnahagsráðherra á kröfum um þjóðlendur á svæði 12, eyjum og skerjum, dags. 10. apríl 2024.
Í bréfi Óbyggðanefndar kemur fram að kröfulýsingafrestur hafi verið framlengdur til 2. september 2024. Ástæða fyrir lengdum fresti er til að veita fjármála- og efnahagsráðherra svigrúm til að endurskoða kröfugerð ríkisins innan þess tíma.
Svæði 12 - svar ÓBN við bréfi FJR um endurskoðun kröfugerðar ríkisins 10.04.24.pdf
11. 2404011 - Beiðni um fjárstuðning Garðabæjar við Stjörnuhlaup 2024.
Drög að samstarfssamningi lögð fram. Bæjarráð staðfestir afgreiðslu íþrótta- og tómstundaráðs um að gera samstarfssamning við Stjörnuna um Stjörnuhlaupið. Samningurinn er til næstu þriggja ára, 2024-2026, með fastri árlegri upphæð, kr. 1.000.000.
12. 2404185 - Aðalfundarboð Betri samgangna ohf. vegna starfsársins 2023, dags. 5. apríl 2024.
Lagt fram aðalfundarboð Betri Samgangna ohf., árið 2024, sem haldinn verður þriðjudaginn 23. apríl 2024, ásamt ársreikningi og starfskjarastefnu Betri samgangna ohf.
13. 2402318 - Opnun tilboða í hirðu úrgangs við heimili í Mosfellsbæ og Garðabæ.
Eftirfarandi tilboð bárust í hirðu úrgangs við heimili í Mosfellsbæ og Garðabæ

Útboðshluti 1: Lífrænt og almennt

Íslenska gámafélagið ehf. kr. 929.456.018.
Terra umhverfisþjónusta ehf. kr. 970.277.910.
Kubbur ehf. kr. 1.212.838.443

Kostnaðaráætlun kr. 1.163.088.129.

Útboðshluti 2: Pappír og plast

Íslenska gámafélagið ehf. kr. 740.383.555.
Kubbur ehf. kr. 782.439.793.
Terra umhverfisþjónusta ehf. kr. 798.145.013.

Kostnaðaráætlun kr. 898.080.279.

Útboðshluti 3: Djúpgámar

Terra umhverfisþjónusta ehf. kr. 26.953.136.
Íslenska gámafélagið ehf. kr. 29.703.456.
Kubbur ehf. kr. 68.758.000.

Kostnaðaráætlun kr. 39.560.603.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Íslenska gámafélagsins ehf. í útboðshluta 1.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Íslenska gámafélagsins í útboðshluta 2.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Terra umhverfisþjónjustu ehf. í útboðshluta 3.
Samþykktirnar eru með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86.gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106.gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
14. 2404211 - Drög að viljayfirlýsingu vegna tengingu fráveitu á Álftanesi við Skerjafjarðarveitu.
Drög í vinnslu vegna viljayfirlýsingar Garðabæjar og annarra eigenda Skerjafjarðarveitu um að leggja í undirbúningsvinnu og hönnun á fráveitu sem hefur það markmið að tengja fráveitu frá Álftanesi og Garðaholti við Skerjafjarðarveitu. Gert er ráð fyrir að fráveitukerfið verði tengt við veituna með sjólögn yfir Skerjafjörð.

Bæjarráð vísar málinu til úrvinnslu á umhverfissviði.
15. 2404111 - Beiðni um fjárstuðning Garðabæjar við Garðálfa, kór eldri borgara á Álftanesi.
Beiðni Garðálfa, kórs eldri borgara á Álftanesi um styrk til starfsemi kórsins.

Bæjarráð vísar málinu til úthlutunar styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).