• 1.3.2020, 15:00 - 17:00, Gróskusalurinn

10 ára afmælisveisla Grósku - Hnallþórur og lifandi listsköpun

  • Gróska.  Ljósmynd: Nanna Guðrún

Gróska, félag myndlistarmanna í Garðabæ, efnir til afmælisveislu með hnallþórum og öðrum ljúfum veitingum sunnudaginn 1. mars 2020 frá kl. 15-17 í Gróskusalnum á Garðatorgi 1

Gróska, félag myndlistarmanna í Garðabæ, efnir til afmælisveislu með hnallþórum og öðrum ljúfum veitingum sunnudaginn 1. mars 2020. Þá verða liðin 10 ár frá formlegum stofndegi félagsins.
Öllum félögum frá fyrsta degi, öðrum aðstandendum og áhugafólki um Grósku og myndlistina er boðið að fagna þessum áfanga með tertuveislu kl. 15-17 í Gróskusalnum á Garðatorgi 1.
Gróskufélagar verða með lifandi listsköpun og sýnt verður frá starfsemi Grósku síðasta áratuginn með slæðusýningu.

Gróska - félag myndlistarmanna í Garðabæ
Gróska á 10 ára afmæli en upphafið teygir sig þó lengra aftur. Grasrótarstarfið hófst þegar árið 2008 og fyrsta Sumarsýningin og fyrsta Jónsmessugleðin voru haldnar árið 2009. Gróska er virkt myndlistarfélag sem hefur fest sig vel í sessi í menningarlífi Garðabæjar með árvissum sýningum svo sem Sumarsýningu, Örmyndlistarsýningu á Menningaruppskeruhátíð bæjarins, Jónsmessugleði og Haustsýningu. Gróska hefur gegnum tíðina einnig staðið fyrir öðrum sýningum og viðburðum. Í fyrra hlaut félagið sérstaka viðurkenningu Garðabæjar fyrir merkt framlag til menningar og lista. Félagsmenn eru nú um 70 talsins og nýjum félögum er tekið fagnandi. 

Fólk sem býr eða vinnur í Garðabæ og fæst við myndlist, hvort sem er í tvívíðu eða þrívíðu formi, er hvatt til að sækja um inngöngu í félagið með því að senda póst á groskamyndlist@gmail.com. 
Fésbókarsíða Grósku

Meðfylgjandi ljósmynd: Nanna Guðrún