Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
5. fundur
24.04.2024 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Sigþrúður Ármann varamaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Hlynur Elías Bæringsson áheyrnarfulltrúi, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Anna María Guðmundsdóttir verkefnastjóri, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Hrönn Hafliðadóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2110129 - Arnarland. Deiliskipulag
Jóhanna Helgadóttir arkitekt hjá Nordic og Lilja Karlsdóttir samgönguverkfræðingur hjá VSB kynntu tillögu að deiliskipulagi Arnarlands sem er í mótun. Vísað til úrvinnslu hjá umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
2. 2404386 - Eskiás 7 og 10 - Deiliskipulagsbreyting
Lögð fram umsókn um breytingu deiliskipulags Ása og Grunda sem nær fjölbýlishúsa við Eskiás 6,7,8 og 10. Sigurður Einarsson arkitekt hjá Batteríinu gerði grein fyrir ástæðum umsóknarinnar fyrir hönd uppbyggingaraðila.
Vísað til skoðunar hjá Umhverfissviði og deiliskipulagsráðgjafa.
3. 2312130 - Hnoðraholt norður - Uppfærsla deiliskipulags
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norðurs sem gerir ráð fyrir uppfærslu deiliskipulagsskilmála ásamt fjölgun íbúða í fjölbýlishúsum norðan Vorbrautar um 13. Athugasemdir og umsagnir sem bárust á auglýsingartíma lagðar fram ásamt minnisblaði deiliskipulagshöfundar.
Skipulagsnefnd leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á tillögunni og þar með brugðist við umsögnum og athugasemdum.
-bílastæðum á lóð að Vorbraut 19 verði fjölgað úr 6 í 8.
-að leiðrétt verði villa um breidd byggingarreits á mæliblaði lóðarinnar Vorbraut 7.
-að legu aðkomuramps fyrir bílageymslu á lóðinni Vorbraut 3 verði breytt.
-að fjölgað verði íbúðareiningum á lóðinni Vorbraut 5 um 2, Vorbraut 11 um 1, Vorbraut 15 um 2 og Vorbraut 17 um 1.
-að hámarksbyggingarmagn einbýlishúsa við Skerpluholt verði aukið um 15 fermetra, úr 225 í 240.
-að breytingar verði gerðar á kafla 1.3. í skipulagsgreinargerð sem gerir ráð fyrir því að raðhúslengjur við Vorbraut í austasta hluta deiliskipulagsvæðis Hnoðraholts norður verði talið til Hnoðraholts suðurs í viðmiðunartöflum rammahluta aðalskipulags fyrir Vífilsstaðaland enda eru þau innan landnotkunarreits Hnoðraholts suður á aðalskipulagsuppdrætti.
-að breidd raðhúslóðanna við Útholt 5-9 verði minnkaðar lítillega.
Að mati skipulagsnefndar kalla breytingar á tillögu ekki á endurauglýsingu hennar.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með ofangreindum breytingum sem breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
4. 2312167 - Hnoðraholt norður - Breytingar á fjölbýlishúsum norðan Vorbrautar
Sjá bókun vegna fundarliðar nr.3, Hnoðraholt norður-Uppfærsla deiliskipulags. Málsnr.2312130.
5. 2404156 - Hnoðraholt norður - fjölgun íbúða í raðhúsum
Sjá bókun vegna fundarliðar nr.3, Hnoðraholt norður-Uppfærsla deiliskipulags. Málsnr.2312130.
6. 2402386 - Vorbraut 8-12 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Sjá bókun vegna fundarliðar nr.3, Hnoðraholt norður-Uppfærsla deiliskipulags. Málsnr.2312130.
7. 2402558 - Stekkholt 22 - Dsk.br.
Lögð fram umsókn um breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður sem nær til einbýlishúslóðarinnar Stekkholt 22 ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar.
Tillagan gerir ráð fyrir því að byggingarreitur færist til austurs og að byggingarmagn aukist.
Skipulagsnefnd metur breytinguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga.
Grenndarkynna skal eigendum Stekkholts 20, 51 og 53 sem og Vorbrautar 17 og 19. Ennfremur eigendum Þrymsala 18 og 19 og Þrúðsala 16,17 og 18 í Kópavogi.
8. 2404300 - Skerpluholt 6, 8, 10 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Fyrirspurn vísað til umsagnar deiliskipulagshöfundar.
9. 2403405 - Hólmatún dsk. br. - Dælustöð fráveitu
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Deildar og Landakots á Álftanesi sem gerir ráð fyrir lóð og byggingarreit vegna fráveitumannvirkja í samræmi við ákvæði Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030.
Gert er ráð fyrir 785 m2 lóð. Innan byggingarreits er heimilt að reisa dælistöð fyrir skólp með þeim tækjabúnaði sem stöðin krefst í samræmi við reglugerð um fráveitu og skólp nr. 789/1999. Til bráðarbirgðar verði heimilt að reisa mannvirki, s.s. gám fyrir grófhreinsun á skólpi sem í dag rennur óhreinsað út í sjó við Hrakhólma.
Heildarbyggingarmagn lóðar er allt að 100 m2 að grunnfleti og hámarkshæð fyrir bráðabirgðar mannvirki er allt að 3 m.(22 feta gámur).
Til frambúðar er gert ráð fyrir niðurgrafinni dælustöð, allt að 1 m að hæð þaðan sem skólpi verður dælt til varanlegrar hreinsistöðvar sem verður á öðrum stað.
Við framkvæmdir skal þess gætt að jarðrask verði sem allra minnst og frágangur á yfirboði falli sem best að landslagi.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar skv. 1.mgr.41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
Kynna skal tillöguna sérstaklega fyrir eigendum aðliggjandi húsa við Hólmatún.
10. 2403204 - Hestamýri 1-3 - dsk br. Breiðamýri
Lögð fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir aukningu byggingarmagns fjölbýlishúsa í Hestamýri. Byggingarmagn miðast við 10.000 m2 í Hestamýri samkvæmt ákvæðum deiliskipulagsins. Lögð fram umsögn deiliskipulagshöfundar sem er jákvæð gagnvart hóflegri aukningu byggingarmagns á meðan ákvæði um uppbrot efstu hæða eru uppfyllt. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun íbúðareininga.
Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði og deiliskipulagsráðgjafa.
11. 2311113 - Hæðir, endurskoðað deiliskipulag.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Hæðahverfis að lokinni forkynningu ásamt umsögnum og athugsemdum sem borist hafa.
Tillögunni er ætlað að leysa af deiliskipulags Bæjargils II áfangi sem nú er í gildi.
Gerð hefur verið sú breyting frá forkynntri tillögu að raðhúslóðin Blómahæð 7 stækkar að göngustíg.
Skipulagsnefnd leggur til að í grein 3.1. í greinargerð verði bætt við eftirfarandi setningu: "Á lóðinni er gert ráð fyrir leikskóla. Fjöldi barna eða deilda takmarkast við það byggingarmagn og fjölda bílastæða sem heimiluð eru á lóðinni."
Skipulagsnefnd vísar tillögunni með ofangreindri breytingu til auglýsingar í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

12. 2208310 - Bæjargil, endurskoðað deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi íbúðarhverfis í Bæjargili að lokinni forkynningu ásamt umsögnum sem borist hafa.
Umsagnir hafa ekki gefið tilefni til breytingar á forkynntri tillögu.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
13. 2208311 - Búðir, athafnasvæði, endurskoðað deiliskipulag.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi athafnahverfis í Búðum að lokinni forkynningu ásamt umsögnum sem borist hafa.
Umfjöllun um skilti hefur verið breytt lítillega vegna umsagnar Heilbrigðiseftirlits.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
14. 2404283 - Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Þorlákstúns.
Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasemd við lýsinguna.
15. 2302193 - Ásahverfi, farsímasamband.
Vísað til skoðunar hjá Umhverfissviði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).