Fundargerðir

Til baka Prenta
Menningar- og safnanefnd Garðabæjar
57. fundur
22.04.2024 kl. 16:30 kom menningar- og safnanefnd Garðabæjar saman til fundar í Seylunni í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Guðrún Arna Sturludóttir aðalmaður, Torfi Geir Símonarson formaður, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Steinunn Vala Sigfúsdóttir varamaður, Ólöf Hulda Breiðfjörð menningarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2310233 - Íbúakönnun - þjónustukönnun Gallup 2023
Hulda Hauksdóttir deildarstjóri þjónustu kynnti niðurstöðu þjónustukönnunar Gallup 2023 fyrir menningar- og safnanefnd.
Garðabær_4034942_þj_svf_2023_má_birta.pdf
 
Gestir
hulda hauksdóttir - 16:30
2. 2404396 - Hvatningarsjóður ungra listamanna og hönnuða 2024
Nefndin fór yfir umsóknir um styrki úr hvatningarsjóði en alls sjö umsóknir bárust. Fulltrúar ungmennaráðs munu funda með menningarfulltrúa og veita álit á umsóknum. Menningar- og safnanefnd mun líta til álits ungmennaráðs þegar ákvörðun um styrkveitingar verður tekin.
Hvatningarsjóður fyrir unga hönnuði og listamenn.pdf
Hvatningarsjóður fyrir unga hönnuði og listamenn.pdf
Hvatningarsjóður fyrir unga hönnuði og listamenn.pdf
Hvatningarsjóður fyrir unga hönnuði og listamenn.pdf
Hvatningarsjóður fyrir unga hönnuði og listamenn.pdf
Hvatningarsjóður fyrir unga hönnuði og listamenn.pdf
Hvatningarsjóður fyrir unga hönnuði og listamenn.pdf
3. 2402168 - Jazzþorpið í Garðabæ
Menningarfulltrúi kynnti dagskrá Jazzþorpsins og greindi frá hvernig undirbúningur gengur en hátíðin fer fram helgina 3. - 5. maí á Garðatorgi. Hátíðin er haldin í annað sinn í breyttu formi og fjöldi fyrsta flokks tónlistarmanna koma fram á alls 9 tónleikum en auk þess verða flutt fræðsluerindi og spurningakeppni fer fram. Rekstraraðilar á torginu munu taka þátt með lengri opnunartíma og tilboðum. Veitingasala í Jazzþorpinu verður líkt og í fyrra og gæsla í höndum Hjálparsveita skáta í Garðabæ.
Dagskrá Jazzþorpsins 2024.pdf
4. 2403122 - Barnamenningarhátíð í Garðabæ 2024
Barnamenningarhátíð í Garðabæ stendur yfir dagana 22. - 27. apríl og hófst með dagskrá í Minjagarðinum á Hofsstöðum fyrir 3. bekkinga, ritsmiðjum á Bókasafni fyrir 5. bekkinga, dagskrá á Hönnunarsafni Íslands fyrir 7. bekkinga og danspartýi á Garðatorgi fyrir 1. bekkinga. Opnum Barnamenningarhátíðar fór fram á HÖnnunasafninu þar sem rúmlega 50 fulltrúar 4. bekkinga opnuðu sýninguna Blómahaf sem samanstendur af 278 blómum. Sýning á verkum leikskólabarna verður einnig opnuð á Bókasafni Garðabæjar en hátíðinni lýkur með dagskrá fyrir alla fjölskylduna laugardaginn 27. apríl (sjá meðfylgjandi auglýsingu).
Barna_A3.pdf
5. 2403120 - Gróska samstarfssamningur
Samningur Grósku samþykktur af hálfu menningar- og safnanefndar. Samningur fer til umræðu í bæjarráði.
Samstarfssamningur Grósku 2024-2026.pdf
Fylgiskjal samstarfssamnings 2024-2026.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).