Fundargerðir

Til baka Prenta
Velferðarráð Garðabæjar
1. fundur
17.01.2024 kl. 16:00 kom velferðarráð Garðabæjar saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Gunnar Valur Gíslason formaður, Sturla D Þorsteinsson aðalmaður, María Guðjónsdóttir aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Svanhildur Þengilsdóttir , Snædís Björnsdóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2312277 - Umsókn um fjárhagsaðstoð
Ákvörðun afgreiðslufundar fjárhagsaðstoðar frá 5. janúar 2024 í máli nr. 2312277 um skerðingu á fjárhagsaðstoð er staðfest en samþykkt að skerðing komi til framkvæmda í sex hlutum í stað fjögurra. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundargerðar.
2. 2312145 - Umsókn um fjárhagsaðstoð
Niðurstaða afgreiðslufundar fjárhagsaðstoðar frá 4. janúar 2024 í máli 2312145 er staðfest. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundargerðar.
3. 2312373 - Umsókn um fjárhagsaðstoð
Samþykkt að veita undanþágu frá skilyrðum 2. mgr. 3. gr. reglna um fjárhagsaðstoð í Garðabæ. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundargerðar.
4. 2310238 - Stuðningsþjónusta
Niðurstaða afgreiðslufundar stuðnings- og stoðþjónustu frá 19. desember 2023 í máli nr. 2310238 er staðfest. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundargerðar.
5. 2301082 - Jafnréttisáætlun Garðabæjar 2023-2026
Umræða um jafnréttisáætlun Garðabæjar og aðgerðaráætlun á grundvelli hennar fyrir árin 2023-2026. Stefnt er að því að fyrstu drög aðgerðaráætlun liggi fyrir á næsta fundi velferðarráðs.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).