Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
6. (939). fundur
18.04.2024 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Sigríður Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar. Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Margrét Bjarnadóttir bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Stella Stefánsdóttir varabæjarfulltrúi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi. Harpa Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi. Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi. Hlynur Elías Bæringsson varabæjarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Fundargerð bæjarstjórnar frá 21. mars 2024 er lögð fram.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2403040F - Fundargerð bæjarráðs frá 26/3 ´24.
Hlynur Bæringsson, ræddi 1.tl., bréf umboðsmanns barna varðandi hljóðvist í skólum.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 1.tl., bréf umboðsmanns barna varðandi hljóðvist í skólum.

Björg Fenger, ræddi 1.tl., bréf umboðsmanns barna varðandi hljóðvist í skólum og 5.tl., Betri Garðabær 2024 ? hugmyndasöfnun og íbúakosningu.

Fundargerðin sem er 5.tl., er samþykkt samhljóða.
2. 2404008F - Fundargerð bæjarráðs frá 9/4 ´24.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi 9.tl., bréf Golfklúbbsins Odds til Vegagerðarinnar varðandi ástand Elliðavatnsvegar (Flóttamannavegar), dags. 25. mars 2024.

Björg Fenger, ræddi 9.tl., bréf Golfklúbbsins Odds til Vegagerðarinnar varðandi ástand Elliðavatnsvegar (Flóttamannavegar), dags. 25. mars 2024.

Fundargerðin sem er 14.tl., er samþykkt samhljóða.
3. 2404020F - Fundargerð bæjarráðs frá 16/4 ´24.
Almar Guðmundsson, ræddi 14. tl., drög að viljayfirlýsingu vegna tengingu fráveitu á Álftanesi við Skerjafjarðarveitu.

Fundargerðin sem er 15. tl., er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála.

 
2310097 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Urriðaholts 3. áfanga norðurhluta, sem nær til lóðanna Vinastræti 22-28.
 
„Bæjarstjórn samþykkir, samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 11. apríl 2024, um breytingu á deiliskipulagi 3. áfanga norðurhluta Urriðaholts. Tillagan gerir ráð fyrir að reisa félagsheimili Oddfellowreglunnar á lóð nr. 28. Lóð sem fyrir breytingu er lóð nr. 20-26 breytist í lóð nr. 20-24. Vestari hluti þeirrar lóðar verður sérstök lóð sem er ætluð undir bílastæði, en einnig verði heimilt að byggja bílakjallara á lóðinni.
Tillagan var auglýst 11. desember 2023 og var frestur til að gera athugasemdir við tillöguna til 24. janúar 2024. Athugasemdir voru lagðar fram á fundi skipulagsnefndar 8. febrúar 2024. Á fundi skipulagsnefndar 11. apríl 2024 gerði skipulagsstjóri grein fyrir fundi með þeim sem gerðu athugasemdir, skipulagshöfundi og arkitektum, ásamt skuggavarpsteikningum.
Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga.“ (Mál nr. 2310097)

 
 
2404038 - Afgreiðsla skipulagsnefndar á fyrirspurn vegna reksturs minniháttar atvinnustarfsemi á Breiðabólsstað.
 
„Bæjastjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar, um að ekki sé hægt að fallast á að starfsemi sem sé umfram almenna heimagistingu sem heimiluð eru í íbúðarhverfum, enda kalli slíkt á breytingu aðalskipulags, þar sem Breiðabólstaðareitur verði þá skilgreindur sem svæði fyrir verslun og þjónustu.“ (Mál nr. 2404038)
 
 
2306463 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vetrarmýrar.
 
„Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Vetrarmýrar, á grundvelli þess að gögnum verði breytt til samræmis við athugasemdir Skipulagstofnunar, sbr. bréf, dags. 19. febrúar 2024. Skipulagsnefnd telur ekki að breytingarnar varði grundvallaratriði tillögunnar og kallar því ekki á endurauglýsingu hennar.
Bæjarstjórn staðfestir samþykki skipulagsnefndar sem breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010."(Mál nr. 2306463)

 
 
2402118 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að breytingu deiliskipulags Breiðumýri vegna lóðarinnar að Lambamýri 3.
 
„Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Breiðumýrar á Álftanesi vegna staðsetningar sorpskýlis í tengslum við matvöruverslun á lóðinni að Lambamýri 3.
Grenndarkynna skal lóðarhöfum í Lambamýri og Svanamýri sem og íbúum í Birkiholti 1, 3 og 5.“ (Mál nr. 2402118)
 
 
2403271 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vaðandi tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 - Rammahluti Vífilsstaðalands.
 
„Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að kynna íbúum og öðrum hagsmunaaðilum lýsingu vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna rammahluta Vífilsstaðalands, sbr. samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum.“ (Mál nr. 2403271)
 
 
2403504 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norðurs sem nær til lóðarinnar Þorraholt 2-4.
 
„Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholt norður vegna lóðarinnar við Þorraholt 2-4. Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum.
-Gert er ráð fyrir að lóðirnar Þorraholt 2-4, 2a og 2b (spennustöð og dælustöð) verði sameinaðar þannig að lóðin verði 11.406 m2.
-3.000 m² bætt við bílageymslu í kjallara.
-Nýtingarhlutfall breytist úr 2,2 í 2,4
-Hús nr. 2 er hækkað um 2,5m, verður í sömu hæð og upphaflegt deiliskipulag gerði ráð fyrir sem samþykkt var í desember 2021.
-Breidd byggingarreits húss nr. 2 minnkar úr 25m í 22m.
-Grasþaki breytt í bílastæðaþak á húsi nr. 2.
-Austurhluti 1. hæðar í húsi nr.2 verður atvinnurými í stað bílageymslu á 2 hæðum og byggingarreitur stækkar lítillega.
-Gert er ráð fyrir akstursrömpum innan lóðamarka.
-4 kjallarar í stað 2 - 3 kjallara.
-Kjallari -2 verður atvinnurými.
-Staðsetning spennistöðvar eru inni á lóð Þorraholti 2-4. Lóð dælustöðvar felld út.
-Svalir og skyggni mega fara út fyrir byggingareit um allt að 2,0 metra.
Vekja skal athygli eigenda annarra eigna í Þorraholti og í Útholti 2,4,6,8 og 10 sem og Útholti 1-3, 5-9 og 11-17 á auglýsingunni.“ (Mál nr. 2403504)
 
4. 2404011F - Fundargerð Íþrótta- og tómstundaráðs frá 10/4 ´24.
Hrannar Bragi Eyjólfsson, ræddi 1.tl., íþróttaþing Garðabæjar sem fyrirhugað er að halda í haust, 2.tl., samþykkt frá fundi ungmennaráðs með bæjarstjórn um þarfagreiningu varðandi aðstöðu fyrir félags- og tómstundastarf ungs fólks í Garðabæ og 3.tl., drög að samningi um stuðning við Stjörnuhlaup 2024. Þá ræddi Hrannar Bragi undir önnur mál sumarfrístund 2024.

Fundargerðin er lögð fram.
5. 2403032F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 22/3 ´24.
Fundargerðin er lögð fram.
6. 2404009F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 11/4 ´24.
Fundargerðin er lögð fram.
7. 2402020F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 20/3 ´24.
Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 1.tl., íbúa- og þjónustukönnun Gallup 2023, 2.tl., niðurstöður úthlutunar úr þróunarsjóði grunnskóla 2024, 3.tl., kynningu á niðurstöðum könnunar Rannsóknar og greiningar meðal nemenda í grunnskólum haustið 2023 og 5.tl. kynningu og samtal við stjórnendur Hjallastefnunnar.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 3.tl., kynningu á niðurstöðum í könnun Rannsóknar og greiningar meðal nemenda í grunnskólum haustið 2023.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi að nýju kynningu á niðurstöðum Rannsóknar og greiningar meðal nemenda í grunnskólum haustið 2023.

Fundargerðin er lögð fram.
8. 2403028F - Fundargerð velferðarráðs frá 20/3 ´24.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 1.tl., kynningu á stöðu verkefnis varðandi innleiðingu farsældar í Garðabæ, 2.tl., innleiðingu á verkefninu barnvæn sveitarfélög, 5.tl., jafnréttisáætlun Garðabæjar 2023-2026 og 6.tl., tölulegar upplýsingar í barnavernd og fjárhagsaðstoð.

Fundargerðin er lögð fram.
9. 2404004F - Fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks frá 11/4 ´24.
Fundargerðin er lögð fram.
10. 2403036F - Fundargerð ungmennaráðs frá 21/3 ´24.
Almar Guðmundsson, ræddi fundargerðina og færði fulltrúum ungmennaráðs þakkir fyrir góð störf.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 4.tl., fræðslu í skólum.

Fundargerðin er lögð fram.
11. 2403009F - Fundargerð öldungaráðs frá 18/3 ´24.
Fundargerðin er lögð fram.
12. 2401141 - Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 25/3 ´24.
Fundargerðin er lögð fram.
13. 2401133 - Fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 5/3, 19/3 og 9/4 ´24.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 2.tl. fundargerðar frá 19. mars 2024 um stöðu brennsluverkefnis SSH
og URN.

Fundargerðin er lögð fram.
14. 2401134 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 11/3 og 15/3 ´24.
Hrannar Bragi Eyjólfsson, ræddi fundargerð 11. mars 2024, útboð á akstri, fundargerð 15. mars 2024, 1.tl., drög að óendurskoðuðu ársuppgjöri 2023, 2.tl., lífeyrissjóðsmál og 6.tl., greiðslukerfi.

Hlynur Bæringsson, ræddi fundargerðirnar og málefni Strætó.

Hrannar Bragi Eyjólfsson, tók til máls að nýju og ræddi sama mál.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi sama mál.

Hrannar Bragi Eyjólfsson, tók til máls að nýju.

Björg Fenger, ræddi sama mál.

Hlynur Bæringsson, tók til máls að nýju.

Almar Guðmundsson, ræddi sama mál.

Fundargerðin er lögð fram.
15. 2401138 - Fundargerð eigendafundar Strætó bs. frá 13/3 ´24.
Fundargerðin er lögð fram.
16. 2401325 - Fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 20/3 ´24.
Fundargerðin er lögð fram.
17. 2401136 - Fundargerð stjórnar SSH frá 18/3 ´24.
Fundargerðin er lögð fram.
18. 2401607 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 22/3 ´24.
Fundargerðin er lögð fram.
19. 2404085 - Tillaga að samþykkt um prókúruhafa sveitarfélagsins.
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu varðandi prókúruhafa sveitarfélagsins:

„Samkvæmt 4. mgr. 55. gr sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er bæjarstjóri prókúruhafi sveitarfélagsins. Bæjarstjóri leggur til að bæjarstjórn samþykki ákvörðun hans um að fela jafnframt Lúðvík Erni Steinarssyni, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og Lúðvík Hjalta Jónssyni, fjármálastjóra prókúru fyrir sveitarfélagið samkvæmt heimild í áðurnefndu lagaákvæði. Jafnframt er felld úr gildi prókúra Guðjóns Erlings Friðrikssonar, fyrrverandi bæjarritara.“

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu um prókúruhafa sveitarfélagsins.
20. 2308538 - Ársreikningur Garðabæjar 2023 - fyrri umræða
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri fylgdi úr hlaði ársreikningi Garðabæjar fyrir árið 2023. Gerði bæjarstjóri grein fyrir helstu niðurstöðum reikningsins og lykiltölum. Almar þakkaði starfsmönnum bæjarins fyrir þeirra hlut að góðum rekstri bæjarins. Bæjarstjóri lagði til að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, tók til máls.

Gunnar Valur Gíslason, tók til máls.

Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls.

Hlynur Bæringsson, tók til máls.

Almar Guðmundsson, tók til máls að nýju.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Garðabæjar 2023 til síðari umræðu í bæjarstjórn sem er fyrirhuguð 2. maí 2024.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).