Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
15. (2116). fundur
23.04.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson varamaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri, Lúðvík Hjalti Jónsson fjármálastjóri.

Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2404194 - Bréf Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, varðandi frumkvæðisathugun á þjónustu í búsetuúrræðum fatlaðs fólks, dags. 9. apríl 2024.
Í bréfinu kemur fram að Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) sé að kanna framkvæmd sveitarfélaga á ýmsum lagalegum skyldum í þjónustu við fatlað fólk sem býr í íbúðarkjörnum og herbegjasambýlum. Af þeirri ástæðu hafi GEV stofnað til frumkvæðisathugunar á þjónustu við fullorðið fatlað fólk í íbúðakjörnum og á herbergjasambýlum á grundvelli 14. gr. laga nr. 38/2018.
2. 2403495 - Svar Vegagerðarinnar til Golfklúbbsins Odds varðandi ástand Elliðavatnsvegar (Flóttamannavegur), dags. 17. apríl 2024.
Í svari Vegagerðarinnar kemur fram að Vegagerðin hafi falið verkfræðistofunni Eflu að skoða möguleikann á að koma fyrir undirgöngum sem eru einföld í framkvæmd, við Elliðavatnsveg, fyrir fótgangandi vegfarendur.
3. 2404185 - Aðalfundarboð Betri samgangna ohf. vegna starfsársins 2023, dags. 18. apríl 2024.
Í bréfinu kemur fram að stjórn Betri samganga ohf. hafi ákveðið að fresta aðalfundi félagsins fram til 30. apríl 2024.
4. 2404359 - Aðalfundarboð Landskerfis bókasafna hf. 2024 vegna starfsársins 2023.
Lagt fram aðalfundarboð Landskerfis bókasafna hf., árið 2024, sem haldinn verður þriðjudaginn 7. maí 2024.
5. 2404370 - Sjálfbærniskýrsla Strætó 2023, útg. 18. apríl 2024.
Lögð fram.
6. 2404387 - Bréf Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál., dags. 19. apríl 2024.
Lagt fram
7. 2404388 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku), 900. mál., dags. 19. apríl 2024.
Lagt fram.
8. 2308538 - Ársreikningur Garðabæjar 2023.
Umræða bæjarráðs, eftir fyrri umræðu um ársreikning Garðabæjar sem fram fór í bæjarstjórn Garðabæjar 18. apríl 2024.
Lúðvík Hjalti Jónsson fjármálastjóri Garðabæjar og Þorbjörg Kolbeinsdóttir deildarstjóri bókhaldsdeildar Garðabæjar mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir lykiltölur úr rekstri bæjarins. Fóru þau nánar tiltekið yfir sundurliðun ársreiknings Garðabæjar og rekstrarreikning aðalbókar, þar sem farið var yfir rauntölur ársins 2023 samanborið við áætlun ársins 2023.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).