Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
37. (2044). fundur
18.10.2022 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varamaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2210289 - Miðgarður - upplýsingar um stöðu mála.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir niðurstöðum úttektar sérfræðinga á húsnæði Miðgarðs. Við úttektina greindist sveppagró í gúmmíundirlagi undir gervigrasi. Um er að ræða jarðvegssvepp og er talið að sveppurinn hafi borist inn í húsið í sl. marsmánuði með leysingarvatni þegar mikið vatn flæddi inn í húsið. Foreldrar og forráðmenn barna og aðrir notendur hafa verið upplýstir um málið.

Beðið er frekari niðurstaðna um umfang vandans en reiknað er með að á einhverjum tímapunkti þurfi að fletta gervigrasi upp og skipta um gúmmíundirlag. Samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga verður jarðvegssveppnum haldið niðri með reglulegri sótthreinsun þangað til gúmmíundirlag verður fjarlægt. Fyrsta sótthreinsun fór fram laugardaginn 15. október. Regluleg sótthreinsun mun fara fram á þeim tíma sem ekki eru æfingar eða kennsla þar sem gervigrasið er og tryggt verður að öll ummerki sótthreinsunar verða horfin áður en notkun hefst á ný eftir hverja hreinsun.

Vegna tíðra loftskipta og með reglulegri sótthreinsun á að vera tryggt að heilsu barna, starfsfólks, foreldra auk annarra sem í húsið koma sé ekki ógnað. Reglulega verður fylgst með loftgæðum og ef þau fara yfir viðmiðunarmörk verður allri starfsemi umsvifalaust hætt.
2. 2206112 - Fjárhagsáætlun 2023 (2023-2026)
A fund bæjarráðs kom Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri og gerði grein fyrir drögum að frumvarpi að fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2023. Farið var yfir drög að niðurstöðu A og B hluta og drög að framkvæmdaáætlun. Frumvarp að fjárhagsáætlun verður lagt fram á fundi bæjarráðs 25. október 2022 og til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar 3. nóvember 2022.
3. 2003434 - Tillaga um lækkun á leyfðum hámarkshraða á Garðaholti.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu um lækkun á leyfðum hámarkshraða í 30 km/klst á Garðavegi frá afleggjara að Garðakirkju að afleggjara að bæjunum Dysjar/Pálshús. Einnig er lagt til að lækka hámarkshraða í 30 km/klst. á Garðaholtsvegi um 50 metra frá gatnamótunum að Garðavegi.

Fyrir liggur minnisblað Eflu verkfræðistofu, dags. 26.09.222 og jákvæð umsögn lögreglu. Auglýsing skal birt í B-deild Stjórnartíðinda varðandi sérákvæði fyrir umferð í Garðabæ í samræmi við framlagða tillögu, sbr. 1. og 3. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.
4. 2208474 - Umsókn um framlag vegna tímabundinnar leikskóla- og grunnskóladvalar erlendis.
Bæjarráð telur eigi unnt að verða við erindinu þar sem það getur ekki verið ábyrgð sveitarfélags, hvorki samkvæmt sveitarstjórnarlögum né lögum um grunnskóla, að greiða fyrir skólagöngu barna erlendis þegar foreldrar kjósa að flytja erlendis, jafnvel þó að þau eigi lögheimili í sveitarfélaginu.
5. 2210196 - Bréf Kvennaathvarfsins varðandi rekstrarstyrk fyrir árið 2023, dags. 06.10.22.
Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.
6. 2210197 - Bréf heilbrigðiseftirlitsins varðandi fjárhagsáætlun og gjaldskrár fyrir árið 2023, dags. 05.10.22.
Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 og gjaldskrá heilbrigðiseftirlitsgjalds til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bréf til bæjarstjóra og fjármálastjóra - gjaldskrá og fjárhagsáætlun 2023.pdf
7. 2210230 - Bréf stjórnar foreldrafélags Alþjóðaskólans varðandi umferðaröryggismál í nágrenni skólans, dags. 28.09.22.
Bæjarstjóri upplýsti að fyrirhugaður er fundur með foreldrafélaginu þar sem farið verður nánar yfir útfærslur á atriðum til að tryggja, eins og kostur er, öryggi á gönguleiðum nemenda skólans.
Opið bréf til bæjarstjórnar.pdf
8. 2210232 - Bréf UMF Stjörnunnar varðandi leyfi til halda Þorrablót í Mýrinni í janúar 2023, dags. 10.10.22.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjóra.
Erindi til Garðabæjar Þorrablót 2023.pdf
9. 2210262 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi samstarfssamning aðildarsveitarfélaganna um samráð og samstarf á sviði velferðarþjónustu, dags. 10.10.22.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
GBR Fylgibréf til sveitarfélaga_stjorn ssh_545 fundur_samstarfssamningur um velferð.pdf
10. 2210263 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi stofnun Áfangastofu höfuðborgarsvæðisins, dags. 10.10.22.
Lagt fram til kynningar.
Fylgibréf - Stofnun Áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins-GAR.pdf
11. 2210307 - Bréf innviðarráðuneytisins varðandi alþjóðlegan minningardag Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa, dags. 05.10.22.
Lagt fram.
12. 2209598 - Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2021.
Lögð fram.
13. 2202323 - Tilkynning frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu varðandi drög að reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða, dags. 13.10.22.
Bæjarráð vísar reglugerðinni til kynningar fræðslu- og menningarsviðs og umhverfissviðs.
14. 2210322 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 44. mál., dags. 13.10.22.
Lagt fram.
15. 2210323 - Bréf Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar. Endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 9. mál., dags. 13.10.22.
Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).