Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
4. fundur
11.04.2024 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Kjartan Vilhjálmsson aðalmaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Hlynur Elías Bæringsson áheyrnarfulltrúi, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Hrönn Hafliðadóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2403271 - Aðalskipulag Gbr 2016-2030, breyting á rammahluta Vífilsstaðalands. Tilfærslur á íbúðafjölda.
Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 - Rammahluti Vífilsstaðalands og breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts - norður. Breytingin nær til fjölda íbúðaeininga á svæðinu.
Breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 (Rammahluti Vífilsstaðalands) var samþykkt á fyrri hluta ársins 2021. Í Rammahluta Vífilsstaðalands eru m.a. settir skilmálar um uppbyggingu s.s. landnotkun, byggingarmagn og fjölda íbúða. Breyting var gerð á Rammahluta Vífilsstaðalands og samhliða deiliskipulagi Hnoðraholt norður sumarið 2023 þar sem hámarkshæð bygginga á landnotkunarreit Íb 4.11 var hækkuð og íbúðum í Hnoðraholt norður fjölgað úr 400-450 í 470-520. Uppbygging er hafin á á landnotkunarreit Íb 4.11 en fyrr í vetur hóf Garðabær úthlutun á þeim lóðum sem eftir stóðu í deiliskipulagsáfanga Hnoðraholt norður.
Innan deiliskipulags Hnoðraholts norður er gert ráð fyrir fjölbreyttum íbúðum í sérbýli og fjölbýli, þar á meðal er nokkuð um mjög rúmgóð raðhús. Á höfuðborgarsvæðinu er mikill eftirspurn eftir húsnæði og hefur sú eftirspurn aukist á undanförum mánuðum. Breyttar aðstæður kalla á betri landnýtingu og sér Garðabær tækifæri til þess að nýta land betur á völdum stöðum innan svæðisins, m.a. til þess að mæta aukinni eftirspurn eftir íbúðahúsnæði og stuðla að hagkvæmari nýtingu lands og innviða.
Breyting á Rammahluta Vífilsstaðalands (Hnoðraholt/Vetrarmýri/Vífilsstaðir) gerir ráð fyrir því að fjölga íbúðum innan svæðisins í allt að 2.700 íbúðir í stað 2.470. Breyting á deiliskipulag Hnoðraholt norður gerir ráð fyrir því að fjöldi íbúða geti orðið allt að 600 í stað 520.
Breytingin tekur áfram mið af gildandi svæðisskipulagi og landsskipulagsstefnu, s.s. um sjálfbæra þróun og hagkvæman vöxt höfuðborgarsvæðisins og er í samræmi við gildandi aðalskipulag (Rammahluta Vífilsstaðalands). Í skipulagstillögunum verður fjallað um áhrif breytinganna á umhverfið í samræmi við 12. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða skipulagslýsingu og felur skipulagsstjóra að vinna að mótun breytingartillögu aðalskipulags í samræmi við 1.mgr.30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

2. 2311113 - Hæðir, endurskoðað deiliskipulag.
Lögð fram tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi Hæðahverfis (Bæjargil II.áfangi) að lokinni forkynningu.
Kynningarfundur var haldinn þann 11.mars og var hann vel sóttur.
Umsagnir og ábendingar sem borist hafa lagðar fram.
Skipulagsnefnd vísar umsögnum til úrvinnslu.
3. 2208310 - Bæjargil, endurskoðað deiliskipulag
Lögð fram tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi Bæjargils að lokinni forkynningu. Umsagnir sem borist hafa lagðar fram.
Kynningarfundur var haldinn þann 11.mars og var hann vel sóttur.
Skipulagsnefnd vísar umsögnum til úrvinnslu.
4. 2208311 - Búðir, athafnasvæði, endurskoðað deiliskipulag.
Lögð fram tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi athafnahverfis í Búðum (Iðnbúð/Smiðsbúð/Gilsbúð) að lokinni forkynningu. Umsagnir sem borist hafa lagðar fram.
Kynningarfundur var haldinn þann 11.mars og var hann vel sóttur.
Skipulagsnefnd vísar umsögnum til úrvinnslu.
5. 2403204 - Hestamýri 1-3 - dsk br. Breiðamýri
Lögð fram umsókn um breytingu deiliskipulags Breiðumýrar sem nær til fjölbýlishúsabyggðar við Hestamýri.
Skipulagsnefnd vísar umsókninni til umsagnar deiliskipulagshöfundar.
6. 2403405 - Hólmatún dsk. br. - Dælustöð fráveitu
Lögð fram umsókn umhverfissviðs um breytingu deiliskipulags Hólmatúns sem gerir ráð fyrir staðsetningu dælustöðvar fráveitu til samræmis við ákvæði aðalskipulags. Kristleifur Guðjónsson hjá Eflu gerði grein fyrir stöðu málsins en ljóst er að setja þarf upp varanlegan fráveitubrunn og hreinsistöð til bráðabirgða þangað til endanleg hönnun fráveitukerfis á Álftanesi liggur fyrir.
Vísað til útvinnslu hjá umhverfissviði og Eflu ehf.
7. 2402118 - Lambamýri sorpskýli verslunar, dsk br Breiðamýri
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags fjölbýlishúsabyggðar í Breiðumýri sem gerir ráð fyrir staðsetningu sorpskýlis í tengslum við rekstur matvöruverslunar að Lambamýri 3.
Skipulagsnefnd fellst á útfærslu tillögunnar að öðru leyti en því að lagt er til að þak sorpskýlis verði með grasi enda blasir það við nálægum íbúðum.
Gert verði ráð fyrir bílastæðum í deiliskipulagi með aðkomu frá Breiðumýri þar sem Álftaneskaffi er nú. Bílastæði norðan við spennistöð verði til bráðabirgða þar til Álftaneskaffi verður fjarlægt. Setja skal um ákvæði um gróður milli sorpskýlis og spennistöðvar.
Skipulagsnefnd metur tillöguna með ofangreindum breytingum sem óverulega breytingu deiliskipulags Breiðumýrar í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga. Grenndarkynna skal lóðarhöfum í Lambamýri og Svanamýri sem og íbúm í Birkiholti 1,3 og 5.
8. 2404038 - Breiðabólsstaðir - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um það hvort leyft verði að reka minniháttar atvinnustarfsemi með útleigu tveggja íbúða 9 mánuði á ári.
Svar: Ef um er að ræða gistingu til útleigu til ferðamanna er ekki hægt að fallast á þá starfsemi sem er umfram almenna heimagistingu sem heimiluð er í íbúðarhverfum 90 daga á ári.
Breiðabólstaðir eru inni á landnotkunarreit fyrir íbúðarbyggð. Ef unnt á að vera að veita heimild fyrir starfsemi eins og sótt er um þyrfti að liggja fyrir jákvæð niðurstaða að undangenginni breytingu aðalskipulags þar sem að Breiðabólstaðareitur yrði skilgreindur fyrir verslun og þjónustu.
9. 2305147 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Garðahrauns vegna lóðarinnar að Hraungörðum
Lögð fram umsókn um breytingu deiliskipulags Garðahrauns sem gerir ráð fyrir skiptingu lóðarinnar Hraungarðar (Garðprýði 1)
Lagt fram minnisblað skipulagsstjóra um tillöguna.
Skipulagsnefnd tekur undir það sem fram kemur í minnisblaði að til greina komi að skipta lóðinni upp í tvær lóðir og að nýtt hús yrði staðsett í suðausturhorni núverandi lóðar og að aðkoma yrði innan lóðarinnar. Þar sem að áberandi hraunmyndanir eru til staðar á lóðinni þarf að taka sérstaklega tillit til þeirra. Því fer nefndin fram það ef sótt er um breytingu deiliskipulags í samræmi við framangreint að ítarlegar skýringarmyndir fylgi sem sýni útfærslu húss og með hvaða hætti hún tekur tillit til hraunmyndana.
10. 2403504 - Hnoðraholt norður - Þorraholt 2-4 - Dsk.br.
Lögð fram öðru sinni tillaga að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður sem nær til lóðarinnar Þorraholt 2-4.
Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi.
-Gert er ráð fyrir að lóðirnar Þorraholt 2-4, 2a og 2b (spennustöð og dælustöð) verði sameinaðar þannig að
lóðin verði 11.406 m2.
-3.000 m² bætt við bílageymslu í kjallara.
-Nýtingarhlutfall breytist úr 2,2 í 2,4
-Hús nr. 2 er hækkað um 2,5m, verður í sömu hæð og upphaflegt deiliskipulag
gerði ráð fyrir sem samþykkt var í desember 2021.
-Breidd byggingarreits húss nr. 2 minnkar úr 25m í 22m.
-Grasþaki breytt í bílastæðaþak á húsi nr. 2.
-Austurhluti 1. hæðar í húsi nr.2 verður atvinnurými í stað bílageymslu á 2 hæðum
og byggingarreitur stækkar lítillega.
-Gert er ráð fyrir akstursrömpum innan lóðamarka.
-4 kjallarar í stað 2 - 3 kjallara.
-Kjallari -2 verður atvinnurými.
-Staðsetning spennistöðvar eru inni á lóð Þorraholti 2-4. Lóð dælustöðvar felld út.
-Svalir og skyggni mega fara út fyrir byggingareit um allt að 2,0 metra.

Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Vekja skal athygli á auglýsingunni með því að senda erindi til eigenda annarra eigna í Þorraholti og í Útholti 2,4,6,8 og 10 sem og Útholti 1-3, 5-9 og 11-17.
11. 2402558 - Stekkholt 22 - Dsk.br.
Lögð fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu Hnoðraholts norður sem nær til einbýlishúslóðarinnar Stekkholt 22.
Umsögn deiliskipulagshöfundar lögð fram.
Vísað til frekari skoðunar hjá umhverfissviði.
12. 2306463 - Vetrarmýri - Deiliskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar ásamt erindi Skipulagsstofnunar dags 19.febrúar sl. en tillagan var send Skipulagsstofnun til athugunar sbr. 3.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að lokinni afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs.
Í erindinu var gerð athugasemd við að birt væri auglýsing um gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar áður en að brugðist væri við eftirfarandi þremur atriðum sem eru tilgreind hér að neðan.

Athugasemd 1:
Heimilað hlutfall atvinnuhúsnæðis er í ósamræmi við ákvæði rammahluta aðalskipulags fyrir Vetrarmýri (Vífilsstaðalands) þar sem að í töflu 4 á bls 53 í greinargerð segir í skipulagsákvæðum fyrir landnotkunarreit 4.08 M að gert sé ráð fyrir u.þ.b. 35.000-44.000 m2 af skrifstofum, þjónustu og atvinnuhúsnæði. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem auglýst var gerir hins vegar ráð fyrir 29.558 m2 og vantar því 5.442 m2 upp á að það ákvæði sé uppfyllt.
Tillaga að viðbrögðum:
Tillögu verði breytt þannig að skipulagi á jarðhæð í húsum nr.9 og 13 verði breytt og sá hluti sem auglýst breytingartillaga skilgreindi sem rými fyrir bifreiðargeymslur verði breytt í rými fyrir atvinnu. Við þá breytingu hækkar fermetrafjöldi atvinnuhúsnæðis í Vetrarmýri úr 29.558 í 35.488. Rými í bílageymslu minnkar sem því nemur. Þar með verður ákvæði um rammahluta aðalskipulags um fermetrarfjölda atvinnuhúsnæðis uppfyllt.

Athugasemd 2
Gera þarf grein fyrir og fjalla um umhverfisáhrif áætlunarinnar sbr. Lög nr.111/2021.
Tillaga að viðbrögðum:
Tillögu mun fylgja skýrsla sem skipulagsráðgjafi hefur útbúið þar sem gerð er grein fyrir umhverfisáhrifum breytingarinnar.

Athugasemd 3
Gera þarf betur grein fyrir því hvar verið er að fjölga íbúðum innan svæðisins og áhrifum þess.
Tillaga að viðbrögðum:
Á blaðsíðu 2 í skýrslu skipulagsráðgjafa um umhverfisáhrif breytingarinnar er fjölgun og staðsetning íbúða fyrir og eftir breytingu útskýrð.

Skipulagsnefnd fellst á ofangreindar tillögur að viðbrögðum og hefur gögnum verið breytt því til samræmis. Skipulagsnefnd telur ekki að breytingarnar varði grundvallaratriði tillögunnar og kallar því ekki á endurauglýsingu hennar.

Gerð er grein fyrir breytingum eftir athugasemdir Skipulagsstofnunar á lagfærðum uppdrætti og í greinargerð.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með ofangreindum breytingum sem breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar í samræmi við 3.mgr.41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

13. 2310097 - Vinastræti 22-28 - Deiliskipulag
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Urriðaholts 3.áfanga sem nær til lóðanna Vinastræti 22, 24, 26 og 28 að lokinni auglýsingu. Samkvæmt tillögunni er fyrirhugað að reisa félagsheimili Oddfellowreglunnar á lóð nr.28. Lóð sem fyrir breytingu er atvinnuhúsnæðislóð nr. 20-26 breytist í lóð nr. 20-24. Vestari hluti þeirrar lóðar verður sérstök lóð sem er ætluð undir bílastæði en einnig verði heimilt að reisa bílakjallara á þeirri lóð.
Athugasemdir sem bárust lagðar fram og skipulagsstjóri gerði grein fyrir fundi með þeim sem gerðu athugasemdir, skipulagshöfundi og arkitektum sem falið hefur verið að hanna félagsheimili Oddfellowreglunnar að undangenginni arkitektasamkeppni.
Lögð fram greinargerð arkitekta ásamt myndum sem sýna skuggavarp og sneiðingum.
Skoðað hefur verið að hnika byggingunni til á lóðinni en niðurstaða þeirrar vinnu er sú að það sé ekki unnt nema með því að gera miklar breytingar á tillögunni. Sýnt er fram á með skuggavarpsmyndum að áhrif breytingarinnar á aðliggjandi hús að norðanverðu er lítil.
Skipulagsnefnd fellst á rök arkitekta hvað þessi atriði varðar og tekur undir að áhrif breytingarinnar séu það lítil að ekki sé ástæða til að ráðast breyta tillögunni.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna óbreytta í samræmi við 3.mgr.41.gr.skipulagslaga nr.1123/2010.
14. 2403396 - Kjóavellir - óveruleg dsk.br. - Reiðstígar
Lögð fram umsókn Spretts um breytingu á deiliskipulagi Kjóavalla sem nær til reiðstígakerfis í nágrenni reiðhallar við Hattarvelli.
Umsókn vísað til umsagnar deiliskipulagshöfundar.
15. 2404083 - Kópavogsdalur - útivistarsvæði Dalsmári 5 - nýr æfingavöllur með lýsingu
Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasemd við tillöguna.
16. 2310233 - Íbúakönnun - þjónustukönnun Gallup 2023
Lagt fram.
17. 2403042F - Afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 3
Lagt fram.
 
2403295 - Skerpluholt 11 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
 
2403346 - Ægisgrund 5 grindverk/hýsi- Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
 
2402174 - Skerpluholt 5 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).